Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.04.1997, Side 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.04.1997, Side 10
K • l \ t 22Mi<mktoM(ta*'my*iþrU'T997 RADDIR FOLKSINS TiJ pögiúPÍBlíttrat & Frá lesendum. Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri eða Þverolti 14 Reykjavík. Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6171 Hvers virði er lífið? Bréfleiðis... Fáein orð um bók Benjamms og Hannesar Hólmsteins Slys og hamfarir náttúrunn- ar hafa sett mark sitt á þjóðlffið hér undanfarin ár. Hvernig sem viðrar og hvernig sem aðstæður eru að öðru leyti er alltaf kallað til Landhelgis- gæslunnar og flugvélar hennar og skip eru komin á staðinn. Hafa starfsmenn Gæslunnar unnið mörg björgunarafrek við hrikalegar aðstæður og oftsinnis lagt sig í mikla hættu. Nýlega strandaði flutningaskip við suðurströndina sem frægt er og enn kom varðskip á stað- inn og reyndi björgunartil- raunir við svo erfiðar ástæður að minnstu munaði að skipið færist og ungur maður Elías Kristjáns- son fórst er hann reyndi að hjálpa fólögum sínum. Sjálfur á ég son sem er sjómaður hjá Landhelgis- gæsluimi og kunningi Elías- ar heitins. Ég veit því að Eh'as naut virðingar starfsfélaga sinna sem sjómað- ur og félagi. Eftirleikur þessa máls kemur því í opna skjöldu. Elías átti konu og tvö lítil börn og dánarbætur til þeirra eru tæpar 2 milljónir kr. Þarna er verið að segja björgunarmönn- um og okkur venslamönnum þeirra að þeir skuli hugsa sig um áður en þeir rétta náunga sínum hjálparhönd því líf þeirra sé ekki metið hærra en sæmileg bfldrusla og íjölskylda þeirra komist á vonarvöl ef illa fer. Lögfræðingar, gerið eitthvað! Útyfir allt tekur þó framkoman gagnvart ekkjunni og börnun- um. f stað þess að veita Qöl- skyldunni styrk við þessar erf- iðu aðstæður og hjálpa móður- inni að halda heimili, eru skiptaráðendur komnir á kreik og vaða yfir allt einsog heimilið sé ekki til. íbúðin er bara eign sem þarf að ráðstafa og börnin eru erfingjarnir því foreldrarnir voru ógift. Ekkjunni er því gert að greiða börnum sínum þeirra hlut og gerast leikugtaki hjá þeim. Börnunum eru svo skip- aðir tilsjónar- menn að gæta hagsmuna þeirra og trú- lega munu til- sjónarmennirn- ir kreQast þess að móðirin verði borin út ef hún getur ekki greitt börnum sínum leiguna! Þarna birtist íslenska húsnæðisvit- leysan í sinni nöktustu mynd, því varla á ekkjan í mörg hús að venda í þessu göfuga þjóðfélagi eins og húsnæðis- kerfið er. Fjársöfnun mun hafin til hjálpar ekkjunni og gott til þess að vita, en varla geta allir sem í svipuðu lenda treyst á slíkar bónbjargir. Vill ekki lög- fræðiliðið sem stjórnar þjóðfé- laginu ganga í það að breyta reglunum til að vernda heimili fólks fyrir svona yfirgangi og tryggja stöðu þeirra sem fórna lffinu við að bjarga öðrum? Jón Kjartansson frá Pálm- holti, formaður Leigjendasam- takanna. Ýmsum þóttifor- vitnilegt að lesa bókina „Benjamín H.J. Eiríksson í stormi sinna tíða sem skrásett var af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Bygg- ist hún aðallega á samtölum við Benjamín ogfyrri skrifum hans. Varla verður sagt, að lest- ur bókarinnar sé „spenn- andi“, enda þótt víða sé komið við. Fyrri hlutinn ræðir uppvaxtarárin í Hafnarfirði, sem voru svipuð og annarra drengja á þeim árum: vinna í sveit, fiskreitirnir og svo sjór- inn, þegar þrekið óx. Eftir nám í Flensborgarskóla, M.A. á Ak- ureyri og Menntaskólanum í Reykjavík tók hann stúdents- próf vorið 1932, varð dúx og tryggði sér þar með fjögurra ára námsstyrk. Benjamín kveður Eggert Þor- bjarnarson hafa snúið sér til marxisma á Akureyri 1929. Hann varð virkur kommúnisti á menntaskólaárunum í Reykja- vík, þátttakandi í sellustarf- semi. Að loknu stúdentsprófi og sumri á sfld fór hann utan til náms í Berlín. Hann flentist þar þó ekki, enda lítt hrifinn af Hitl- er. Lét hann þó ekki hjá líða að lesa Das Kapital eftir Karl Marx og læra rússnesku. Vorið 1933 sneri hann heim frá Þýskalandi, og eftir annað sfldarsumar inn- ritaðist hann í Stokkhólmshá- skóla. Áhugi hans beindist að hagfræði og tölfræði. Hann sótti fundi í Málfundafélagi vinstri manna. í Svíþjóð var hann með annan fótinn til ársins 1938, er hann tók loks fil. kand. próf. Eitt og hálft ár fór í Rússlands- ferð (júní 1935 til des. 1936). Settist að í „Kommúnistahá- skóla minnihlutahópa vesturs- ins“, og kennslugreinar voru díalektísk efnishyggja, marxísk hagfræði og saga. Moskva kom honum öðruvísi fyrir sjónir en hann hafði ætlað, og „hreinsan- ir“ Stalíns voru í fullum gangi. Þurfum enga hagfræðinga Þegar heim var komið að loknu fil. kand. prófi við Stokkhólms háskóla, gekk Benjamín á fund atvinnumálaráðherrans Skúla Guðmundssonar og leitaði eftir starfi. Svar Skúla var á þessa leið: „Hér á íslandi er allt svo öðruvísi en annars staðar. Þess vegna þurfum við enga hag- fræðinga“. Þetta fannst Benja- míni íjarstæða, og þó er tals- verður sannleikur í orðunum. Aðstæður eru misjafnar í ýms- um löndum. Það er t.d. stað- reynd, að markaðslögmálin gilda ekki hérlendis vegna fá- mennisins. Benjamín hafði þetta að engu og skrifaði bók- ina „Orsakir erfiðleikanna í at- vinnu- og gjaldeyrismálum". Hann gerðist starfsmaður Landssambands íslenskra stétt- arfélaga og tók þátt í stofnun Sósíalistaflokksins, þrátt fyrir nöturelga reynslu sína í Sovét- ríkjunum. Ekki lengur sósíalisti Hann gerði sér brátt ljóst, að hans biði engin framtíð á ís- landi að svo stöddu, fór til Bandaríkjanna í janúar 1942, þar sem hann hóf framhalds- nám í hagfræði, lauk því með doktorsprófi frá Harvardhá- skóla og fékk stöðu hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðmun. Á bls. 168 í bókinni segir hann: „Ég hafði dvalið eitt misseri í Bandaríkj- unum, þegar ég varð að játa fyrir sjálfum mér að ég væri ekki lengur sósíalisti, hvað þá kommúnisti." Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna. Innan tíðar var hann orðinn einn skel- eggasti talsmaður hins óhefta markaðsbúskapar, andstæðu kommúnisma. Ekki er ljóst, hvers vegna ís- lensk stjórnvöld báðu Benjamín um álitsgerð 1949. Aðalvandinn stafaði af ónógri fjármálastýr- ingu rðcis og banka. Kveðst Benjamín hafa gert sér grein fyrir því. Ásamt Olafi Björnssyni lagði hann þó til að fella gengi krónunnar um 42,6%, sem kom til framkvæmda í mars 1950. Það átti að gera allar verðbætur á útfluttar afurðir óþarfar. Útgerðin þurfti aðstoð á sama árinu. Síðar kom fjölgengi og enn síðar frekari gengisfell- ingar, enda fæðir ein aðra. Gengi sterlingspunds árið 1949 var 26,22 gamlar kr. Það jafn- gildir liðlega 26 aurum í ný- krónum. Gengið í dag er sem næst 116 nýkrónur. Erlendar skuldir á hvern einstakling hér- lendis eru orðnar hæstar í heimi. Markaðsbúskapurinn í Evrópu hefir ekki skilað tilætl- uðum árangri. Atvinnulausir í ESB-löndum eru 18 milljónir vinnufærra manna. Benjamín fékk stöðu banka- stjóra Framkvæmdabankans. Hann hætti þar löngu fyrir starfsloka aldur. En ekki verður farið út í þá sálma hér, ekki heldur kynni hans af konu í Moskvu eða hjónabandi hans, sem var með ágætum. Frá öllu þessu er greint í bókinni. Hagfrœðingur. 9- * 9- Ráðamenn þjóðarinnar ættu að athuga hvort ekki væri rétt að gefa kvótalausum sjómönnum, í byggðarlögum sem eru á hvínandi kúpunni, rétt til draga ýsur með krók eða línu - þannig að aftur sé hægt að koma frystihúsi staðarins af stað. Slíkt er áreiðanlega ódýrari og ábatasam- ari leið en að róta 50 milljónum til byggðarlags- ins í formi hlutafjárkaupa eða slíks. Finnur Ingólfsson átti ekki að draga úr þeirri póh'tísku ballenseringu sem verið hefur innan stjórnar Landsvirkjunar. Nauðsynlegt er að í sameignarfyrirtæki þjóðarinnar eigi allra flokka fólk fulltrúa sína. Og síðan ætti bankastjóraelítan í landinu auð- vitað að skammast sín fyrir að skammta sér og sínum svo rúman eyðslueyri fyrir ferðalög sín erlendis. Það þarfað hreyta reglunum til að vernda heimili fólks fyrir svona yfirgangi og tryggja stöðu þeirra sem fórna lífinu við að hjarga öðrum? Kalt þaraa í efra „Ég vona bara að þér verði ekki kalt þarna uppi, Matti minn,“ sagði ekkjan við gröf síns heittelskaða. Hún vissi sem var að þótt það geti svosem verið nógu andskoti kalt í harðlífinu hér á neðri slóðum tilver- unnar, þá er ábyggilega ennþá kaldara í næðingn- um eilífa uppi í háloftun- um. Það er því vissara fyrir þá sem hyggja á annað líf á þeim slóðum að búa sig vel. En þar er a.m.k. „ekki þröngt í fleti“ og enginn þarf að hafa þar áhyggjur af því að finna ekki bfla- stæði eða að þurfa að hanga óratíma í biðröðum norpandi í kuldanum. Þar er líka svo hreint og tært andrúmið að allir sem á annað borð eru komnir þangað uppeftir hljóta að hugsa nánast óendanlega skýrt, sem er eitthvað ann- að en í saurlffinu hér neðra þar sem varla nokkur mað- ur virðist einu sinni geta áttað sig á því hvað hann vill, hvað þá að hann viti hvað best eða réttast væri að gera þegar á hólminn er komið. Og hvergi skjól En okkur er þó sæmilega hlýtt hérna niðri, svona stöku sinnum að minnsta kosti. Og það er ekki eini kosturinn. Því þar sem allt er á tæru og hreinu er ekk- ert skjól, hvergi nein hug- arfylgsni að finna fyrir hraktar sálir og tættar. Þar af leiðandi hljóta lífsskil- yrði að vera með erfiðara móti þarna uppfrá, ekki bara fyrir kuldaskræfur, heldur li'ka fyrir alla þá sem ekki eru fullkomnir í andanum. Þetta hefur Þórbergur Þórðarson ábyggilega bæði vitað og haft í huga þegar hann var að yrkja um „sælustraffið" hinu megin. Þótt stíll hans hafi verið svo tær og hreinn að annað eins hefur varla sést á ís- lenskri tungu, þá var hann slíkur rugludallur í hugsun að hann hefði áreiðanlega ekki haldið út lengi í því andlega frosti sem fylgir fullkomnari tilverustigum. Satt að segja er líka al- veg á mörkunum að höf- undur þessa smápistils hafi áttað sig á því hvað hann er að fara með hamri sínu á lyklaborðið að þessu sinni. Sem er ekkert endi- lega svo slæmt, miðað við það sem á undan er sagt. í myrkri og þoku jarðlífsins er kannski bara allt í lagi að velta sér um í skítnum, hann er svo sleipur og skemmtilegur. Umsjón: Guðsteinn Bjarnason.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.