Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 7
©agur-ÍEtmmn Þriðjudagur 7. apríl 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Perú Allir undir vopnum í einu landi? Tilræði við Fino vekur deilur Lögregla og stjórnvöld í Albaníu skiptast á ásökunum um mistök í öryggisgæslu. Mikil spenna ríkti í gær í Albaníu daginn eftir að vopnaðir menn vörpuðu handsprengju á bflalest forsæti- ráðherra landsins, Bashkim Fino. Lögregluyfirvöld og emb- ættismenn stjórnarinnar deildu um það hverjir bæru ábyrgð á tilræðinu. Ríkisstjórn Finis sak- aði lögregluna í bænum Sckodra í norðurhluta Albaníu þar sem Fino var á ferð, en lög- reglan sagði sökina hvfla hjá innanríkisráðuneytinu sem hefði veitt lögreglunni rangar upplýsingar um ferðaáætlun Finos og því hefðu nægjanlegar öryggisráðstafanir ekki verið gerðar. Fino hefur verið á ferðalög- um um landið til þess að freista þess að sameina íbúa landsins, en algjör ringulreið hefur ríkt þar frá því í lok janúar. Ofbeldi er daglegt brauð í suðurhluta landsins, þar sem uppreisnar- menn ráða ríkjum sem vilja koma Berisha forseta frá völd- um hið fyrsta. Stuðningsmenn forsetans eru hins vegar í meirihluta í norðurhluta lands- ins, og kom tilræðið við Fino því ráðamönnum nokkuð í opna skjöldu. Meira en 200 manns hafa látið h'fið í átökunum í Albaníu og að minnsta kosti 700 hafa særst frá því að landsmenn misstu stjórn á sér vegna ijár- festingarkerfis sem fór í vask- inn. Meira en 1300 Albanir hafa flúið til Ítalíu og her lands- ins er lamaður vegna brott- hlaups Qölda hermanna. Albanía Flóttaleið undirbúin Gíslatöku- mönnunum í Perú stendur til boða flóttaleið sem ríkisstjórn landsins hefur undirbúið. Ríkisstjórnin í Perú hefur boðið skæruliðunum ,sem halda 72 gíslum í bústað japanska sendiherrans í Lima, upp á flóttaleið sem gerði þeim kleift að yfirgefa landið. Bæði Kúba og Dómi- níska lýðveldið hafa boðið skæruliðunum 15 hæh komist þeir úr landi. Skæruliðar Tupac Amaru hreyfingarinnar hafa haldið gíslunum frá því 17. desem- ber síðasthðinn og hefur ekk- ert gengið í að ná fram lausn í málinu. Þeir 72 gíslar sem enn eru eftir í haldi eru jap- anski sendiherrann ásamt starfsfólki sendiráðsins og japönskum viðskiptamönnum. Forseti perúska þingsins, Victor Joy Way Rojas, sagði í gær að þótt flóttaleið sé til reiðu sé engan veginn víst að það verði til þess að gíslunum verði sleppt og hvatti jap- anska ráðamenn til þess að sýna biðlund enn um sinn. Skæruliðarnir hafa haldið fast við þá upphaflegu kröfu sína að 450 hðsmenn hreyf- ingarinnar, sem eru í fangelsi í Perú, verði látnir lausir, en stjórnvöld í Perú hafa ekki ljáð máls á því. Norður-írland Enn brennur kirkja Kaþólsk kirkja á Norður-fr- landi brann til ösku í-gær- morgun, og var það þriðja kaþ- ólska kirkjan á þremur dögum sem kveikt var í. Kirkjan stóð í björtu báli þegar slökkvilið kom á staðinn og var litlu hægt að bjarga. Kirkjubrennur hafa verið tíð- ar á Norður-írlandi undanfarið. Um páskana kom upp eldur í mótmælendakirkju í austur- hluta Belfast og nokkrum dög- um síðar var kveikt í á nokkr- um heimilum mótmælenda í Tyrone héraði. Síðastliðinn laugardag var síðan kveikt í tveimur kirkjum kaþólskra í vesturhluta Belfast, og í gær var svo kveikt í fyrrnefndri kirkju sem er rétt utan við bæ- inn Tandragee. LÖGGILDINGARSTOFAN Vigtarmenn Námskeið til iöggildingar vigtarmanna verða haldin sem hér segir; ef næg þátttaka fæst!!! Á Akureyri dagana 5., 6. og 7. maí 1997 Skráningu þátttakenda lýkur 25. apríl í Reykjavík dagana 14., 15. og 16. maí 1997 Skráningu þátttakenda lýkur 5. maí Námskeiðinu lýkur með prófi Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingarstofu í síma 568 1122. Aðalfundur Akureyrardeildar RKI verður haldinn í húsnæði deildarinnar þriðjudaginn 15. aprfl 1997 kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Akureyrardeild RKÍ ■4 Atmnnurekstur Framtalsskil - fmm talsforrit Allir þeir sem hafa með höndum atvinnurekstur hafa nú fengið sent áritað nýtt skattframtal rekstraraðila fíSK 1.04. Framteljendur geta í ár valið um hvort þeir telja fram með sama hætti og áður eða telja fram á nýja framtalsforminu fíSK 1.04. Framteljendum sem ekki hafa þegar skilað skattframtali er bent á möguleika á skilum á tölvutæku formi með sérstöku framtalsforriti. Framtalsforritið fæst afhent endurgjaldslaust hjá skattstjórum. Framtalsforritinu fylgja leiðbeiningar um uppsetningu og notkun. Allarfrekari upplýsingar eru veittar hjá ríkisskattstjóra og skattstjórum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.