Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Blaðsíða 12
Clagur-XDmtmt Veðrið í dag Þrwjudagur 8. april 1997 Reykjavík VSV5 VSV3 VSV3 SV3 S3 VSV6 VSV6 VSV3 S4 Línuritin sýna Qögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Vestan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi og skúrir eða él um vestanvert landið en bjart veður eystra. Kólnandi veður í bili. Stykkishólmur Mið Fim Fös Lau m 1 ■ VSV5 VSV4 VNV2 SSV3 S4 VSV6 VSV5 A3 S5 Bolungarvík__________ 9 Mið Fim Fös Lau mnl 5 “i ---- ----------h15 VSV4 SV4 NA3 SSA2 SSV3 VSV4 NV2 ANA3 SSV4 Blönduós SV3 SV2 ANA2 SSV3 Akureyri Mið Fim Fös Lau m ; II VSV4 VSV3 NNV3 SSA3 SSV3 SV3 VSV2 NNA2 SV3 Egilsstaðir____________ ’9 Mið Fim Fös Lau mm 10_1--- ----- ----- -----M5 VSV4 VSV3 NV3 SA2 SV2 SV3 VSV3 NNV2 SSV2 Bmmaaaum Keflavíkurliðið fagnar glæsilegum sigri sínum gegn Grindvíkingum á sunnudaginn. Keflvíkingar unnu allar þrjár viðureignir liðanna. u,na. mm,,, KARFA Eggert ferutan Eggert Garðarson, leik- maður úrvalsdeildar- liðs ÍR, hefur ákveðið að flytja til útlanda í ágúst og mun því ekki leika með liðinu á næsta leiktímabili. Þetta er nokkur blóðtaka fyrir ÍR-inga þar sem Eggert hefur verið einn af þestu mönnum undanfarin ár. Bakvörðurinn knái, Eirík- ur Önundarson, hefur hins- vegar skrifað undir nýjan samning við ÍR og mun hann því væntanlega stjórna leik þeirra hér eftir sem hingað til. Þá hafa ÍR-ingar gengið frá samningi við Antonio Wallejo um áframhaldandi þjálfun liðsins. Wallejo tók við störfum hjá ÍR í haust og voru forráðamenn Breið- holtsliðsins ánægðir með störfhans. gþö Kirkjubæjarklaustur °c Mið Fim Fös Lau mm 5"l----------- ----------- ----------- -----------1-15 V3 V/Sl/3 V3 VSV2 SSV2 VSV3 VSV3 V2 VSV2 Stórhöfði Mið Fim Fös Lau mm ri rn mm • V7 VSV5 V5 VSV4 S4 VSV10 VSV10 V6 SSV6 þvottavélar Hitabreytirofi - Ullarþvottakerfi Rústfrí tromla og pottur Verð frá kr. 39.900 KAUPLAND KAURANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Einstakur árangur Keflavík sigraði í öllum fimm mótum vetrarins. Karlahð Keflvíkinga vann þann einstæða árangur að vinna alla þá titla sem hægt er að vinna á einu keppn- istímabili hér á landi. í úrslita- rimmunni báru þeir sigurorð af Grindvíkingum, fyrrum íslands- meisturum, sem létu íslands- bikarinn af hendi eftir þrjá tap- leiki í röð gegn Keflvíkingum. Þriðji leikur liðanna fór fram í Keflavík á sunnudaginn. Alltof fáir áhorfendur roluðust til þess að mæta í íþróttahúsið í Kefla- vík og sjá þennan úrslitaleik, enda var stemmningin eins og í sunnudagaskólanum hjá Siggu dönsku á Eskiflrði á árum áður. Það var ekki fyrr en á lokamín- útunum að keflvískir áhorfend- ur áttuðu sig á því að lið þeirra var að verða íslandsmeistari. Leikurinn var all vel leikinn af báðum liðum. Fyrri hálfleik- urinn hraður og ekki mikið um stífan varnarleik og því varð stigaskorið með því hærra sem gerist í úrvalsdeildinni. Keflavík leiddi, 62-56, er liðin gengu til leikhlés. Herman Myers bar uppi Grindavíkurliðið, eins og oftast í þessari úrslitakeppni, og skoraði 26 stig í hálfleikn- um. Grindvíkingar mættu vel stemmdir til seinni hálfleiks og ekki liðu margar mínútur þar til þeir höfðu jafnað leikinn og tóku reyndar forystuna um tíma, 64-65. Meistararnir voru þó aldrei langt undan og í hvert skipti sem Grindvíkingar virtust vera að ná sér á strik dældu heimamenn niður þriggjastiga körfum eins og til þurfti. Það var nóg til að draga vígtenn- urnar úr gestunum. í stöðunni 85-86 sögðu gestgjafarnir ein- faldlega bless við gesti sína og sigldu óáreittir að bikarnum sem þeir hömpuðu í leikslok. Þegar Marel Guðlaugsson nær sér ekki á strik og Helgi Jónas er meiddur hlýtur eftirleikurinn að vera auðveldur fyrir Kefla- víkurhraðlestina. Liðin Enn og aftur kom í ljós að mun- urinn á þessum liðum er fyrst og fremst breiddin í leikmanna- hópunum. Keflvíkingar eru með miklu reyndara lið þó svo að þar séu margir kornungir og bráðefnilegir leikmenn oft í lyk- ilhlutverkum. Gunnar Einars- son og Elentínus Margeirsson hafa leikið eins og englar þegar þurft hefur að treysta á þá og Keflvíkingar geta stoltir litið yf- ir ríkidæmi sitt í ungum leik- mönnum, þeir eru alls trausts verðir. Liðið getur sent nánast alla varamenn sína inná án þess að það komi verulega nið- ur á leik þess. Grindavíkurliðið skortir svo sem ekki leikreynslu, ILelgi Jón- as, sem tvímælalaust verður einn besti körfuknattleiksmað- ur landsins, Unndór og Pétur eru allir mjög sterkir framtíðar- leikmenn og hafa allir leikið með liðinu í nokkur ár. En þeir eru ungir og hafa því ekki sama þroska og lykilmenn Keflvík- inga. Jón Kr. Gíslason er ald- ursforseti liðsins og hefur verið kjölfesta Grindvíkinga í úrslita- keppninni og ef ekki hefði notið leikreynslu hans ásamt frá- bærri þjálfun Friðriks Inga er erfitt að ímynda sér Grinda- víkurliðið sem silfurlið lýðveld- isins 1997. Friðrik Ingi hefur náð 120% nýtingu út úr sínum mönnum í ár. Á því er enginn vafi. Stuðningsmenn Grindvík- inga geta því horft bjartsýnir inn í framtíðina. Ilún er þeirra. Enda sagði stuðningsmaður Grindvíkinga nr. 1 : - Keflvík- ingar geyma bikarinn í eitt ár meðan við þurrkum rykið úr hillunni og stækkum plássið fyr- ir væntanlegar vegtyllur." Dómararnir Kristinn Albertsson og Leifur Garðarson dæmdu leikinn eins og þeir væru fæddir til þess. Leikurinn fékk að rúlla án nokkurrar smámunasemi af þeirra hálfu. Reyndar má segja það sama um alla leiki þessara liða í úrslitunum, þeir hafa ver- ið mjög vel dæmdir miðað við það sem gerist hér á landi. Maður leiksins: Herman My- ers Grindavík. Hann skoraði 44 stig sem er met í úrslitaleik, gamla metið átti Jonathan Bow með Keflavík 1993, auk þess að hirða 20 fráköst og verja 4 skot í leiknum. gþö

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.