Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.04.1997, Síða 2
14- Miðvikudagur 30. apríl 1997
|Dagur-®mrinn
Fífiidalsskrímslið
Ormurinn á djúpinu.
ísli hét maður í Arnarfirði vestra.
Hann var skytta
góð og lá oft fyrir
tófu á haustum niður af
svokölluðum Fífudal.
Einu sinni sem oftar fór
Gísli út í Fífudal í byrgi
sitt, var þar fram eftir
nóttu og veiddi vel. Veð-
ur var allgott, en eigi
heiðskírt. Næsta kvöld
fór hann aftur og hugði
gott til veiða, því að nú
var veður enn betra.
Gísli kom í byrgið um
hálfri stundu fyrir nátt-
mál. Beið hann til mið-
nættis, en varð einskis
var. Fór honum að leið-
ast og verða kalt, en
hugsaði með sér að hann skyldi bíða
stundarkorn. Loks þótti honum sem til
einskis myndi vera að bíða lengur. Stóð
á fætur, rétti úr sér og bjóst til að fara úr
byrginu.
„Ferlíkið fór að hreyfast“
Þann sið hafði Gísh að gá í kringum sig
áður en hann fór út. Svo gerði hann í
þetta sinn. En um leið
og hann lauk upp hurð-
inni kom hann auga á
ferlíki í grennd. Honum
sýndist það líkjast litlu
húsi eða stórum báti á
hvolfi, en gerr fékk
hann ekki greint það
álengdar. Átti hann ekki
von á neinu siíku á
þessum slóðum og fór
að velta fyrir sér hvað
þetta gæti verið.
En hann þurfti ekki
lengi að bíða því brátt
fór ferlíkið að hreyfast.
Aðra eins ferð hafði
Gísli ekki séð á nokkurri
skepnu, stórri eða
smárri, og var helst að
sjá sem það kæmi ekki við jörðina. Hljóp
það í sjóbrúninni út eftir sandinum í átt-
ina til hans.
Haus og
kjaftur hræðilegastur
Gísli skellti aftur byrginu og horfði út um
„Skepnan var svo
stór að nam tveim
hestlengdum - og
hceðin var að sama
skapi. Taldi Gísli
að stcerstu hestar
gcetu gengið undir
kviðinn, dn þess að
snerta. “
hurðarboruna. Hann sá að ferlíkið hélt
sprettinum þangað til það kom á móts
við byrgið. Þar stansar það og stóð eins
og neglt væri niður. Snýr sér upp að
byrginu og fer að hnusa. Þarna stendur
það litla stund, uns það lallar af stað og
stansar ekki fyrr en það er komið alveg
að byrginu. Snuðrar í kring og hnusar af
öllu.
Það þóttist Gísli vita að
þessi ferlega ófreskja
myndi sjóskrímsli vera.
Varð hann svo skelkaður
að hann hreyfði hvorki
legg né lið, en gat ekki
annað en einblínt á þetta.
Stærð skepnunnar var
svo nam tveim hestlengd-
um - og hæðin að sama
skapi. Taidi Gísli að
stærstu hestar gætu
gengið undir kviðinn, án
þess að snerta. - En þó
stærð dýrsins væri ægileg
var haus þess og kjaftur
hræðilegastur. Auðsætt
var að þar inn gat full-
orðinn maður horfið í
heilu líki. Verstur var þó
ódauninn sem lagði af
sjókindinni og var nærri
því liðið yfir Gísla af
hryllingi og viðbjóði.
Kringlótt för og
sex tær
Gísia virtist sem skrímslið
þyrfti ekki annað en
leggja hausinn ofan á
byrgið til að mola það
sundur. Ekki vissi Gísli
hvað tímanum leið meðan
skrímslið var að snuðra í
kringum byrgið. En loks
sneri það til sjávar. Þegar
Gísli hafði jafnað sig
nokkuð eftir þetta bjóst
hann til heimferðar. En
hann var svo miður sín
að hann treysti sér ekki
að fara með sjónum,
heldur fór hann efst í
brekkur, inn eftir og
heim.
Heima sagði Gísli frá því sem fyrir sig
hafði komið. En hann fann að menn ef-
uðu frásögn hans. Því fékk hann tvo
bændur úr nágrenninu með sér út á
sand. Sáu þeir allir greinilega förin upp
frá sjónum og traðkið í kringum byrgið.
Förin voru gríðarstór, kringlótt að lögun
og mótaði fyrir sex tám eða klóm.