Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 6
6 - Þriðjudagur 8. apríl 1997
Jlctgur-Œhmrat
FRETTIR
Sjónvarpið
MYnd: Hilmar
Efa-
semdir
útvarps-
ráðs
Valgerður
Jóhannssdóttir
skrifar
Kristileg“ mynd með Jóni
væna og félögum að
skjóta mann og annan
varð óvænt seinni laugardags-
mynd Sjónvarpsins um helgina,
þótt fram kæmi í dagskrárkynn-
ingu dagblaða að sýna ætti hina
umdeildu mynd Martins Scors-
ese „Efasemdir Krists." Og það
var Spaugstofunni að kenna
eða þakka - allt eftir því hvern-
ig á það er litið.
Eins og frægt er orðið fór
páskaþáttur Spaugstofunnar
mjög fyrir brjóstið á mörgum.
Biskupinn kvartaði yfir þættin-
um við útvarpsráð og afrit af
kvörtun hans fór til Rikissak-
sóknara. Hann ákvað síðan að
láta fara fram opinbera rann-
sókn á því hvort spaugararnir
hefðu gerst sekir um guðlast.
Ekki voru menn fyrr búnir að
melta þessi tíðindi, en það frétt-
ist að Sjónvarpið hefði á síðustu
stundu hætt við að sýna mynd
Scorsese. „The Last Tempation
of Christ" heitir hún á frummál-
inu, en „Efasemdir Krists" á
ástkæra ylhýra máhnu. í henni
er lögð áhersla á manninn
Jesú, fremur en guðlega hlið
hans og sagt frá efasemdum,
sem hann giímir við þegar hann
gerir sér grein fyrir að hann er
guðs útvaldi sonur. Það sem fór
ekki síst fyrir brjóstið á trúuð- •
um voru atriði í myndinni sem
sýndu Jesú giftan, ekki bara
einni konu heldur tveimur, og
margra barna föður.
Myndin var gerð 1988 og
hefur alltaf verið umdeild og
sýningar á henni reyndar sum-
staðar bannaðar. Hún var sýnd
í Laugarásbíói fyrir nokkrum
árum, en þetta er í annað sinn
sem hætt er við að sýna hana í
sjónvarpi, því Stöð 2 tók hana
út af dagskrá sinni fyrir 6 ár-
um, vegna mótmæla áhorfenda.
Friðsamur öldugangur
Hinrik Bjarnason, dagskrár-
stjóri Sjónvarpsins, segir að
hálfum mánuði fyrir páska hafi
komið til álita að hætta við sýn-
ingu myndarinnar, því þá hafi
verið orðið ljóst að stórmyndin
um Davíð konung, sem átti að
vera hápunktur páskadagskrár-
innar, yrði ekki tilbúin, en sýna
hafi átt þessar 2 myndir í sam-
hengi. Það var samt sem áður
ekki gert. „Síðan varð því miður
umræðan í samfélaginu um
guðlast og kristindóm með
þeim hætti, að ég taldi að það
væri að hella olíu á eld að sýna
þessa mynd ofan í það. Það var
ástæðan fyrir því að ég skipti
um mynd,“ seg- ______________
ir dagskrár-
stjórinn og tek-
ur skýrt fram
að í þessu felist
ekki nein af-
staða til mynd-
arinnar sjálfrar.
Hinrik minn-
ist þess ekki að
hafa áður kippt
mynd af dag- ________________
skrá á þessari --------------
forsendu, enda komi svonalag-
að ekki oft upp. „Hins vegar
man ég eftir mörgum illvígari
snerrum út af dagskráratriðum.
Þetta hefur í sannleika sagt
verið mjög friðsamur öldugang-
ur,“ segir hann og vísar þar í þá
mörgu sem hringdu í hann útaf
fyrirhugaðri sýningu á mynd-
inni. „Það voru málefnalegar og
ágætar umræður, þótt sumum
lægi mikið á hjarta." Því hefur
verið haldið fram að geistlegir
menn og veraldlegir hafi beitt
Sjónvarpið miklum þrýstingi í
þessu máli, en það segir Hinrik
að sé „þvættingur."
Ritstjórn ekki
ritskoðun
Hinrik vill ekki kannast við að
hafa ástundað sjálfsritskoðun
eða að það hafi verið gungu-
skapur að láta undan „öldu-
ganginum,“ sem fylgdi Spaug-
stofuþættinum margumrædda.
„Þessi ritskoðun sem menn
kalla svo, er að mínu viti bara
ritstjórn. Líkt og þegar ritstjóri
h'tur á síðustu stundu yfir síðu
og sér þar grein sem hann telur
að falli ekki að öðru því sem er
í blaðinu og best sé að geyma til
betri tíma.“ Hinrik segir „Efa-
semdir Krists“ athyglisverða
mynd, sem eigi sér sinn sess í
kvikmyndasögunni. Það hafi
verið vitað þegar ákveðið var
að taka hana til sýningar, að
hún væri umdeild. „Ég velti því
ekki fyrir mér til hvers þyrfti
hugrekki. Ég velti fyrir mér til-
Útvarpsráð vildi kvikmyndina umdeildu
um Efasemdir Krists burt úr sjónvarps-
dagskránni, en telur ekki ástæðu til að
álykta um páskaþátt Spaugstofunnar,
úr því lögreglan er komin í málið.
tekinni stöðu í samfélaginu. Ég
vissi að ég var með í höndunum
efni, sem var líklegt til að verða
enn frekari oh'a á eld í umræðu,
sem ég held að hafi í raun verið
komið langt út fyrir það sem
Spaugstofuþátturinn gaf tilefni
til. En myndinni var skipt út
vegna þess að hún hefði ekki
getað notið sannmælis við þess-
ar kringumstæður."
Hinrik segir ekki ljóst hvort
eða hvenær „Efasemdir Krists“
verður sýnd, en málalok í
Spaugstofumálinu hafi engin
áhrif á það. „Nei ég tel ekki að
sú rannsókn hafí neitt með sýn-
ingu þessarar myndar að gera.
Afstaða hins opinbera til sýn-
ingar hennar liggur þegar fyrir.
Sú afstaða var tekin þegar
myndin var á sínum tíma sýnd í
Laugarásbíói. Kvikmyndaeftirlit
ríkisins hefur skoðað hana og
dæmt hæfa til sýninga fyrir 16
ára og eldri. Það er alveg ljóst.“
Kristilegt eður ei
Útvarpsráð tók í gær fyrir áður-
greinda kvörtun biskups (sjá.
bls. 9) yfir páskaþætti Spaug-
stofunnar.
Um það spunnust hvorki
langar né strangar umræður
heldur var formanni ráðsins,
Gunnlaugi Sævari Gunnlaugs-
syni, falið að svara henni. f
framhaldi af fundinum skrifaði
hann svo bréf til biskups og
tjáði honum að útvarpsráð sæi
ekki ástæðu til að álykta um
málið, þar sem það væri komið
_______________ í lögreglurann-
sókn. Útvarps-
stjóri skrifaði
biskupi einnig
bréf á svipuðum
nótum, en bætti
við athugasemd
um að úr því
málið væri kom-
ið í rannsókn,
að því er virtist
að tilstuðlan
- biskups sjálfs,
þá vildi hann ekkert segja sem
gæti spillt réttarstöðu þeirra
sem í hlut ættu.
Guðrún Helgadóttir, útvarps-
ráðskona, hefur miklar efa-
semdir um að það hafi verið
rétt að vísa páskaspauginu til
RLR. „Það hlýtur að minnsta
kosti að orka mjög tvímælis
hvort gömlu lagaákvæðin um
guðlast standast ákvæði stjórn-
arskrárinnar um tjáningar-
frelsi. Þegar málið er þar að
auki í höndum ríkissaksóknara,
er auðvitað ástæðulaust fyrir
útvarpssráð að blanda sér í
það,“ segir hún.
En hvað fannst Guðrúnu um
þá ákvörðun að hætta við sýn-
ingu myndarinnar um Efa-
semdir Krists?
„Ég held að það hafi verið
rétt ákvörðun. Það höfðu borist
tilkynningar um að menn ætl-
uðu að halda bænastund fyrir
utan Sjónvarpshúsið vegna guð-
leysis stofnunarinnar. Það er
ekki vilji útvarpsráðs eða ann-
arra að særa trúartilfinningar
landsmanna og ég held að það
hafi verið rétt hjá formanninum
að fara fram á að myndin yrði
tekin út af dagskránni. Útvarps-
ráð ber auðvitað ábyrgð á
henni og við viljum ekki særa
tilfinningar manna. Það er auð-
vitað ævinlega matsatriði hve-
nær ber að blanda sér í dag-
skrána með þessum hætti, en
það voru allir sáttir við að
kippa myndinni út að þessu
sinni. Það þýðir ekki að hún
verði aldrei sýnd.
Við getum svo deilt um hvort
það er kristilegra að horfa á
John Wayne og sveitunga hans
skjóta hvern annan. Mér þótti
það ekki kristilegur þáttur
heldur, en hann virðist ekki
hafa sært neinn. Það er kannski
rétt sem Spaugstofumenn sögðu
á laugardaginn, að shkt er smá-
mál á himnum."
Ekki náðist í Gunnlaug í gær,
en Pétur Guðfinnsson, útvarps-
stjóri, sagði í samtali við Dag-
Tímann í gær, að formaður út-
varpsráðs hefði lagst mjög á þá
sveif, að það væri rétt að hætta
við sýningu myndarinnar. Dag-
skrárstjórinn fékk hins vegar
ekki bein fyrirmæli um að
hætta við sýningu myndarinnar,
heldur tjáði Pétur honum að ef
hann kæmist að þeirri niður-
stöðu, þá hefði hann til þess
stuðning útvarpstjóra og for-
manns ráðsins. Skyndilegt
brotthvarf myndarinnar úr
sjónvarpsdagskránni var svo
rætt á útvarpsráðsfundinum í
gær og segir Pétur að menn
hafi verið sammála um að það
hafi verið besta lausnin í stöð-
unni.