Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 10
T 10 - Þriðjudagur 8. apríl 1997 Jkgur-ÍEúnhm HANDBOLTI • Úrslitakeppni kvenna Stjarnan lagði íslands- og bikarmeistara Hauka að velli í Strandgötunni, 19:21, í framlengdum leik. Staðan að loknum hefðbundum leiktíma var 18:18. Bæði liðin hafa þar með unnið tvo leiki og þvi er það Ijóst að leikur liðanna í Garðabæ annað kvöld sker úr um það hvort liðið verður íslandsmeistari. Mynawimar HANDÐOLTI • Úrslitakeppni karla HANDBOLTI Jason drjúgur Jason Ólafsson, vinstri handarskyttan sem leikur með þýska 2. deildárliðinu Leutershausen, skoraði ijórtán mörk fyrir lið sitt, í stórsigri á Eitra í suðurriðli deildarinnar. Lokatölur urðu 45:23 og skor- aði Jason tíu af mörkum sínum í fyrri hálfleiknum. Með sigrin- um skaust Leutershausen í toppsætið í suðurriðli deildar- innar. Liðið hefur einu stigi meira en Eisenach, en hefur leikið einum leik fleira. í norðurriðli deildarinnar sigraði Wupperthal Altenholz, 22:17 og heldur toppsæti sínu í deildinni. Ekkert var leikið í þýsku 1. deildinni um helgina, vegna vináttulandsleikja Þýska- lands og Kína. HB Þýskaland/fe BLAK Þróttur R. meistarí Þróttur úr Reykjavík tryggði sér íslandsmeist- aratitilinn í blaki um helg- ina með því að sigra nafna sína frá Neskaupstað í annarri og þriðju viðureign liðanna í úr- slitaleikjunum um íslandsmeist- aratitilinn. Reykvíkingar unnu fyrstu viðureign liðanna 3:0 og þeir léku sama leikinn á Nes- kaupstað á föstudaginn. Reykja- víkurliðið gulltryggði sér síðan titilinn með því að vinna allar þrjár hrinurnar í leik liðanna í íþróttahúsinu við Austurberg á sunnudaginn. Hrinunum lyktaði lauk 15:13, 15:9 og 15:11 HANDBOLTI UMFA-KA Varmá, 1. úrshtaleikur hð- anna um íslandsmeistaratit- ilinn. Bergsveinn og Bjarki gáfuAftur- eldingu tóninn Leikmenn Aftureldingar úr Mosfellsbæ lögðu KA- menn að velli á heimavelh sínum á sunnudaginn, 27:25 og tóku þar með forystuna í einvígi hðanna um íslandsmeistaratitil- inn. Heimamenn, með þá Berg- svein Bergsveinsson markvörð og Bjarka Sigurðsson fremsta í flokki, höfðu yfirhöndina mest allan leiktímann og í leikhléi var staðan 16:12. Heimamenn léku varnarleik- inn mjög framarlega og það gaf þokkalega raun, á meðan að herslumuninn vantaði í vörn norðanmanna. KA-menn léku flata vörn, en þurftu að skipta einum leikmanni út, til að hafa hemil á Bjarka Sigurðssyni, sem var KA-mönnum skeinu- hættur. Aftureldíng byrjaði mun betur, nýtti fyrstu fimm sóknir sínar í leiknum og það var því ahtaf á brattann að sækja fyrir KA-menn, sem lentu snemma íjórum mörkum undir. KA- menn minnkuðu muninn jafn- harðan niður í tvö mörk, en munurinn var fjögur mörk í leikhléi, eftir markvörslu Berg- sveins og mark Sigurjóns Bjarnasonar úr hraðaupphiaupi á lokasekúndum hálfleiksins. Afturelding náði sex marka forskoti, 24:16, þegar langt' var liðið á hálfleikinn og eflaust hafa flestir tahð að orrustan væri töpuð fyrir norðanmenn. Þeir náðu hins vegar að skora níu mörk gegn aðeins tveimur Aftureldingar og það var ekki fyrr en með marki Sigurðar Sveinssonar á lokamínútunni að sigur liðsins var í höfn. Bjarki Sigurðsson og Berg- sveinn voru yfirburðamenn í liði Aftureldingar. Bergsveinn virðist fær um að lesa nokkra leikmenn KA eins og opna bók og Bjarki sýndi oft á tíðum snilidartilþrif í sóknarleiknum. Aðrir leikmenn liðsins eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem skil- aði sér meðal annars í því að leikmenn liðsins voru yfirleitt fyrri til að ná fráköstum, þegar knötturinn hrökk af markvörð- um liðanna og það gaf liðinu nokkur hraðaupphlaup. Slak- asti kafli liðsins var hins vegar í lokin þegar leikmenn hðsins fóru gjörsamlega á taugum og þeir geta þakkað fyrir að hafa ekki fengið oftar dæmda á sig leiktöf og ruðning, þegar ógn- unin var engin í sókninni. Björgvin Björgvinsson var besti leikmaður KA, gífurlega útsjónarsamur, hvort sem hann dreifír sóknarleiknum, er í skyttuhlutverki eða spilar í horninu. Aðrir stóðu honum ekki langt að baki, en voru kannski heldur mistækari á köflum. Vörn liðsins og mark- varsla var sein í gang á sunnu- daginn, en batnaði til muna þegar leið á leikinn. KA-menn sýndu sitt rétta andlit á loka- mínútunum og voru eltki langt frá því að leika það eftir sem Framarar gerðu í oddaleik lið- anna í undanúrslitunum, að knýja fram framlengingu úr vonlítilli stöðu. Miðað við þenn- an fyrsta leik liðanna, má búast við jafnri og spennandi viður- eign liðanna. Það þyrfti ekki að koma neinum á óvart ef KA- menn svöruðu fyrir sig á heimavelli sínum í kvöld. mæta Aftureldingu í kvöld. Mynd: GS ______1, Jóhann Gunnar Jóhannsson og félagar úr KA Gangur leiksins: 2:2, 4:2, 10:6, 10:8, 14:10, 14:12, (16:12), 18:16, 22:16, 24:18, 26:25, 27:25. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 8, Ingimundur Helgason 5/3, Gunnar Andrésson 4, Páll Þór- ólfsson 3, Sigurður Sveinsson 3, Sigurjón Bjarnason 3, Aiexei Troufan 1. Varin skot: Bergveinn Bergsveins- son 17, Sebastian Alexandersson 1/1. Mörk KA: Róbert J. Duranona 8/3, Sergei Ziza 6/1, Jöhann G. Jó- hannsson 3, Leó Örn Þorleifsson 3, Björgvin Björgvinsson 2, Heiðmar Folixson 1, Sverrir Björnsson 1, Jakob Jónsson 1. Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson 6, Hermann Karlsson 7. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson höfðu góð tök á leiknum. Áhorfendur: Rúmlega 600 íkvöld Annar úrslitaleikur 1. deildar karla KA-Afturelding kl. 20.15 HANDBOLTI • Viðureign KA og Aftureldingar Þori engu að spá Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, segist ekki treysta sér til að spá um úrslita- keppnina. Mér fannst sigur Aftur- eldingar tiltölulega ör- uggur. Mér fannst liðið ráða vel við sitt hlutverk, mað- ur á móti manni og var sann- færandi. Ég þori hins vegar engu að spá um framhaldið og það er ómögulegt að spá fyrir um það, hvort liðið verður meistari," segir Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, þegar hann var fenginn til að spá fyrir um úrslitaleiki Aftur- eldingar og KA. Sigurður sagðist hvorki treysta sér til að spá fyrir um leikinn á Akureyri í kvöld, né um það hvort liðið hampar titl- inum. „Þetta verður fyrst og fremst spurning um pressu og trú - að lið geti haldið sínu til streitu og spilað sinn bolta. Ég treysti mér ekki til að spá neinu, en þetta verða aht hörkuleikir. Ég hef trú á því að KA-menn mæti ákveðnari til leiks á Akureyri (í kvöld) held- ur en þeir gerðu í fyrsta leikn- um og það er mjög erfitt að leika á Akureyri," segir Sig- urður. Nokkuð mikið hefur verið rætt um breiddina í leik- mannahópi Aftureldingar, en Sigurður sagðist ekki sjá að hún væri neitt minni hjá KA. „Ég held að KA sé með eina almestu breiddina í deildinni. Þeir eru með menn eins og Sverri Björnsson á bekknum, Jakob Jónsson, Sævar Árnason og Heiðmar Felixson. Ég get ekki séð að breiddin hjá Aftur- eldingu sé eitthvað meiri. Þetta eru hvorttveggja lið með góða breidd. Það sem KA- menn hafa fram yfir Aftureld- ingu er Julian Duranona. Þeg- ar hann nær sér á strik, þá er hann í allt annarri hæð en aðrir leikmenn og geysilega erfitt að ráða við hann. KA- menn eru nokkuð háðir því að Duranona spih vel og Aftureld- ing að sama skapi að Bjarki (Sigurðsson) spili vel,“ sagði Sigurður.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.