Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 3
^Dagur-'SItmmn Þriðjudagur 8. apríl 1997 - 3 Versta afkoma ÚA í tvo áratugi í fyrra. Rekstrarafikoma Útgerðar- félags Akureyringa hf. ár- ið 1996 var sú versta í tvo áratugi og var félagið gert upp með 123,5 milljóna króna tapi og 266 milljóna króna tapi af reglulegri starfsemi sem nam 20 milljónum króna árið 1995. Þetta er mun verri afkoma en gert var ráð fyrir í upphafi árs- ins 1996 vegna hlutafjárútboðs félagsins, en þar var gert ráð fyrir 100 milljóna króna hagn- aði. Fyrstu sex mánuði ársins 1996 nam hagnaður ÚA og dótturfyrirtækja þess, Mecklen- burger Hochseefischerei GmbH (MHF), Laugafisks hf. og SÚA hf. 53,8 milljónum króna svo breytingin er veruleg. Rekstrar- tekjur móðurfélags námu 2,8 milljörð- um króna sem er 419 milljóna, 12,8%, samdráttur milli ára; rekstrar- gjöld voru 2,6 milljarðar króna og höfðu lækkað um 6,5%. Heildar- velta samstæðunn- ar nam 5,2 millj- örðum króna og dróst saman um 442 milljónir króna milli ára. MHF græðir MHF var gert upp með 39 millj- óna króna hagnaði á sl. ári en tap varð af reglulegri starfsemi að upphæð 136 milljónir króna. Félagið seldi eitt skip á árinu og er með fimm í rókstri. „Landvinnslan stóð ekki und- ir þeim væntingum sem gerðar voru til hennar og úthafsveið- arnar komu mjög illa út. Pau fyrirtækja sem hafa fyrst og fremst uppsjávarfiskakvóta eru að skila glæsilegum árangri og áætlanir Þjóðhagsstofnunar segja þau rekin með 27% hagn- aði en landvinnslan rekin í dag með 10% hagnaði. Þessi af- koma leiðir ekki hugann að því að vinnslan verði færð í auknu mæli út á sjó, en við erum að snúa við dæminu og þar skipta þrjú atriði mestu máli. f fyrsta lagi almennar hagræðingarað- gerðir sem hófust sl. haust er löndunardeildin var lögð niður; í öðru lagi er einu skipi, Sól- baki, lagt og sett á söluskrá, sem styrkir rekstrargrundvöll þeirra skipa sem áfram verða í rekstri og í þriðja lagi verður sett upp ný vinnslulína í júh'- mánuði sem skila mun viðun- andi afkomu í landvinnslunni,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA. GG Hjálparstofnun kirkjunnar Fatasöfnun Flóttamenn eru nú fleiri en oft- ast áður og það fólk skortir nánast alla hluti. Hjálparstofnun kirkjunnar ýtir af stað átaki til hjálpar og er óskað eftir hreinum og heilum fatnaði og góðum skóm. Safnað verður í Reykjavík, á Akureyri, fsafirði og Egilsstöð- um á fimmtudag, föstudag og laugardag. Gámum verður komið fyrir við kirkjur á fyrrgreindum stöðum og tekur starfsfólk kirknanna við fötunum sem síðan verður vél- pakkað í Reykjavík til að minnka rúmmál og spara sendingar- kostnað. í fyrsta kasti er ætlunin að senda fatnað til fyrrum Júgóslav- íu, Tjetjeníu og Angóla. Á öllum stöðunum er mikill skortur á fatnaði. Tekið er við fatagjöfum við kirkjurnar á ísafirði, Akureyri og á Egilsstöðum frá kl. 10 til 20 á fimmtudag og föstudag og til kl. 18 á laugardag. Á sama tíma er tekið við fótum í Reykjavík og ná- grannabæjum, í Skútuvogi 1, í Fella- og Hólakirkju, Seltjarnar- neskirkju og Hafnarfjarðar- kirkju. -JBP Guðbrandur Sigurðsson 'ramkvæmda Hf stjóri „Ný vinnslulína í sumar sem skila mun viðunandi ajkomu í landvinnslunnL Ekk- ert sumarafleysinga- fólk verður ráðið. “ Pólitík * ’ Heilbrigði UMF-Selfoss Átak gegn klamýdíu í fyrra smituðust 1400 manns af klamýdíu. Meira en 30 nýir og af- ar smitandi sjúkdómar gert vart við sig í heim- inum á sl. 20 árum. Gróska norðanlands Gróskufélagar á Norður- landi heldu á sunnudag opinn kynningarfund á Café Menningu á Dalvík. Fund- urinn var liður í undirbúningi að stofnun Norðurlandsdeildar Grósku og var vel sóttur. Sér- stakur gestur var Svanfríður Jónasdóttir, alþingsmaður, en hún er yfirlýstur stuðningsmað- ur samtakanna og áhugamaður um samfylkingu á vinstri vængnum. Einnig stendur til að halda fund í Ólafsfirði, en stofn- fundur Grósku á Norðurlandi verður 1. maí. Gróska liggur einnig í loftinu á Vestíjörðum þar sem undirbúningur að stofnfundi er vel á veg kominn. HeUbrigðisyfirvöld ætla að ráðast í sérstakt átak gegn útbreiðslu kynsjúk- dómsins klamýdíu, en á sl. ári smituðust um 1400 íslendingar af þessum sjúkdómi. Þótt sýk- ing af völdum klamýdíu sé ein- att einkennalítil getur hún vald- ið miklum skaða og m.a. leitt til ófrjósemi hjá báðum kynjum. Þessi sjúkdómur lýsir sér mjög svipað og lekandi, enda berst hann oft samfara honmn og er algengasti kynsjúkdómur á Vesturlöndum. Samkvæmt ákvörðun Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar var dagurinn í gær, 7. apríl, til- einkaður smitsjúkdómum og viðbrögðum við þeim. Á sl. 1400 ný tilfelli - passar þú þig? tveimur áratugum hafa meira en þrír tugir nýrra og afar smit- andi sjúkdóma gert vart við sig í heiminum. Hérlendis hafa smitsjúkdómar á borð við klamýdíu, alnæmi og lifrar- bólgu C verið töluvert vanda- mál. Ennfremur hefur heila- himnubólga af völdum svo- nefndrar „meningókokka" bakteríu verið landlæg og hætta á farsótt verið yfirvofandi und- anfarin ár. Þá hyggjast íslenskir læknar taka þátt í samstarfsverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar við Eystrasaltsríkin á sviði sótt- varna. í þessum fyrrum Sovét- ríkjum eru smitsjúkdómar mik- ið vandamál. Meðal annars munu íslensku læknarnir verða með í sérstöku átaki gegn út- breiðslu berkla og baktería sem eru ónæmar gegn sýklalyfjum. -grh Kjarasamningar Atkvæði greidd Byggir félagsmiðstöð A llsherjaratkvæðagreiðsla /\ um nýgerða kjarasamn- M \inga hjá Dagsbrún-Fram- sókn stendur yfir næstu daga og lýkur nk. fimmtudag, 10. apríl. í þessari viku verða einnig greidd atkvæði um kjarasamninga Verkamannasambandsins, Sam- iðnaðar og Landssambands verslunarfólks. f samkomulagi þessara hópa um afgreiðslu kjarasamninga er stefnt að því að atkvæðagreiðsl- um verði lokið eigi síðar en kl. 22 nk. mánudagskvöld, 14. apr- fl. Atkvæði verða talin daginn eftir og úrslit tilkynnt ríkissátta- semjara kl. 16 sama dag. Ef samningarnir verða felldir koma frestaðar vinnustöðvanir til framkvæmda eftir viku þar í frá, hafi ekki samist fyrir þann tíma. í allsherjaratkvæðagreiðslu þurfa minnst 20% félagsmanna sem eru á kjörskrá að greiða at- kvæði til að hægt sé að fella samningana. f póstatkvæða- greiðslu er hinsvegar ekkert lág- mark um þátttöku, heldur ræð- ur þar einfaldur meirihluti. Mis- jafnt er eftir félögum hvort formið er notað í atkvæða- greiðslum um kjarasamningana. -grh Ekki fýsileg leið að lýsa knattspyrnu- eða hand- knattleiksdeildir UMF-Selfoss gjaldþrota þrátt fyrir slæma fjárhagsstöðu. Skuldir knattspyrnudeildar Ungmennafélags Selfoss námu um 12 milljónum króna árið 1989 en með þrot- lausu starfi hefur tekist að vinna þær skuldir niður í 8 milljónir króna. Meginástæða mikillar skuldasöfnunar voru tilkomnar vegna kaupa á júgó- slavneskum leikmönnum og óá- byrg vinnubrögð sem m.a. fól- ust í lítilli framtíðarsýn. Gerður hefur nú verið auglýsingasamn- ingur fram í tímann við íslands- banka sem færa á skuldirnar niðm- um allt að 80%. Gjald- þrotaleiðin var hugleidd fyrir knattspyrnudeildina en þótti ekki fýsileg þar sem félagið sjálft hefði þá dregist inn í það. Handknattleiksdeild félagsins skuldar nú liðlega 7 milljónir króna og stendur illa, ekki síst í ljósi þess að næsta vetur leikur félagið í 2. deild sem táknar þverrandi tekjur. Einnig hefur uppgjör vegna kröfu skattyfir- valda vegna staðgreiðslu skatta vegna launa þjálfara verið deildunum erfið, en það mál er í höfn. Rekstur aðalstjórnar gengur vel og á þessu vori verður hafist handa við byggingu félagsmið- stöðvar og búningsherbergja við íþróttavöllinn í samvinnu við Selfossbæ. Stefnt er að því að taka húsið í notkun um næstu áramót, en kostnaðar- áætlun hljóðar upp á 32 millj- ónir króna. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.