Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 8
8 - Þriðjudagur 8. apríl 1997 íQagur-Œmtnm PJÓÐMÁL iOctgur-Œtmtrat Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aöstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Skáldið frá Fagraskógi talar úr gröf sinni í fyrsta lagi Gegnir það ekki furðu að skáldið frá Fagraskógi tali úr gröf sinni til að kveða embættisfærslu ríkissaksóknara í kútinn? Nei. Sá er munurinn á bókmenntum og blek- burði að þær tala til allra tíma, en klögumál skriffmna eins og bréf Hallvarðar Einvarðssonar tif Rannsóknar- lögreglu ríkisins á ekki einu sinni erindi við samtíma sinn. í sjónvarpsþætti á laugardag kom Gullna hliðið, stað- og stílfært, að kjarna spaugmálaumræðunnar í landinu. Málið sem skekur stoðir kirkju, RÚV og rann- sóknarréttarins, var afgreitt fyrir löngu eins og hvert barn þekkir; það gerði Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. í öðru lagi 0 tempore, o mores! Fyrst er það grínvernd ríksins og nú grínofsóknarréttur ríkisins. Hvílíkir tímar, hvílíkir siðir. Nú tekur þessi vitleysa út yfir allan þjófabálk í frásögu æðstu embættismanna ríkisins af því hvernig þeir hittast í sundi(!) og ráða ráðum sínum. Enginn spaugari er jafn uppáfinningasamur og þeir. Til að fullkomna klandrið tekur dagskrárstjóri Sjónvarps til fótanna undan ofsatrúarhópum og æjatollum sem hamast á saklausum símastúlkum með endurvals- tækni, bannfæringum og brennisteini. í þriðja lagi Er rétt að stofna sérstakan útflutningssjóð til eflingar íslenskri dægurtónlist? Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráð- herra. S Eg hef ekki séð tillög- ur iðnaðarráðherra um þetta mál og get því lítið um það sagt. En menningarafurðir, svo sem tónlist, - sígild og dægurtónhst - myndbönd, bækur og fleiri menning- arafurðir eru markaðs- vara og það er ekki síður hlutverk stjórnvalda að greiða fyrir útílutningi á þeim en hinum hefð- bundna útílutningi sem við þekkjum best. Jón Ólafsson tónlistarmaður. Já, það er mikið af hæfileikafólki í ís- lenskri dægurtónlist sem á fullt erindi til að komast á markað ytra og vantar stuðning til þess. Við getum í því sambandi litið til Svía, sem hafa stutt vel við bakið á sín- um tónlistarmönnum og fengið það þúsundíllt til baka íjárhagslega. ♦ ♦ Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona. Já, þótt fyrr hefði ver- ið. íslendingar standa erlendum þjóðum al- veg á sporði í sköpunar- gleði dægutónlistar - og eiga því fullt erindi á er- lendan markað með sína tónlist. En vanda þarf markaðssetningu þessar- ar tónhstar erlendis - því af nógu er að taka. Einar Örn Benediktsson fv. Sykurmoli. Já, auðvitað á að vera til sjóður sem tónlist- armenn geta leitað til um íjárhagsaðstoð til að fylgja eftir athygli sem þeir kunna að híjóta er- lendis. V Hvað næst? Enginn getur ímyndað sér andartak hvað gerist næst. Sjálfur biskupinn lýsti því yfir í bréfi til Ríkisútvarpsins, sem blaðið birtir í dag, að páskaþátt- ur Spaugstofunnar hefði verið „argasta guðlast". Hvorki meira né minna. En hann hafi aldrei ætlað sér að kæra það. Saksóknari bendir á bréfið, en eins og virtur lögfræðingur segir hefur það ekkert með emb- ættisfærslu hans að gera. Hver hefur burði til að segja: Hættum þessari vitleysu! Enginn. Og niðurstaðan: Biskupinn, staðarhaldarinn í Viðey, Ríkisútvarpið, Rík- issaksóknari og Rannsóknarlögregla ríkisins eru að þjarka við sálina hans Jóns míns! V Stefán Jón Hafstein _____________ ) Guðlasta mest sjálfir „Reyndar hafa fáir menn stund- að eins mikið guðlast á síðustu tímum og sjálfir forsvarsmenn ríkiskirkjunnar. Öll deilumálin hafa verið með þeim endemum að guð hefur áreiðanlega sjálfur íhugað að leggja fram kæru. Ófáir dauðlegir menn kærðu með því að ganga úr hinni ev- angelísk- lútherslu þjóðkirkju." - Vikublaöið um guðlastskæru á Spaug- stofumenn. Himnasendingar „í raun er ekki um að ræða sam- tímagreiðslur námslána í gegn- um bankakerfið heldur ríkis- styrkta einkavæðingu á náms- mönnum. Hvað veldur er vont að sjá, en eitt er víst að ársreikn- ingar bankanna benda ekki til þess að þeir þurfi á þessari himnasendingu að halda.“ - Leiðari Vikublaðsins um Lín-frum- varpið. Frœndur eru frœndum verstir „Danir þröngvuðu upp á okkur ríkiskirkjuna, giftu prestana og hafa allar götur síðan staðið í einhvers konar kynlífsbyltingu. Fyrir nokkrum árum lauk þessu brambolti með samfarasýning- um á sviðum næturklúbba í Kaupmannahöfn. “ - Sigurður Antonson í DV í gær. Hvaða aldamót „Ég hygg að allir geti verið sam- mála um að tugur endi á 10 og tíu tugir á 100. Þar með fer varla milli mála að tuttugustu öldinni lýkur með árinu 2000 og næsta öld hefst með árinu 2001.“ - Sigurður A. Magnússon í DV í gær. N úllpimkturinn staðgóði Einu sinni skrifaði Þórbergur Þórðarson ágæta ritgerð um kontrapunktinn. Þá hafði hann frétt af efnilegum tónlistarmanni sem búinn var að læra um þennan punkt í útlöndum í tvö ár eða lengur. Það vakti að vonum forvitni sveitamannsins að stúdera svo lengi um einn punkt og hlyti sá að vera öðrum punkti merki- legri. Þórbergur skundaði á vit tónlistar- manns sem hann þekkti til að fá nán- ari fréttir af þessum forvitnilega kontrapunkti, sem hægt væri að stúd- era svona lengi um. Ef rétt er munað reyndust svörin ekki auðskilin og varð meistarinn úr Suðursveit ekki mikið nær um hin æðri svið tónlistarsköpun- ar eftir stuttan fyrirlestur um kontra- punktinn. Enda tekur það mörg ár fyr- ir fullgilda tónlistarmenn að læra um kontrapunktinn, svo gagn sé að. Nú þykjast sjálfsagt allir vita tals- vert um kontrapunkt, ekki síst þeir sem lagt hafa sig eftir að fylgjast með samnorrænni spurningakeppni sem nefnd var eftir þessum merka punkti. Niður eða upp í núll En punktarnir sem fyrir ber eru íleiri, svo sem punkturinn yfir iið og enda- punkturinn, sem kannski er ekki alltaf á sínum stað og svo má lengi telja. Einn er sá punktur sem kann að vera öðrum afdrifaríkari og hefur ver- ið mikið notaður í efnahagsumræðu síðari ára og er sumum álíka óskiljan- legur og kontra- punkturinn var Þór- bergi á sínum tíma. Það er núllpunktur- inn. Sj ávarútvegsráð- herrann okkar flutti merka ræðu á merkum fundi fyrir helgina og tilkynnti þar að hagnaður af sjávarútvegi hafi hrokkið úr 1.3 nið- ur í núllpúnkt. Helst er svo að skilja að nýgerðir kjarasamningar hafi sett alla atvinnu- greinina á núllpunkt. Er þá fiskvinnsl- an talin með. í frétt um þennan merki- lega punkt kom svo löng romsa um að að þessi veiðin eða hin veiðin hafi eða muni aukast eða rýrna sitt hvoru meg- in við núllpunktinn. Síðan mun fiskvinnslan rúlla sitt hvoru megin við punktinn og þar sem hún er ofan við hann er gróðinn en tap er fyrir neðan núllpunktinn. Eða svo er helst að skilja á þessu mikla punkta- tali. Rétt reiknað núll í manna minnum mun enginn sjómað- ur eða fiskverkandi tafa tekið sér í munn að eitthvað væri ofan eða neðan við títt- nefndan punkt. Stjórnmálamenn aft- ur á móti binda ávallt miklar vonir við núllpunktinn þegar þeir Qalla um und- irstöðuatvinnugreinina Stundum er það keppikefli lands- feðranna að koma fiskveiðum upp á núllpunkt og svo er líka allt í lagi að húrra sjávarútveginum niður á núll- punkt, eins og nú virðist hafa skeð með kjarasamningum. Þá er hinn vandinn eftir að koma vinnslunni á núllpunktinn, en sums staðar er hún fyrir ofan hann og ann- ars staðar fyrir neðan. Hlutbréf í útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækjum hafa rokið upp úr öllu valdi á síðustu og bestu tímum. Þar er hvergi talað um núllpunkt enda enginn núllbragur á Alla ríka eða þeim Sam- herjaköppum né öðrum þeim sem æsa hlutabréfamarkaði upp úr öllum núll- um og niðursveiflum. Seint mun Þórbergur hafa komist að því hvort hægt væri að fara upp eða niður fyrir kontrapunktinn í músík- menntinni eða hvar hann var yfirleitt staðsettur þar. Núllpunkturinn í útgerðinni og fisk- vinnslunni mun því marki brenndur að það getur verið hvínandi tap á einhverjum greinum og rífandi gróði á öðrum, sem kvað ekkert gera til ef hagspekingar ráðherranna geta reikn- að út núllpunktinn á réttan stað. En hvaða skilning punkturinn sá vekur hjá þeim sem frétta af núll- punkti skiptir litlu máli. Það er nefni- lega núllið sem gildir. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.