Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 22. mars 1997 íOagur-©mmn Bónusdrottning með rauða úlfa „Segja má að ég hafi farið illa með mig með mikilli vinnu og ekki nógu hollu líferni,“ segir Jónína m.a. í viðtalinu en þrátt fyrir að hún hafi verið úr- skurðuð öryrki strax á unglingsaldri hefur hún unnið eins og berserkur í gegn um tíðina. Er m.a. gömul bónusdrottning og háseti. Myn&.ÞoGu Allir þekkja til rauðra hunda. En kannast þú við sjúk- dóm sem heitir rauðir úlfar? Ekki þarfað koma á óvart að fœstir þekki til rauðra úlfa enda er sjúkdómurinn mjög sjaldgœfur. Meðal þeirra sem glíma við sjúkdóminn er Vest- mannaeyingurinn Jónína Magnúsdóttir. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að ónæmiskerfið fer að ráðast gegn eigin líkama og í blóði finnast mót- efni sem beinast gegn eigin vef. Þessu mætti líkja við ef Windows ’95 kerfið í tölvunni þinni færi að framleiða tölvu- vírusa sem fara að ráðast á sjálft Windowskerfið vítt og breitt með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum! En Jónína er engin tölva heldur mannvera af holdi og blóði sem hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir frá því hún greindist með rauða úlfa 1991. Hún hefur verið sjúklingur nánast allt sitt líf en samt bitið á jaxlinn og hún er gömul bónusdrottning og há- seti. Undanfarin ár hefur hún að mestu dregið sig út af vinnumarkaðinum enda heilsan ekki verið upp á marga fiska. Jónína er 44 ára, fædd og upp- alin í Eyjum. Jónína segir hér frá glímu sinni við rauðu úlf- ana sem, eins og nafnið gefur til kynna, hljóta að vera erfiðir viðureignar. Vill ekki barma sér Þegar blaðamann ber að garði er ekki að sjá að Jóm'na sé veik. Hún heldur á sér góðum hita og fer helst ekki út fyrir hússins dyr því kuldinn fer illa með hana. Eiginmaður hennar, Rún- ar Þórisson, er á sjó á Breka VE. í þrjú ár hefur framtíð Breka verið í óvissu. Þessi nag- andi óvissa fer illa í taugakerf- ið og ónæmiskerfið. Jónína leggur áherslu á að hún vilji á engan hátt barma sér heldur vilji í þessu viðtali upplýsa fólk um þann sjaldgæfa sjúkdóm sem hún hefur, rauða úlfa. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum eru á annað hundrað manns á íslandi greindir með rauða úlfa og enn íleiri með óljósa greiningu. Margt af þessu fólki verður mjög illa haldið, er með skerta starfs- orku og sumir óvinnufærir með öllu. Óljósar orsakir Rauðir úlfar er sjúkdómur þar sem ónæmiskerfi líkamans starfar ekki eðlilega. Ónæmis- kerfið ræðst gegn eigin líkama og í blóði finnast mótefni sem beinast gegn eigin vef sem get- ur leitt til vandamála í sérhverju líffæri sjúklingsins. Þessi mótefni sem líkaminn myndar sjálfur geta sest í húð og valdið útbrotum og loðað við æðaveggi eða tekið sér bólfestu í nýrum, heila, lungum eða lið- um. Sjúkdómurinn leggst aðal- lega á konur, eða í 9 tilfellum fyrir hvert eitt hjá körlum. Einkum eru það konur á aldrin- um 15 til 30 ára sem fá sjúk- dóminn. Orsakir sjúkdómsins eru enn óljósar þótt erfðir, hormón og sýkingar eigi hlut að máli. Vann eins og skepna Jónína hefur verið meira og minna sjúklingur frá fæðingu og dvalið á sjúkrastofnunum í gegnum tíðina. í vöggu varð slys til þess að hún var nær dauða en lífi. Jónína þornaði upp og fékk blett við heil- ann. Henni voru gefnar 40 sprautur til að ná upp vökv- anum í líkam- anum. Til stóð að hún færi í aðgerð vegna heilablettsins en aldrei varð úr því. Sem krakki var Jónina oft og iðulega lasin og sem unglingur var hún úr- skurðuð öryrki. Vegna blettsins við heilann og gigtarinnar, sem hún var talin vera með, var sagt við hana að hún væri ör- yrki og ætti að taka því rólega. En þeir sem þekkja til Jón- ínu vita að hún vill helst taka til hendinni og á erfitt með að vera aðgerðarlaus. Hún fór strax að vinna í fiski og hlífði sér hvergi. „Ég vann eins og vit- leysingur,“ segir hún og hlær. f mörg ár vann hún til sjós og fór svo í útgerð um tfma með Rún- ari. Á þessum árum var Jónína ekki nærri því eins slæm og í dag og rauðir úlfar var sjúk- dómur sem ekki var mikið þekktur enda mjög sjaldgæfur. Systir mín tók til sinna ráða Á þessum tíma skildi fólk ekki af hverju ég var ekki í vinnu. Fyrir vikið fékk ég bullandi samviskubit og reyndi að harka af mér eins og ég gat. Segja má að ég hafi farið illa með mig með mikilli vinnu og ekki nógu hollu líferni. Mér fór smám saman að hraka og 1987 brotnaði ég saman og fór á Víf- ilsstaði. Þá var ég stimpluð sem gigtarsjúklingur enda einkenn- in ekld ósvipuð. Ég trúði því ekki að ég væri með alvarlegan sjúkdóm. Þeir sögðu mér að vinna hálfan daginn til að byrja með en ég þrjóskaðist við og vann all- an daginn. Eins og gefur að skilja gerði það bara illt vera. Fjórum árum síðar, 1991, varð ég mjög veik. Ég fékk útbrot og lá fyrir. Ég var með mikinn höfuðverk og vöðva- og lið- verki og var hálf meðvitundar- laus, fannst ég hreinlega vera að hrökkva upp af. En þá greip systir mín, Kiddý, til sinna ráða og sendi mig í enn eina rann- sóknina til Reykjavíkur. Ég hafði oft farið þangað í alls konar rannsóknir og var alltaf talin með gigt. En í þetta skipt- ið var mér sagt að ég hefði greinst með lúpus, svokallaða rauða úlfa. Ég hafði ekki hug- mynd um hvað það var enda skildist mér að sjúkdómsgrein- ingin væri ekki mjög þekkt inn- an læknisfræðinnar. Mér leið nú samt betur að hafa fengið sönnur þess að eitthvað væri að mér,“ segir Jóm'na. Endanleg lækning ekki til Lúpus er latína og merkir úlfur. Vísar nafnið til örmyndunar eft- ir útbrot, sem ná yfir vanga og nef og voru talin líkjast úlfsbiti. En til er afbrigði af lúpus sem leggst á innri líffæri jafnt sem húð sem gerðist einmitt í tilfelli Jónínu. Erfitt getur verið að út- skýra eðli rauðra úlfa og er það einkum vegna margþættrar og flókinnar brenglunar í ónæmiskerfinu. Endanleg Iækn- ing er ekki til. Eftir að hafa greinst með rauða úlfa var Jóm'na send á Vífilsstaði á ný þar sem hún fór á lyfjakúr. Hún fer í eldhúsið og tekur fram lítinn kassa með þeim lyíjum sem hún þarf að taka. Og svo hristir hún haus- inn og segir það meira en fullt starf að vera sjúklingur. Lyfin eiga að styrkja ónæmiskerfið. Ef hún tekur ekki lyfin reglu- lega verður hún mjög slæm. Gallinn við lyíjatökuna er að hún hefur ýmsar hliðarverkan- ir í för með sér. Grannt er fylgst með Jónínu og hún þarf reglu- lega að fara tU læknis. Dagamunur á heils- unni Þar sem endanleg lækning við rauðum úlfum ekki fyrir hendi í dag beinist meðferðin að ein- kennum hverju sinni sem geta verið afar margvísleg. Jónína þykir vera með verulega slæmt tilfelli af rauðum úlfum. Mikill dagamunur er á henni. í dag er hún tiltölulega frísk og spræk. Á morgun getur hana verkjað um allan líkamann og hún legið undir sæng allan daginn. Hvers konar álag á tauga- kerfið fer illa með Jónínu. Hún fær mismunandi köst, t.d. ógleði, höfuðverk og verki í öll- um líkamanum. Stundum er ég svo slæm að ég fæ marbletti á líkamann. Ég verð alveg rúm- liggjandi. Veikindin hafa auðvit- að mikil áhrif á skapið. Ég sveiflast til og frá og hef átt við þunglyndi að stríða. Sjónin hef- ur líka verið að stríða mér. Suma daga sé ég virkilega illa, get ekki lesið blöð eða fylgst með texta á sjónvarpsskjá. En þegar ég er hress er sjónin í góðu lagi. Ég vakna yfirleitt snemma á morgnana og sofna eldsnemma á kvöldin. Stund- um þarf ég að liggja fyrir nán- ast allan daginn. Eg er hress- ust á morgnana og fer í tæki sem ég er með hér heima. Fyrir tveimur árum lenti ég í því að missa málið. Þá lagðist sjúk- dómurinn á andlitið og ég gat varla orðið talað. Ég var send á sjúkrahús og hef jafnað mig í andlitinu." Óljósar framtíðarhorfur Jónína lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Um fram- tíðarhorfur vilja læknar sem minnst segja en læknavísindin vinna hörðum höndum að því að rannsaka þennan sjúkdóm sem er alvarlegur og vandi að meðhöndla. í dag reyni ég að lifa með þessu. Qft getur þetta verið erfitt þegar ég er mjög kvalin. Rúnar er líka mikið á sjó og er tilneyddur að stunda sjóinn stíft. Útgerðin okkar fór illa á sínum tíma og þá er óheyrilegur lyíjakostnaður vegna veikindanna. Bara í des- ember þegar ég var að fá eftir- köst vegna lungnabólgunnar var ég að kaupa pensilín fyrir á annan tug þúsunda króna. Ég hef svo sem engin sérstök áhugamál. Ég les lítið en ég hef gaman af því að standa í mat- arstússi. Ég hef t.d. verið að að- stoða fyrir fermingar og fleiri atburði í Vilberg og mér finnst það óskaplega gaman,“ segir Jónína. ÞoGu/Eyjum Á þessum tíma skildi fólk ekki af hverju ég var ekki í vinnu. Fyr- ir vikið fékk ég bull- andi samviskubit og reyndi að harka af mér eins og ég gat...“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.