Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Page 11
Ptgur-Œmrám
Laugardagur 22. mars 1997 - 23
^agur-Œmtmtt
Borðaðu morgunmat eins og konungur,
hádegismat eins og höfðingi en kvöldmat
eins og flakkari.
Hafið þið heyrt þessa ráð-
leggingu áður? Ég held
ég hafl heyrt hana nærri
því jafnoft og hina um að morg-
unverðurinn eigi að vera undir-
stöðumáltíð dagsins. Allt satt og
rétt en þessu fylgja ákveðin
vandamál. Staðreyndin er
nefnilega sú að fæstir eru í
stuði fyrir stórveislur snemma
morguns. Um hádegi er lystin
orðin aðeins meiri en á kvöldin
er löngunin í mat mest. Auðvit-
að þarf það að vera þannig að
langanirnar ganga þvert á það
sem gott og hollt er!
Ráðleggingar sér-
fræðinganna
Þeir eru óteljandi, sérfræðing-
arnir sem telja sig vita hvað sé
best fyrir okkur. Hvað sé best
að borða og hvenær, hve mikil
hreyfing sé nauðsynleg, hve oft
Auður
Ingólfsdóttir
skrifar
við þurfum að bursta tennur,
hreinsa húðina, plokka á okkur
augnabrúnir, þvo fötin okkar og
þar fram eftir götunum. Og allt-
af fæ ég á tilfinninguna, þegar
ég les ráðleggingar af þessu
tagi, að ef eftir þeim sé ekki
farið muni allt fara til andskot-
ans. Hrukkurnar muni hrann-
ast upp ef ráðleggingum snyrti-
fræðinga sé ekki fylgt í þaula,
tennurnar skemmist ef gleymist
að bursta og meltingin og lík-
amsstarfsemin verði öll í ólagi
sé fæðan ekki ijölbreytt og holl.
Það var ekki fyrr en ég fór
sjálf að skrifa í blöð að ég hætti
að taka ráðleggingarnar svona
alvarlega. Áður en ég vissi af
var ég komin í hlutverk ráðgjaf-
ans. Þýddi og skrifaði greinar
sem fjölluðu um leiðir til að
halda heilsunni í lagi, megra sig
eða vera með fína og mjúka
húð. Þá fattaði ég allt í einu að
þeir sem ráðin gefa eru ekki
fullkomnari en hinir sem lesa.
Það að vita hvað sé gott að gera
þýðir nefnilega ekki endilega að
við förum eftir því.
Hvað er best
fyrir þig?
En það var þetta með morgun-
matinn. Pistillinn í dag átti að
vera helgaður því að hvetja alla
til að borða morgunmat. Ég hef
nefnilega prófað bæði. Að
sleppa honum, og þá á ég við
að sleppa að borða morgun eft-
ir morgun, og hitt líka, að byrja
daginn á því að borða. Ég mæli
eindregið með því síðarnefnda.
Þegar ég sleppti morgunmatn-
um var ekki nóg með að mér
liði frekar illa allan morguninn
heldur endaði ég líka alltaf í
frönskum kartöflum eða sæl-
gæti í hádeginu. Dagur sem
hefst á súrmjólkuráti og lýsis-
inntöku þýðir hinsvegar bæði
betri morgunlíðan og hollari
hádegismat. En svo er örugg-
lega til fullt af fólki sem borðar
aldrei morgunmat, hefur aldrei
gert og líður bara ágætlega
með það. Og ég ætla rétt að
vona að það láti ráðleggingar
sem þessar sem vind um eyru
þjóta. Á endanum erum það
nefnilega alltaf við sjálf sem vit-
um best hvað fær okkur til að
líða vel.
Fyrir hina, sem sleppa morg-
unmatnum, langar til að breyta
því en eru ekki vissir um hvað
sé best að fá sér í morgunsárið
legg ég fram þrjár tillögur sem
fengnar eru að láni úr bæklingi
Manneldisráðs:
a) Súrmjólk eða sýrð létt-
mjólk með músh eða öðru
korni. Lýsi eða lýsisperlur.
b) Hafragrautur með mjólk.
Lýsi eða lýsisperlur.
c) Morgunkorn með bana-
nabitum og léttmjólk eða ný-
mjólk. Lýsi eða lýsisperlur.
Tillaga að morgunverði: Morgunkorn með bananabitum og léttmjólk eða
nýmjólk. Lýsi eða lýsisperlur.
Matreiðslumaður ársins, Hákon Már Örvarsson, gefur lesendum uppskrift
af páskalærinu. myme.ói.
Gufusteikt lambalæri
m/grœnmeti í rósmarínsoðsósu
Senn líður að páskum og því
hafði Matargatið samband
við Hákon Má Örvarsson,
matreiðslumann á Hótel Holt,
til að fá leiðbeiningar um
hvernig matreiða megi gott
páskalæri. Þess má geta að Há-
kon var nýlega valinn „Mat-
reiðslumaður ársins" í árlegri
keppni, sem haldin er á vegum
Félags matreiðslumanna og
Klúbbs matreiðslumanna.
Þessi uppskrift segir Hákon
að eigi að vera auðveld og
þægileg að fara eftir í heima-
húsi án mikils undirbúnings.
1 stk. lambalœri
250 g gulrœtur (flysjaðar)
250 g sellerírót (flysjuð)
300 g kartöflur (flysjaðar)
25 stk. hvítlauksrif (jlysjuð)
20 stk. perlulaukur
2 stk. sveppir (skolaðir)
1 búnt steinselja
(saxað, geymið stilka
fyrir sósuna)
1 stk. lárviðarlauf
2 stk. ferskar greinar timian
3 stk. ferskar rósmarín-
greinar
/ msk. tómatpúrra
/ tsk. dijon sinnep
1/ bolli rauðvín
2/ bolli kjötsoð
(e.t.v. vatn og lambakraftur)
3 msk. koníak
3 msk. madeira
50 g smjör
Takið lykilbeinið úr lærinu,
höggvið hálft hækilbeinið af og
snyrtið. Lærið er svo fallega
gyllibrúnað á pönnu, kryddað
salti og pipar og síðan komið
fyrir í djúpri ofnskúffu eða
steikarpotti með loki.
Flysjið grænmeti og skerið
gulrætur, sellerírót og kartöflur
niður í jafnstóra bita sem
skyldu vera tengingar, 2 cm
langir á hvern kant. Afskurður
af gulrót og sellerírót (þó ekki
flus) skal saxa mjög smátt
ásamt 3 perlulaukum, 2 hvít-
lauksrifjum og sveppunum.
Þetta er svitað af í pönnu með
olíu þar til það verður fallega
gljáandi ásamt tómatpúrru. Þá
fer rauðvín, Madeira, koníak og
kjötsoð yfir ásamt sinnepi, lár-
viðarlaufi, timian og steinselju-
stilkum. Þetta fer svo í ofnskúff-
una ásamt lambalærinu. Hulið
með álpappír eða loki og fært í
150° C heitan ofn og gufusteikt;
25 mínútur á kíló við léttsteik-
ingu og 40-45 mínútur á kíló
við gegnumsteikingu ásamt 20
mínútum til viðbótar.
Á meðan lambið er í ofninum
forsjóðum við grænmetið hvert
fyrir sig. Þ.e. færum grænmeti
yfir í sjóðandi saltvatn í u.þ.b.
30 sek. og kælum svo strax í
klakavatni (gulrætur, sellerírót,
kartöflur, perlulauk, hvítlauk).
Þar á eftir sigtað og þerrað.
Gott er að ausa vökvanum í
ofnskúffunni yfir lambið með 20
mín. millibili.
Þegar u.þ.b. 20-30 mínútur
eru eftir af tímanum á lambinu
er saxaði grænmetisafskurður-
inn sigtaður frá og forsoðna
grænmetið fært yfir í staðinn
ásamt rósmaríngreinum og eld-
unartíminn kláraður. Þá skyldi
grænmetið vera eldað en það
fer eftir stærð bitanna hversu
langan tíma það tekur. Síðan er
lærið fært yfir á skurðarbretti
og leyft að bíða í a.m.k. 10 mín-
útur áður en það er skorið. Á
meðan er grænmtið fært yfir í
skál og saxaðri steinselju stráð
yfir. Soðið í ofnskúffunni er soð-
ið niður í pönnu á hæsta hita
þar til þið eruð ánægð með
bragð og þá ætti einungis að
vanta salt, pipar og e.t.v. smá
kjötkraft. Þá er smjörinu hrært
saman við sósuna. Sósan skyldi
vera frekar þunn, en bragðmik-
il. Þá skerum við lærið niður og
bjóðum til borðs.