Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 3
Jbtgur-'ðKnximt Laugardagur 3. maí 1997 - 3 Dagsbrún Ekkert lát virðist vera á innbyrðis deilum innan verkalýðshreyfingarinn- ar og hnútuköstum á milli einstakra forystumanna. í þeim efnum eru menn meira að segja farnir að nota baráttudag verkalýðsins, 1. maí, til að berja á félögunum sínum og brigsla þeim um að hafa hlunnfarið launafólk í ný- gerðum kjarasamningum. „Skítlegt eðli“ „lýsir best þeim sem þetta segir,“ eru við- brögð formanna Dags- brúnar og VR við ásökunum Guðmund- ar Gunnarsson, for- manns RSÍ. í 1. maí ræðu sinni í Hafnar- firði ásakaði formaður RSÍ félögin að hafa tafið fyrir gerð kjara- samninga í vetur og því seinkað upphafshækkun samninga um nokkra mánuði. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að gagnrýni af þess- um toga sé enn eitt dæmið um mikilvægi þess að menn ræði skipulagið og samstarfið innan verkalýðshreyfingarinnar. Markmiðið með því sé að tryggja samstöðu innan hreyf- ingarinnar með hagsmuni fé- lagsmanna að leiðarljósi en ekki „hnútukast" á milli ein- hverra persóna. „Menn sem haga sér svona eru með eitthvað skítlegt eðli. Þetta er bara ídjótaskapur," segir Halldór Björnsson, for- maður Dagsbrúnar, um for- mann RSÍ. Hann segir viðbrögð sín beinast fjrst og fremst að formanni RSÍ og því ólíklegt að þetta muni hafa einhver áhrif á samskipti verkalýðsfélaga inn- an ASÍ. „Ég tel þetta ekki svaravert og þetta lýsir best þeim sem þetta segir,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, um ummæli Guðmundar Gunnars- sonar. „Menn hlægja bara að þessu hérna á verkfallsvaktinni. Við látum þetta ekki rugla okkur í ríminu,“ sagði Sigurður Kjart- ansson, talsmaður verkfalls- varða rafiðnaðarmanna hjá Pósti & síma. Ekki náðist í formann RSÍ í gær sem er staddur erlendis, samkvæmt upplýsingum á skrif- stofu Rafiðnaðarsambandsins. -grh Útvegur Sfldarkapp- hlaupið hafið Sfldarflotinn, um 40 skip, var í gær kominn norðaustur af Færeyjtun, sunnan 64. breiddar- gráðu, bæði innan og utan fær- eysku lögsögunnar og voru skipin þegar farin að fínna sfld, þó ekki í stórum torfum. Meðal þessara báta er Björg Jónsdóttir ÞH frá Húsavík sem var um 36 tíma að sigla á miðin. Sfldin er mjög mög- ur og full af rauðátu og fer því öU í bræðslu. Færeyingar hafa þegar hafið veiðar og aflað þokkalega og vitað var um nokkra norska báta en ókunnugt um afla þeirra. íslensku bátarnir byrja nú viku fyrr en í fyrra, en þá hófst veiðin 10. maí. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson heldur í dag frá Reykjavík austur á sfldarmiðin og verður við rannsóknir þar fram í júnímánuð við könnun á göngu síldarinnar innan og utan lögsögu íslands, Færeyja og Noregs og í Sfldarsmugunni. Um er að ræða samstarfsverkefni fslendinga, Rússa, Færeyinga, Norðmanna og Evrópubandalagsins. GG Grétar Þorsteinsson forsetiASÍ Samstaða trygg- ir hag verkafólks en ekki hnútu- köst 1. MAÍ SELJUM EKKI LANDIÐ Það er ekkert aldurstakmark í kröfugöngur. Drengurinn á myndinni virðist hafa pólitískar skoðanir þrátt fyrir ungan aldur, en það er ekki bannað. FFSÍ Skammar LÍ Ú Saminganefnd Farmanna- og fiskimannasambands íslands hefur lýst yfir van- þóknun sinni á afstöðu forystu Landssambands íslenskra út- vegsmanna, varðandi niður- stöður Hæstaréttar og Félags- dóms um verðlagningu afla til hlutaskipta fiskimanna, þar sem FFSÍ telur að kvótabrask sé notað til að lækka laun sjó- manna. í ályktun FFSÍ segir að þegar afstaða forystu LÍÚ birtist með þessum hætti, hlýtur að vakna sú spurning hvort undirskrift kjarasamninga og laga sé einskis virði og kjarasamningur milli sjómanna og LÍÚ mark- leysa ein. FFSÍ telur að forysta LIÚ telji sig hafna yfir þær leik- reglur sem öðrum þjóðfélags- þegnum er ætlað að virða, og byggja á samingum, lögum og niðurstöðum dómstóla. GG Alþingi Reynt til þrautar við lífeyrissj óðafrumvarpið Stjórnarliðar gera sér vonir um að sátt náist um afgreiðslu lífeyris- sjóðafrumvarpsins á næstu dögum. Það fer ekki óbreytt í gegnum þingflokk sjálfstæðismanna. Menn eru að leita leiða til ná sem víðtækastri sátt um málið. Það verður síðan að koma í ljós livort það tekst eða ekki,“ segir Villijálm- ur Egilsson, formaður Efna- hags- og viðskiptanefndar, sem hefur fundað stíft undanfarna daga um lífeyrissjóðafrumvarp- ið. Ljóst er að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins mun ekki sam- þykkja frumvarpið óbreytt. Að- alágreiningurinn er um stöðu séreignasjóðanna svokölluðu. Samkvæmt frumvarpinu verða allir skyldaðir til þess að greiða 10% iðgjald í hefðbundna sam- tryggingarlífeyrissjóði, en því hafa félagar í séreignarsjóðum mótmælt harðlega og stofnuðu sem kunnugt er nýlega samtök til að verja hagsmuni sína. Vil- hjálmur segir þetta spurningu um hvort sátt geti tekist um að séreignasjóðirnir fái að starfa áfram með einhverjum lág- marksskilyrðum um samtrygg- ingu og að hefðbundnu lífeyri- sjóðunum verði leyft að taka á móti viðbótarsparnaði fólks. Verkalýðshreyfingin og Vinnu- veitendasambandið hafa lagst mjög gegn því að fólk geti valið sér lífeyrissjóði, en mörgum stjórnarþingmönnum er mjög í mun að slakað verði á skyldu- aðildinni í þeim efnum. „En þeir sem völdin hafa, hafa ekki ljáð máls á breytingum, þótt það blasi við að það sé afger- andi fylgi við það meðal þjóðar- innar,“ segir Vilhjálmur. Fram- tíð frumvarpsins hefur hangið á bláþræði undanfarna daga og stefndi um tíma í að það yrði sett í salt. Vilhjálmur segist hins vegar sæmilega vongóður um að sátt geti tekist um afgreiðslu þess, en það komi í ljós í næstu viku. -vj Félagsmáiaráðherra Fiimntán flóttamenn í sumar Þijjár blandaðar fjöl skyldur frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Góð reynsla frá ísafirði. Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt tillögu félagsmála- ráðherra að taka við fimmtán flóttamönnum og er ætlunin að þeir komi hingað til lands í sumar. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að stefnt sé að því að flóttamenn- irnir komi frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu. í þessum hóp verða væntanlega þrjár blandaðar fjölskyldur sem eiga sér enga framtíð þar eystra. Félagsmálaráðherra segir að það sé að mörgu leyti skynsam- legt að fá hingað fólk frá þess- um svæðum. Fyrir það fyrsta hefur hópurinn sem kom þaðan í fyrra reynst mjög vel. Auk þess er búið að fjárfesta í námsgögnum á tungumáli þeirra. Þar fyrir utan eru til staðar kennarar og túlkar. Ráðherra segir að það liggi ekki fyrir hvar flóttamennirnir muni búa hér á landi. Hann vill gjarnan að þeir verði í sama sveitarfélagi. Ráðuneytið mun gefa sveitarfélögum kost á sækja um að fá flóttamennina til sín. Páll segir að Flóttamanna- ráði verði tilkynnt þessi sam- þykkt ríkisstjórnar. í framhaldi af því mun ráðið hafa samband við Rauða krossinn og alþjóða flóttamannastofnunina. Þótt friðsamlegra sé á Balkanskaga en oft áður eru íjölmargar fjöl- skyldur sem vilja komast úr landi. Sem kunnugt er komu 30 flóttamenn frá fyrrum Júgó- slavíu hingað til lands í fyrra og hafa plumað sig ágætlega vest- ur á Isafirði. Meðal annars hef- ur ein fjölskyldan fest sér íbúð þar vestra og ekki óhklegt að fleiri geri hið sama. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.