Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 9
Jlagur-'Cltmnmi Þriðjudagur 8. apríl 1997 - 9 ÞJÓÐMÁL Broddi talar við biskup Eftirfarandi viðtal var flutt í kvöidfréttum út- varps á föstudagskvöld. Hr. Óiafur Skúlason biskup lýsir þar aðdraganda að því að þáttur Spaugstofumanna laugardagskvöldið fyrir páska var að lögreglumáli. Umrætt bréf biskups til Péturs Guð- finnssonar útvarpsstjóra fylg- ir með. Broddi Broddason fréttamað- ur: Ólafur Skúlason biskup seg- ir að aldrei hafi hvarflað að sér að Spaugstofumenn yrðu kærð- ir til lögreglu fyrir sjónvarps- þáttinn á laugardaginn. Biskup hafi aldrei talað við Hallvarð Einvarðsson ríkissaksóknara um þetta mál, en hvernig stóð á því að bréfið til útvarpsráðs barst ríkissaksóknara? Pað kallast nú tæplega embættis- legt, segir Ólafur Skúlason bisk- up. Hr. Ólafur Skúlason biskup: Séra Þórir Stephensen, sem er vinur minn og hafði talað minnsta kosti tvisvar, þrisvar við mig á laugardagskvöldinu og var í messunni á páskadags- morgun þegar við röbbuðum saman um þetta á eftir og ég kom aðeins inná það í predik- uninni, hitti ríkissaksóknara í sundi á mánudagsmorgninum, þ.e.a.s. annan páskadag, og kom þeim skilaboðum á fram- færi við mig að ríkissaksóknari vildi gjarnan vita hvað gerðist í samskiptum mínum og útvarps- ins. Og ég sagði að það væri al- veg sjálfsagt og það gerðist ekk- ert annað en það að ég sendi Hr. Ólafur Hallvarður Skúlason, Einvarðsson, biskup. ríkissaksóknari. þetta bréf, þ.e.a.s. ég fékk til- mæli um það að hann fengi að fylgjast með þessu, og það var svo langt sem þetta náði frá minni hendi. BB: Var það þá Þórir Stephen- sen sjálfur sem bar bréfið til ríkissaksóknara? ÓS: Nei, nei, það fór frá skrif- stofu minni. BB: En um þessa framvindu, stóð það til af þinni hálfu að þetta bréf til ríkissaksóknara yrði lagt fram til rannsóknar- lögreglunnar þegar væri verið að láta rannsaka hvort þarna væri lögbrot og tugthús hugsan- lega yfirvofandi yfir Spaug- stofumönnum? ÓS: Það hvarflaði aldrei að mér, eins og þú heyrir hvað þetta er óembættisleg framvinda mál- anna. Þetta er maður sem að biður annan mann í sundi um að biðja þriðja mann um eitt- hvað, það hvarflaði aldrei að mér að þetta bréf yrði látið fylgja athugasemdum ríkissak- sóknara til RLR og það hafði ég aldrei verið beðinn um. Allt og sumt sem ég var beðinn um var það að Hallvarður Einvarðsson, fyrir munn Þóris Stephensen, fengi að vita hvað gerðist í sam- skiptum mínum og ríkisút- varpsins. BB: Án þess að þú heyrðir það nokkurn tíman beint frá Hall- varði Einvarðssyni sjálfum? ÓS: Við höfum ekki talað orð um þetta, eða farið nokkur hlutur á milli okkar. Þetta er eingöngu að séra Þórir kom þessum skilaboðum til mín. Hefði ég ætlað mér að kæra þessa góðu drengi þá hefði ég gert það, en það kom aldrei til, ekki einu sinni í sárustu von- brigðunum á laugardagskvöld- inu að ég ætlaði mér að kæra þá. Ég ætlaði að kvarta við rík- isútvarpið, útvarpsstjóra og út- varpsráð en ég ætlaði aldrei að gera þetta að lögreglumáli. BB: Þetta var Ólafur Skúlason biskup. Til skýringar er rétt að taka fram að bréf biskups til út- varpsins var sama morgunn og það var sent, 1. apríl, komið á borð ríkissaksóknara og þaðan var það samstundis sent til Rannsóknarlögreglu ríkisins, um leið og óskað var eftir opin- berri rannsókn á verkum Spaugstofumanna. Því má bæta við þessi mál að spaugararnir hafa mátt sæta upphringingum þar sem þeim er lofað eldslog- um og helvítisvist, þeirra á meðal er Pálmi Gestsson. Hann er í sömu frímúrarastúku og Hallvarður Einvarðsson og séra Þórir Stephensen. „Argasta guðlast Ibréfi sínu til Ríkisút- varpsins lýsir biskup yfir því að hann telji páskaþátt Spaugstofu- manna „argasta guðlast“. Þetta tvítekur biskup o. kallar fleiri til vitnis fimdi í gær samþykkti út- varpsráð að taka ekki af- stöðu til erindis biskups þar sem málið sætti opin- berri rannsókn. Dagur- Tíminn birtir hér bréf biskups tU RÚV: Prólógus Spaugstofunnar Eftirfarandi er inn- gangur Spaugstofunn- ar að uppfærslu á sjónvarpsleikriti sem sýnt var í þætti hennar á laugar- dagskvöld. Leikritið nefnist „Gullna sviðið“ og var það byggt á „Gullna hliði“ Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Skáld: Hulið er margt að baki tím- ans tjalda sem tíðkaðist á eylandinu kalda, er þjóðin tórði við að yrkja Eddur og af sér reyndi’ að hrista slœmar kreddur, það mátti sjá á fólksins hoknu herðum að hér var mikil alvara á ferðum, því veröldina píndu út- og innmein og allra brúnir sigu niðr’á kinnbein. Þó vissu menn af vítis myrkum öflum, sem vildu helst að gengi allt af göflum, og að því kom að ótal litlum djöflum úr opnu víti mokað var í stöflum - þeir hlógu að því sem þjóð- inni fannst brýnast og þeirra eina hugsjón var að grínast. Þeir ortu spaug um rakettur og róna, um ráðherra og trygga kirkjuþjóna, þeir göntuðust með vinnu- deilu’ og verkföll, þá virtist smánin gnœfa hœrra’ en Kverkfjöll. Þeir ollu gnístran tanna, gráti’ og trega og gátu ekkert tekið alvar- lega. Já, þvílíkt fár sem var á mann og mey lagt, fólk muldraði: „Guð, þeim er ekkert heilagt. “ Þá mœltu prestarnir til sauða sinna: Oss sýnist þessu spaugi aldrei linna, en menn sem þóknast Guði emja og œja, en andskotinn villfá oss til að hlœja. Og þjóðin sagði óðar: „Jamm og jœja. “ En þó ífólksins vitund byggi vissa, þá varð þó nokkrum snöggvast á að flissa. Og áfram máttu landsins prestar pínast, því púkar fjandans áfram héldu’ að grínast - En þó kom loksins þar að mœlir fylltist og þjóðarsálin endanlega trylltist menn sáu hnifinn standa’ á kafi’ í kúnni er kónar þessir hlógu’ að þjóðartrúnni. Þá mœltu klerkar: Það er saga segin að syndin verður goldin hinum megin, og fáir hafa feitum hesti riðið sem flissa er þeir berja á gullna hliðið. Já, ritast skal og rímast bæði’ og stuðlast að refsað verður þeim sem iðka guðlast. Nú verður tjaldi lyft og á það litið hve líf þeirra skal hvössum tönnum bitið sem trúna ata vilja vondum rógi, svo vitnað sé í skáld frá Fagraskógi: Þér hneykslist ei, þótt djarft sé myndin dregin og dánir látnir tala - hinum megin. Síst er vort mark að sœra þá, sem trúa, en samt skal djúpið mikla reynt að brúa. Vér blásum lífi í sálma og sagnaspjöldin og sýnum yður heiminn - bak við tjöldin.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.