Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Síða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Síða 4
16 - Miðvikudagur 26. nMrs 1997 Jlagur-'QIóramt Wmfkíðaíauót ______o______ Miimíináttarkeimd upprunans Marga íslendinga dreym- ir um að hafa fæðst annars staðar á hnett- inum. Pá langar svo mikið til að vera útlendingar að þeir eru í bullandi afneitun á legu lands- ins og loftslag, gerð samfélags- ins, stöðu þess í heiminum og samfélagi vestrænna ríkja. Þeir skammast sín fyrir uppruna ir kannski best sjálfsmynd okk- ar í dag, sem einkennist af blöndunni heimóttarskapur og mikilmennskubrjálæði. Alþjóðlegir útlending- ar Þessi klofningur í þjóðarsálinni birtist okkur á ýmsum sviðum mannlífs og þjóðlífs, en íslend- ingar eru svo góðir leikarar að þeir láta sem hann sé ekki til og eru alltaf að setja á svið sýnd- arveruleika. í stað þess að nota leikhúsin til þess, þar sem það er leyfilegt og beinlínis nauð- synlegt, þá nota þeir fyrirtæki og stofnanir, íjölmiðla og aug- láta freista sín og syndga. En þrátt fyrir messu Mammons- dýrkenda um okkar yndislegu velferð og hvað við höfum það gott miðað t.d. við Breta, þá er- um við margklofin þjóð, stétta- skiptingin hefur aldrei verið sýnileg, þótt innrætingarmask- ína kaupmennskunnar reyni að slétta yfir allt og gera alla eins og láta sem íslendingar séu al- þjóðlegir útlendingar í vinnu- búðum við heimskautsbaug. Við komumst hvorki frá landinu og loftslaginu, né sögunni og for- tíðinni. Og við komumst ekki heldur frá misskiptingu pening- anna, hvað þá stéttaskiptingu Enginn veit heldur lengur hvað það merkir að vera íslendingur, okkur er að takast að má burtu öll okkar sérein- kenni, sem gerðu okkur einmitt svo etirsóknarverð í augum útlendinga. sinn og leggja allt kapp á að þurrka sem fyrst út allar leifar af sögu sinni og fortíð. Þeir vilja helst að nútíminn hafi alltaf verið til, neita að horfast í augu við íslenskt samfélag eins og það lítur út í dag og skilja að það hefur að mestu orðið til á sl. fimmtíu árum. Þess vegna er allur samanburður við stærri og eldri ríki okkur svo óhag- stæður og oft á tíðum hlægileg- ur. Að bera saman 270 þúsund manna þjóðfélag á gelgjuskeiði við 60 milljón manna rótgróið iðnríki eins og t.d. Bretland lýs- lýsingar til að telja okkur trú um að við lifum í öðruvísi þjóð- félagi en raun ber vitni. Þannig er reynt að telja okkur trú um að hér sé engin stéttaskipting, engin fátækt, ekkert óréttlæti, engin óhamingja. í punktaþjóð- félaginu hafa allir jafnan rétt til að græða, þótt gróðinn verði ekki sýnilegur fyrr en eftir dúk og disk. Sem minnir á sölu af- látsbréfa án afláts hér á öldum áðiu- sem tryggði aðgang að himnaríki. Þá keyptu menn sér frelsi frá syndum og freisting- um, nú borga menn fyrir að hugarfars og sköpunar, sem líka myndar gjá í samskiptum manna. Sú gjá er dýpri og hættulegri en peningagjáin, því hún birtist okkur í vanhæfni okkar til að setja okkur í spor annarra, skilja mismunandi hugsunarhátt, virða annarra manna sjónarmið og skoðanir. Þessi vanhæfni leiðir svo til þess sem er alvarlegast en það er vanhæfni okkar til að mynda tengsl sem eru djúp og varan- leg. Upplausn merkingar og tengsla 0g kannski er einmitt þetta tengslaleysi eitt helsta einkenni á þessum blessaða nútíma, sem allir eru svo skotnir í. Allt er í upplausn, ekkert hefur lengur óhaggandi gildi, ekert merkir það sama og áður, við erum villuráfandi í heimi sem kennir okkur fyrst og síðast að full- nægja öllum þörfum okkar hér og nú. Nútíminn kennir fólki að enginn hafi verið til á undan þér og þess vegna verður upp- hafning egósins vort andlega brauð. Að lokum kannast eng- inn lengur við sjálfan sig, enda veit enginn lengur hver hann er, egóið er á fríkorti og tútnar út á kostnað sjálfsins. Enginn veit heldur lengur hvað það merkir að vera íslendingur, okkur er að takast að má burtu öll okkar séreinkenni, sem gerðu okkur einmitt svo eftir- sóknarverð í augum útlendinga. Það er bara svo púkalegt að vera íslendingur, jafnvel tungu- málið er handónýtt svo ekki sé minnst á íslensk nöfn, það get- ur enginn útlendingur borið þau fram á alþjóðavettvangi, þar sem við viljum svo mikið láta til okkar taka. Ef ekki væri þessi hryssingslega veðrátta og stórbrotna náttúra og hafið allt í kring, þá tækist okkur kannski enn betur að verða þeir alþjóð- legu útlendingar sem marga dreymir um, en það er ekkert smámál að flýja uppruna sinn. Við verðum því að halda áfram að moða úr minnimáttarkennd upprunans. Að vera sannur ís- lendingur er kannski einmitt að vera alltaf útlendingur og skoða land sitt og þjóð með bernskri forvitni framandi augna. Hinn hvíti fyrirmyndarfaðir mar Ragnarsson, hin ástsæla þjóðhetja ís- lenskrar alþýðu, samdi fyrir nokkrum miss- erum texta við lag Billy Joel og ijallaði þessi texti Omars um hina íslensku konu. Lag- ið varð vinsælt í útgáfu Ómars, einkum meðal kvenna, sem þótti loksins kominn fram einhver sem skildi þær og amstur þeirra og þrautir í gegn- um aldirnar. Satt að segja var lag Ómars samfelld- ur lofsöngur til hinnar íslensku konu þar sem hún var mærð á öllum stigum þroska síns og í hinum ólíkustu hlutverkum sínum. Sann- leikurinn var sá að margir grétu yfir einskærri góð- mennsku þessarar íslensku konu og glöddust innilega í hjarta sínu yfir því að mitt í illsku heimsins skuli slík góðmennska vera til. Nýr söngur Garri hefur nú heyrt því fleygt að von sé á öðrum texta frá Ómari við þetta sama lag Billy Joel. Það er um hinn íslenska föður. Til- efni þess lags mun vera framkoma Össurar Skarp- héðinssonar, ritstjóra Al- þýðublaðsins, sem nú hefur ekki opnað svo munninn eða stungið niður penna í á annað ár án þess að minn- ast á að hann sé faðir og hversu mikilvægt og stór- fenglegt og dásamlegt og yndislegt og ólýsanlegt og ljúft hlutverk honum það þyki vera. Össur er svo mikill faðir að sumir halda að hann sé eini faðirinn á íslandi en svo mun þó ekki vera. Hins veg- ar er hann hinn íslenski hvíti fyrirmyndarfaðir, sem nú mun væntanlega verða karlleg holdgerfing á lagi Ómars um íslensku konuna. Þá munu menn um land allt gráta af gleði yfir þeirri ein- skæru góðmennsku þessa íslenska föður sem er ávallt og alla tíð á pabbavaktinni. Það er mikil gæfa fyrir ís- lensku þjóðina að eiga svo góða menn á ritstjórastólum og í formennsku nefnda á Alþingi, en Össur er sem kunnugt er formaður heil- brigðisnefndar. Þannig man Garri ekki betur en að Össur hafi einmitt bent á það á þingi í síðustu viku hve brýnt mál lenging fæð- ingarorlofs fyrirburamæðra væri, það skyldi faðir eins og hann manna best. Geðvonskuköst En vegna þess að enginn er fullkominn hljóta menn líka að fyrirgefa Össuri þó hann brjótist stundum undan fargi góðmennskunnar ann- að slagið og skrifi pistla sem mannfyrirlitning, hroki og sjálfumgleði geislar af. Þessum pistlum Össurar hefur heldur verið að fjölga upp á síðkastið samfara því að hann settist í ritstjóra- stólinn á Alþýðublaðinu. En Össuri er þó ekki alls varn- að, jafnvel ekki í geðillsku köstunum sínum. Hann hef- ur sem betur fer vit á því að vera ekki að spilla góð- mennskuímynd sinni með því að gangast við skrifun- um og hefur þau því að sjálfsögðu nafnlaus í blaði sínu. Þannig hefur honum tekist að halda uppi merkj- um fyrirmyndarföðurins, sem Ómar Ragnarsson er sagður sjá sig knúinn til að syngja um. Garri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.