Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.04.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.04.1997, Qupperneq 3
JDagur-®tmttm Þriðjudagur 30. apríl 1997 -15 LIFIÐ I LANDINU Herbergjaskipan verður breytt í húsinu og veggir hverfa. Ríkisstjórnarherbergið flyst til og verður Lækjartorgs- megin í húsinu. Skrifstofur forsætisráðherra verða þar sem forsetinn var áður með sína skrifstofu. Stigi upp á efri hæð hússins hefur verið við útidyrnar þannig að erfitt hef- ur verið að koma við vörslu í húsinu. Stiginn verður baka til í húsinu þann- ig að hægt verður að koma við eðlilegri vörslu. Gríðarlegar framkvæmdir eru hafnar í Stjórnar- ráðshúsinu við Lækjar- götu og verður húsinu gjör- breytt á neðri hæð og lítillega á efri hæð í takt við breytta tíma. Skrifstofur hafa verið tæmdar og flestar þeirra fluttar í hús- næði menntamálaráðuneytisins við Sölvhólsgötu. Forsætisráð- herra verður þó með skrifstofu sína í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar til fram- kvæmdunum lýkur í endaðan maí. Mold í gólfum Búið er að berstrípa húsið að innan og hefur þar ýmislegt komið í ljós frá því húsið var reist sem fangelsi fyrir um 200 árum. Þannig má til dæmis sjá á upphaflegum hurðarkarmi að gólfhæð hefur verið mun hærri í húsinu fram til 1820 að gólf- hæðin var lækkuð í núverandi hæð. Einnig eru minjar um kakelofn sem hefur verið brot- inn niður að hluta og sett upp hurð í honum miðjum. Mold er í gólfum „eins og í gömium íjár- húsum,“ eins og Guðmundur Árnason skrifstofustjóri orðar það, gamlir þröskuldar hafa fundist og þannig mætti áfram telja. „Stigi upp á efri hæð hússins hefur nánast verið við útidyrn- ar í húsinu þannig að það hefur verið mjög erfitt að koma við nokkurri vörslu í húsinu þannig að öll aðstaða til vöktunar og vörslu hefur verið mjög slæm. Með þessu á að vera hægt að koma við eðlilegu öryggiseftir- liti. Stiginn verður baka til í húsinu," segir Guðmundur. Fundist hefur kakelofn sem hefur verið brotinn niður að hluta og hurð sett upp í honum. Myndir: Hilmar Þór Ráðherra verður forseta megin Herbergjaskipan verður breytt í húsinu og veggir hverfa. Ríkis- stjórnarherbergið flyst til og verður Lækjartorgsmegin í hús- inu. Skrifstofur forsætisráð- herra flytjast í norðurenda hússins þar sem forsetinn var áður með sína skrifstofu. í Stjórnarráðshúsinu hefur fundist hurðarkarmur sem sýnir hver gólfhæðin hefur verið í húsinu í byrjun síðustu aldar. Um 1820 var gólfhæðin lækkuð í núverandi hæð. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdirnar kosti um 60 millj- ónir króna og eru ijórir menn við vinnu í húsinu undir yfir- stjórn Þorsteins Gunnarssonar, arkitekts og leikara. Kostnaðar- samasta framkvæmdin er að flytja til stigann. -GHS Skrifstofur hafa verið tæmdar og húsið hefur verið berstrípað að innan. Griðarlegar framkvæmdir eiga sér stað í Stjórnarráðinu þessa dagana. Kostnaðurinn er talinn verða 60 milljónir króna. Minjar hafa fundist í Stjórnarráðinu

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.