Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 3. maí 1997 fr...................... íDixgur-Œútnnn Er veiðigjald í raun byggðaskattur? Ráðstefna um áhrif veiðigjalds á skattbyrði einstakra landshluta, haldin af sjávarútvegsráðuneytinu á Hótel KEA, Akureyri þriðjudaginn 6. maí 1997 15:00 Innritun fyrir framan Stuðlaberg 15:30 Ráðstefnan sett 15:35 Ávarp Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra 15:45 Byggðadreifíng veiðigjalds Ragnar Ámason, prófessor, kynnir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga 16:05 Spurningar og svör 16:10 Tilræði við byggð Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður 16:30 Spumingar og svör 16:35 Kaffiveitingar 16:55 Veiðileyfagjald - rök og réttlæti Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður 17:15 Spumingar og svör 17:20 Áhrif veiðigjalds á mitt bæjarfélag Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum -17:40 Spumingar og svör 17:45 Veiðigjald - dragbítur á framþróun í sjávarútvegi Steingrímur Sigfússon, alþm. og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis 18:05 Spurningar, umræður og samantekt Tómas Ingi Olrich, alþingismaður 18:30 Ráðstefnulok Ráðstefnustjóri: Tómas Ingi Olrich Skráning hjá KOM ehf. sími 562-2411 • símbréf 562-3411 Þátttökugjald er kr. 1.500 Skipuleggjendur ráðstefnunnar geta breytt dagskrá vegna ófyrisjáanlegra atvika. AKUREYRARBÆR Sumarvinna fyrir fatlaða Sumarvinna fyrir fatlaða hefst 9. júní og verður í 6 vikur. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 16. maí til Atvinnudeildar fatlaðra (Vinnumiðlun Akureyrar), Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Vinnumiðlun Ak- ureyrar. Allar nánari upplýsingar veitir Hulda Stein- grímsdóttir atvinnuleitarfulltrúi í síma: 460 1470. Starfsmannastjóri. F R E T T I R Kópavogur Bærinn kærir mat á kindakofa Gústaf Finnbogason sinnir kindum sínum í Kópavogi á góðviðrisdegi í lok nóvember á síðasta ári. Mál hans dregur dilk á eftir sér og verður dýrara en þurft hefði. MyndÞöK. Valþór Hlöðversson gagnrýnir rök „ein- hverra kerfiskarla, sem eru með særðan metn- að.“ Bærinn tapar á að semja ekki. Kópavogsbær mun kæra mat Matsnefndar eignar- námsbóta á kindakofa sem stendur á byggingarlóð sem beðið er eftir. Bærinn mun greiða mun meira fé vegna málareksturs en upphaflega var farið fram á í bætur fyrir kof- ann. Valþór vildi mildari tök á bónda „Ég kalla það að bíta höfuðið af skömminni að kæra svona mat til dómstóla og halda ruglinu áfram. Þetta er bæjaryfirvöldum til skammar og mál að linni,“ sagði Valþór Hlöðversson, bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi, í gær. Meirihluti bæj- arráðs, allir nema Valþór, hefrn- ákveðið að kæra málsmeðferð Matsnefndar eignarnámsbóta, vegna eignarnámsbóta til Gúst- afs Finnbogasonar, eigenda 10 kinda, sem hann hýsir í íjárhúsi sínu í Fífuhvammslandi. Frá þessu máli var greint í Degi-Tímanum í nóvemberlok á síðasta ári. Gústaf hafnaði til- boði bæjarins um 900 þúsund krónur í bætur fyrir niðurrif hússins, sem er öllu vandaðra en venjan er um bústaði sauð- fjárbænda á mölinni. Hann vildi 1.200 þúsund, en taldi sig hugs- anlega geta lækkað sig. Málið fór í hnút og bæjarráð óskaði eftir eignarnámi, sem opinberir aðilar framkvæmdu. Nú vill bæj- arráðið ekki una þeirri aðgerð og fer með málið til dómstóla. Matsnefnd nær 50% yfir mati kaupstaðarins Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu að bænum bæri að greiða Gústaf 1.300 þúsund krónur, - en að auki 300 þúsund til matsnefnd- arinnar fyrir sína vinnu, og 150 þúsund tfl lögmanns Gústafs. Þá er dæmið komið í 1.750.000 krónur, þegar semja mátti í upp- hafl um 1,2 milljónir í bætur. Við þetta mun bætast kostn- aður við málastapp fyrir dóm- stólmn, sem eflaust mun skipta háum fjárhæðum. „Mín afstaða byggist á mann- úðarsjónarmiðmn. Mér finnst ekki hægt að ráðast á gamalt fólk eins og gert er í þessu máli. Þau varða mig engu rök lög- manna eða einhverra kerfls- karla, sem eru með særðan metnað vegna þess að þeirra mat á eign hjónanna reyndist of lágt,“ sagði Valþór Hlöðversson í gær. Guðmundur Oddsson, bæjar- ráðsmaður Alþýðuflokksins í Kópavogi, er ósammála Valþór. „Ég á ekki eitt aukatekið orð til yfir réttarkerfið í þessu landi,“ sagði Guðmundur um niðurstöðu hins opinbera aðila. -JBP Handavinnusýning í félagsmiðstöðinni við Víðilund Þeir eldri borgarar sem hafa sótt opið hús og námskeið hjá Tómstundastarfi aldraðra í vetur, verða með handavinnusýningu í Félags- miðstöðinni við Víðilund, sunnudaginn 4. maí kl. 14-18, mánudaginn 5. maí kl. 13-17 og þriðju- daginn 6. maí kl. 13-15. Kaffisala verður ísal félagsmiðstöðvarinnar á sunnudeginum milli kl. 15-18. Akureyri Ingólfur Ármannsson ráðinn fram- kvæmdastjóri Bæjarráð Akureyrar hefur einróma lagt til að Ingólfi Ármannssyni, skóla- og menn- ingarfulltrúa Akureyrarbæjar, verði veitt starf framkvæmda- stjóra (sviðsstjóra) félags- og frístundasviðs Akureyrarbæjar. Tólf umsóknir bárust um starfið víðs vegar af landinu, m.a. frá Sturlu Kristjánssyni sálfræð- ingi, sem fór jafnframt þess á leit að afgreiðslu umsókna yrði frestað af sérstökum ástæðum. Bæjarráð gat ekki orðið við þeirri ósk Sturlu sem hefur ver- ið nýlega ráðinn til starfa hjá Félagsmálastofnun Húsavíkur- bæjar og er jafnframt stefnt að því að Skólaþjónusta Eyþings nýti starfskrafta hans að hálfu. Sturla hefur starfað hjá Skóla- skifstofu Reykjanesbæjar. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.