Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Síða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Síða 2
14 - Þriðjudagur 22. apríl 1997 |Diigur-'3Rnróm LÍFIÐ í LANDINU Úr dagbók lögregluimar á Akureyri Segja má að þessa viku hafi óvenju fá verkefni komið til bókunar hjá lögreglu en þau voru talin 235. Það vita nú orðið flestir sem þessa pistla lesa að flest verkefnin koma úr umferðinni. Frá þeim málaflokki er helst að segja að 25 öku- menn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, 11 fyrir að hafa ekki ökuskírteini sín meðferðis, 5 fyrir að nota ekki öryggis- belti, 5 fyrir að nota ekki ökuljós, 4 fyrir að aka undir áhrifum áfengis, 3 fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, 2 fyrir að aka réttindalausir eftir að hafa áður ver- ið sviptir ökuréttindum, 1 fyrir akstur mót rauðu ljósi, og 1 fyrir að aka númerslausri bifreið. Bifhjólaslys Skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið þar sem van- rækt hafði verið að færa hana til aðalskoðunar 1997 og af annarri sem vanrækt hafði verið að færa til end- urskoðunar á réttmn txma. Nú mega eigendur ökutækja sem hafa tölustafinn 1 í enda skráningar- númers fara að huga að ökutækjum sín- um en þeir höfðu marsmánuð sem síð- asta mánuð til að færa ökutækin til að- alskoðunar 1997. Þrátt fyrir mikinn hraðakstur í vik- unni voru aðeins 3 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar. Þar af varð eitt slys laugardaginn 19. apríl sl., kl. 17:52, á Gránufélagsgötu við Hólabraut. Þar virðist ökumaður bifhjóls hafa misst vald á því, lent á gangstéttarbrún og ljósa- staur. Bifhjólið mun síðan hafa kastast nokkra vegalengd og hafnað iim í nær- liggjandi húsagarði. Ökumaður bifhjóls- ins, sem talinn var mikið slasaður, var fluttur á slysadeild FSA með sjúkrabif- reið. Puttalangir seilast í reiðhjól Af öðrum málaflokkum er það að segja að í 10 tilfellum var tilkynnt um minrn- háttar eignaspjöll, 7 þjófii- aðir voru kærðir og virð- ist sælast að stela reiðhjólum. Eigendur slíkra fáka ættu því að huga vel að þeim og muna að læsa þeim. Tilkynningar bár- ust tvisvar til lögreglunnar um grunsam- legar mannaferðir, einu sinni um af- brigðilega hegðun einstaklings á al- mannafæri og í einu tilfelli um að- finnsluvert háttalag einstaklings. Ah! læsti lyklana inni Skráðar eru 4 leitir og eftirgrennslanir á fólki og 2 af ökutækjum. Tilkynnt var tvisvar um lausagöngu dýra en oft vill það bregða við að kvartað er undan lausum hundum og köttum. Ef lögregla nær að handsama slík dýr þá er þeim komið fyrir í geymslu Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar. Ovenju margir ökumenn læstu kveikjuláslykla sína inni í bifreiðum sín- um. Þannig voru 13 læstar bifreiðar opnaðar og 2 íhúðir. Fjósbruni Slökkvilið Akureyrar var aðstoðað 6 sinnum og var þar um að ræða bráðaútköll vegna hjartatilfella eða einhverskonar veikinda. Tilkynnt var um tvo minni- háttar bruna og einn stór- bruna. Sá bruni átti sér stað fram í Leyningi, Eyjaljarðarsveit, þriðju daginn 15. apríl sl. Til- kynning barst um elds- voðann kl. 04:11 og fór Slökkvilið Akureyrar á staðinn ásamt Slökkviliði Eyjaíjarðar. Þarna var laus eldur í íjósi sem er áfast fjárhúsi og hlöðu. Slökkvi- starfi lauk um kl. 05:40 og virðast skemmdir aðalega hafa orðið á fjósi en í því drápust 23 mjólkandi kýr, 5 geld- neyti og 6 smákálfar. Fullur á stolnum bíl í vikunni voru höfð afskipti að þremur einstaklingum sem vegna ölvunar- ástands og annarra leiðinda þurftu að gista fangageymslur lögreglunnar. Tvisvar þurfti að stilla til friðar í heima- húsum vegna ófriðar og í einu tilfelh þurfti að biðja húsráðanda að lækka í hljómflutningstækjum sínum svo grann- ar hans gætu sofið í friði. Helgin gekk vel fyrir sig og bar fátt til tíðinda. Þó má nefna að sunnudags- morguninn 20. apríl, kl. 05:46 var ölvað- ur ökumaður á stolinni bifreið handtek- inn. í ljós kom að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi í Varmahlíð, Skaga- firði, sl. föstudag. Þá hafði ökumaður lent í árekstri á henni og reyndist ekki hafa réttindi til aksturs bifreiða. Öku- maður var handtekinn og fékk að gista fangageymslu lögregl- unnar. Hann var íTT síðan yfirheyrður um málið hjá rann- sóknardeild lög- reglunnar. M.A. Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík Helgin var tiltölulega róleg ef und- an er skilin ölvun fólks og ölvun- artengd mál. Lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af 47 einstakling- um vegna ölvunar á almannafæri og þeir þurftu 22 sinnum að fara á vettvang eft- ir að kvartað var um hávaða og ónæði að kvöld- og næturlagi. í langflestum til- vikum reyndist vera um ölvað fólk að ræða er ekki kunni að taka tillit til ann- arra. Níu ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Tilkynnt var um 7 líkamsmeiðingar til lögreglu og 17 eignarspjöll. í flestum tilvikum var um rúðubrot að ræða. Auk þessa var tilkynnt var um 7 innbrot, 11 þjófnaði, 5 nytja- stuldi og eitt rán. Vista þurfti 38 manns í fanga- geymslunum um helgina. Nagla- dekkin burt Lögreglumenn þurftu að kæra 29 ökumenn fyrir að nota ekki bílbelti og 12 aðra fyrir of hraðan akstur. Skrán- ingarnúmer voru tekin af nokkrum öku- tækjum vegna vanrækslu á að færa þau til að- alskoðunar. Þá eru lögreglumenn farnir að huga að ákvæði reglna um notkun nagladekkja, en skv. þeim má ekki aka um á slíkum búnaði eftir 15. apríl nema aðstæður geri það nauðsyn- legt. Sektir fyrir að aka um á negldum hjólbörðum eftir þann tíma eru kr. 2500 fyrir hvern slíkan. Loftriffill Á föstudag losnaði hjól undan bifreið, sem ekið var um Höfðatún með þeim af- leiðingum að það fór yfir umferðareyju og hafnaði á mannlausri bifreið á bif- reiðastæði handan götunnar. Nokkrar skemmdir hlutust af. Síðar um daginn þurftu tveir aðilar að leita á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatna- mótum Furumels og Hringbrautar. Alls var tilkynnt um 24 umferðaróhöpp til lögreglunnar í Reykjavik um helg- ina. Um kvöldið var hald lagt á loftriffil í Vesturbænum, sem tveir piltar höfðu notað til að skjóta með á rúður í nálægu húsi. Lána óláns- mönnum bíla Á laugardag stöðv- uðu lögreglumenn bifreið, sem lýst hafði verið eftir sem stolinni. Mennirnir höfðu fengið bifreiðina lánaða á bílasölu og voru að sögn á leið til Keflavflcur til að kaupa fíkniefni. Mennirnir voru færð- ir á næstu lögreglu- stöð. í tveimur tilvik- um af fimm höfðu bif- reiðar verið fengnar að láni á bflasölum, en ekki verið skilað aftur. Slík tilvik koma ítrekað upp, en svo virðist sem bflasalar hafi of lítið eftirlit með þeim, sem fá bfla að láni. Aðfararnótt sunnudags var ráðist á mann á veitingahúsi við Bergstaðastræti og honum veittur áverki á hálsi með glasi eða flösku. Flytja varð manninn á slysa- deild, en hann var ekki talinn í lffshættu. Árásar- aðihnn fór af vett- vangi, en vitað er hver hann er. Migu á mann Fjórir unghngar voru staðnir að því að sniffa af gasi í húsi við Fffusel aðfaranótt sunnudags. Þrír þeirra hlupu á brott áður en að var komið, en 14 ára drengur var handtekinn og færður í Breiðholtsstöð þangað sem hann var sóttur af foreldri sínu. Um fimmleytið á sunnudagsmorgun komu lögreglumenn að tveimur ungum mönnum í Austurstræti þar sem þeir stóðu og migu yfir þann þriðja, sem lá víndauður fyrir fótum þeirra. Hjá stóðu tvær ungar stúlkur og virtust hafa gam- an af. Lítil tengsl við börnin Skv. rannsókn eru einungis u.þ.b. 26% feðra hér á landi í eðlilegum eða góðum tengslum við börn sín, tilfinningaleg tengsl mæðra og barna eru bæld, nær 50% hjónabanda endar með skifnaði, samskipti kynjanna virðast verulega ábótavant í samfélagi þar sem allt er til sölu og varla nokkur maður hefur áhuga á því sem ekki kostar eitthvað. Grunn- gildin, er undirbúningur fífsins og sam- skipti fólks byggist síðan á, virðast hafa gleymst. Þessar upplýsingar, auk margra fleiri athyglisverðari, komu fram á mál- þingi um samfélagsmyndina, sem haldið var í Skálholti nýlega. Ó.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.