Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Page 8
20 - Þriðjudagur 22. apríl 1997 iDagur-ÍEímmn Líst vel á sumarið 1907 Það verður nóg um að vera í Borganesi í sumar. Landsmót UMFÍ verður haldið þar fyrstu helgina í júlí og knattspyrnulið Skallagríms leikur í fyrsta sinn í Sjóvá-Almennra deildinni. Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Skallagríms, bíður skemmtilegt og spennandi sumar en hvemig lýst honum á þann mannskap sem hann hefur í höndunum? „Mér líst bara mjög vel á þann mannskap sem ég hef. Við héldum öllum frá því í fyrra og svo hafa komið íjórir, fimm nýjir leikmenn sem koma til með að gefa okkur meiri breidd og styrkja hópinn.“ Hvar sérðu liðið fyrir þér í deildinni í sumar? „Við förum bara af stað fullir bjartsýni og við höfum engu að tapa. Við vitum að fyrsta árið í Sjóvá-Almennra deildinni verður erfitt en ég er ekkert hræddur um að liðið eigi ekki eftir að standa sig.“ Heldur þú að deildin verði jöfn og spennandi í sumar eða koma lið eins og KR og Skaginn til með að stinga af? „Ég held að það verði kannski KR, ÍA, Leiftur og ÍBV sem komi til með að verða í toppbarátunni en hin liðin verða öll mjög jöfn. Þessi fjögur lið virðast eiga lang mest af peningum og það er erfitt fyrir hin liðin sem hafa minna Qármagn að keppa við þau. Ég held samt að deildin eigi eftir að verða jafnari en oft áður.“ Hvernig hefur ykkur gengið á undirbúningstímabilinu? vel.“ „Okkur hefur gengið mjög Umsjón Jóhann Ingi Árnason s: 568-2929 UNGMENNAFELAG ISLANDS Olafur Jóhannesson hefur verið að gera góða hluti með lið Skallagríms en liðið leikur í sumar meðal þeirra bestu í Sjóvá-Almennra deildinni. Engar breytingar hjá UMSE Engar breytingar urðu á stjórn UMSE á ársþingi sambandsins sem haldið var fyrir stuttu. Á þinginu var íþróttamaður UMSE valinn og að þessu sinni hlaut Aðalsteinn Bernharðsson nafnbótina. Iþróttamenn einstakra greina voru einnig valdir og svo vinnuþjarkur ársins sem að þessu sinni var Vilhjálmur Björnsson. Þing USVS og ULA voru haldin um síðustu helgi en þar voru þeir Árni Böðvarsson, USVS, og Einar Már Sigurðarson, UÍA, endurkjörnir formenn. Hildur Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri UMSE og verður svo áfram. Jósavin Arason var endurkjörinn formaður UMSE en engar mannabreytingar urðu á stjórn sambandsins. íþróttamenn einstakra greina hjá UMSE voru: Hestaíþróttir Stefán R. Friðgeirsson Bridds Jóhann I.V. Magnússon Skák Guðmundur F. Hansson Skíði Björgvin Björgvinsson Golf Andri Geir Viðarsson Knattspyrna Jón Örvar Eirfksson Knattspyrauvertíðin hafin Ungmennafélögin búa sig nú undir knattspyrnuvertíðina sem hefst að fullu þann 19. maí næstkomandi. Leiftur á Ólafsfirði kemur sterkt til leiks í vetur og ekki ólíklegt að þetta „litla" lið komi til með að veita risunum KR og Akranes harða keppni um íslandsmeistaratitilinn. Landsliðsmaðurinn Arnar Grétarsson er að ieika í fyrsta sinn fyrir annað lið en Breiðablik og það verður fróðlegt að sjá hvort hann kemst í sitt besta form í sumar. Hvað finnst ungmennafélaganum? Hvað hefur Skinfaxi, tímarit Ungmennafélag íslands, komið út lengi? (Rétt svar: 88 ár) Páll Pétursson stjómarmaður UMFÍ Skinfaxi er eitthvað nálægt því að vera 80 ára gamall. Einar Ole Pedersen formaður UMSB Síðasta blaðið kom út fyrir hálfum mánuði. Er það ekki það sem þú áttir við? Ef ég tala að alvöru þá held ég að hann sé eitthvað um 80 ára gamall. Kristján Yngvason stjómarmaður UMFÍ Skinfaxi er rúmlega 80 ára gamall. Fréttir Austri - ULA fréttir Tekist hefur samstarf milli vikublaðsins Austra og Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands um að einu sinni í mánuði verði birtar fréttir af vettvangi UÍA. Stjórn UÍÁ fagnar þessu samstarfi og vonar að það verði til að eíla fréttaflutning af íþrótta- og ungmennafélagsstarfsemi á Austurlandi. Áformað er að Austri - UÍA fréttir komi út í kringum hver mánaðarmót og að blaðinu verði dreift á hvert heimili á svæði UÍA. (Austri) 120 þátttakendur Alls kepptu 120 glímu- menn af báðum kynjum á fimmtíu ára afmælismóti Landsflokkaglímunnar sem haldið var fyrir stuttu. Það er greinilegt að uppsveifla er í glímunni á íslandi og gaman að sjá svo marga unga og efnilega ghmu- menn eigast við en alls voru fimmtán íslandsmeistarar krýndir í öllum aldurs- og þyngdarflokkum. Stjarnan í úrslitum Ungmennafélagið Stjarnan úr Garðabæ þarf ekki að kvíða framtíðinni hjá blakliði fólagsins. Strákarnir kepptu til úrslita um íslandsmeistaratitilinn við Þrótt Reykjavík um síðustu helgi og þrátt fyrir að hafa tapað leiknum 3-0 er ljóst að þarna er á ferðinni mjög ungt og efnilegt lið. Einar Gunnar og félagar hjá Aftureldingu fá nýjan þjálfara fyrir næstu leiktíð. Einar hættir Ungmennafélagið Aftur- elding náðu besta árangri í sögu félagsins í hand- boltanum í vetur. Liðið tryggði sér deildarmeistara- titilinn eftir harða rimmu við Hauka en voru svo slegnir út af laginu í úrslita- leikjunum gegn KA þar sem Akureyrirliðið sigraði 3-1. Einar Þorvarðarson stjórn- aði liðinu í vetur en nú er orðið ljóst að hann verður ekki með liðið næsta vetur. Einhverjar ósættir komu upp milli stjórnarinnar og Einars sem enduðu með því að Einar sagðist ekki framlengja samningnum við félagið.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.