Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 10
10 - Laugardagur 3. maí 1997 Skynjaðu styrk þinn Námskeið fyrir karla Námskeið á vegum Reynis-ráðgjafastofu, með stuðningi laf nréttisnef ndar Akureyrar, þar sem karlmönnum er boðið upp á fræðslu og umræður um jafnréttismálin séð frá þeirra sjónarhorni. Laugardaginn 10. maí og sunnudaginn 11. maí, kl. 9.00 - 17.00 báða dagana. Námskeiðið er fyrir karla sem hafa áhuga á að ræða eig- in stööu i einkalífi og starfi og taka dýpri þátt i umræð- unni um stöðu karla. Á námskeiðinu er tækifæri til að ræða við jafningja um það sem þú hefur velt fyrir þér um sjálfan þig í samskiptum við aðra, konuna, vinnuveitand- ann, félagana, fjölskylduna og aðra. Þetta er þriðja árið i röð sem þetta námskeið er haldið. Leiðbeinendur: Kristján M. Magnússon og Ásþór Ragnarsson, sálfræðingar. Þátttökutilkynning í síma 461 3474, eða fax 461 3475. Verð kr. 8.000.- Námskeiðið verður haldið í Bröttuhlíðarskóla, Bröttuhlíð 6, Akureyri. AKUREYRARBÆR > Grunnskólar Akureyrar Kennara vantar í eftirtaldar stöður: GRUNNSKÓLA Á SUÐUR-BREKKU: Sameinaður úr Barnaskóla Akureyrar og Gagn- fræðaskóla Akureyrar. í skólanum eru um 710 nemendur í 1.-10. bekk. Almenn kennsla á yngsta og miðstigi. Raungreinar, handmennt og heimilisfræði. Upplýsingar hjá skólastjórum í símum 462 4172 og 462 4241. ODDEYRARSKÓLI: Um 130 nemendur í 1.-7. bekk. Almenn kennsla á yngsta- og miðstigi. íþrótta- kennsla. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 462 4999. LUNDARSKÓLI: Um 340 nemendur í 1.-7. bekk. Almenn kennsla á yngsta stigi, sérkennsla, heimilis- fræði Á staða, handmennt/saumar % staða, tón- mennt % staða. Upplýsingar hjá skólastjóra í sfma 462 4888. GLERÁRSKÓLI: Um 490 nemendur í 1.-10. bekk. Almenn bekkjarkennsla, sérkennsla, hand- mennt/saumar, tónmennt 'A staða og smíðakennsla. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 461 2666. SÍÐUSKÓLI: Um 600 nemendur í 1.-10. bekk. Almenn bekkjarkennsla á yngsta og miðstigi, sér- kennsla. Kennsla á unglingastigi í íslensku, dönsku, stærð- fræði og samfélagsfræði. Einnig sérkennsla, handmennt/smíðar, myndmennt, heimilisfræði 'Á staða og skólasafn 'Á staða. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 462 2588. GILJASKÓLI: Um 110 nemendur 11.-4. bekk. Bekkjarkennsla á yngsta stigi og aðstoð við nem- endur með sérþarfir. íþróttakennsla Á staða og kennsla í sérdeild. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 462 4820. Nánari upplýsingar hjá viðkomandi skólastjór- um og hjá starfsmannadeild Akureyrarbæjar, sími 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild í Geislagötu 9 og á að skila þeim á sama stað. Umsóknarfrestur er til 20. maí. Starfsmannastjóri. k_________________________________________________) |Dagur-‘3Imtimt PJÓÐMÁL Ráðherra gegn ahnannahagsmunum Svanfríður Jónasdóftir alþingismaður skrifar Samkvæmt bréfl sem ég fékk frá sjávarútvegsráð- herra er hann búinn að láta reikna það út að ef veiði- gjald verði sett á og skattar fólksins lækkaðir á móti þá sé hægt að lækka skattana því meir sem gjaldið er haft hærra. Sniðugt! Þetta veiðigjald ráð- herrans virðist reyndar í ætt við það sem við jafnaðarmenn köll- um veiðileyfagjald og höfum lagt til að útgerðin greiddi fyrir aðgang að sameiginlegri auð- lind þjóðarinnar. Þessa ráðstöf- un, að færa landsmönnum hlut- deild í auðlindinni í gegnum gjaldtöku og skattalækkanir kallar ráðherrann hins vegar byggðaskatt. Skrýtið, ekki satt? Eru kaup og sala á kvóta byggðaskattur? Fólkið í landinu hefur lengi „Ef ráðherrann ætlar sér hinsvegar að láta hina nýju kenningu sína um byggðaskatt- inn ganga upp hlýtur hann að leggja til að tekinn verði upp byggðakvóti." kvartað yflr því að ekki sé gert ráð fyrir byggðxun landsins við úthlutun kvóta, honum sé út- hlutað á skip og hafi ekkert með byggð að gera. Þess vegna hefur fólkinu í landinu líka þótt það sanngjarnt að útgerðin greiddi fyrir að fá að ráðstafa auðlindinni með veiðum, sölu eða leigu kvótans. En nú er ráðherrann semsagt búinn að finna það út að ef útgerðin greiði fyrir að fá að ráðslaga með kvótan að vild sé það skattur byggðanna. Að hans mati hefur það þó ekki verið skattur byggðanna þó útgerðir hafi selt kvótann í burtu. Ekki heldur þegar nýliðar í greininni hafa þurft að kaupa fullu verði veiðiheimildir af þeim sem áður fengu þeim úthlutað ókeypis. Og ekki heldur þegar úthafsút- gerðin var látin afsala sér veiði- heimildum innan lögsögu til að fá að njóta veiðireynslu sinnar í úthafinu þegar ráðherrann ákvað að kvótasetja þá veiði. Hvað eigum við að framleiða? Þórarinn Hjartarson skrifar um atvinnustefnu Síðari grein Niðurstaða fyrri greinar minnar var sú að það væri eyðimerkurstefna að láta íslenskt atvinnulíf mót- ast af heimsmarkaðinum og sóknarfærum þar. Ég tel það sérstaklega ótækt í svo litlu hagkerfi sem það íslenska er, þar sem möguleikar á stórum rekstrareiningum með mikla framleiðni er takmarkaður. Eftir inngönguna í EFTA og afnám tollverndar reyndi iðn- aðurinn að svara aukinni sam- keppni á heimamarkaði með stóraukinni sérhæfingu og meg- ináherslu á erlenda markaði. Með því varð iðnaðurinn ein- hæfari og umfram allt óstöðugri - ofurseldur duttlungafullum markaði. Kjarni þess sem ég vildi sagt hafa er þetta: Við verðum að hafna þeim einhliða mœli- kvarða markaðshyggjunnar á atvinnustarfsemi sem dœmir dauða og ónýta alla fram- leiðslu sem ekki stenst ýtrustu samkeppni á alþjóðlegum markaði. Við höfum horft á eina framleiðslugrein af ann- arri velta um koll, þróuð iðnfyr- irtæki fara á hausinn, fólk verða atvinnuiaust í stórhópum og mikla verkþekkingu glatast eftir slíkan dauðadóm markað- arins. Þegar heimsmarkaðurinn fær að ákvarða hvað skuli starfað hér erum við að gefa frá okkur stjórnina á eigin lífi og örlögum. Markaðshyggjan varpar ábyrgðinni af herðum stjórmálamanna yfir á sjálf- virkni markaðarins. Það má líka orða það svo að hún ræni stjónmálamennina möguleikan- um á að stjórna þróuninni, ef þeir þá virða mælikvarða henn- ar á hvað sé góður rekstur. Þá eiga þeir ekkert svar við dóms- úrskurði markaðarins frekar en um orð Guðs væri að ræða. Stóriðja og ferðamannaiðnaður Ég er á móti stóriðjustefnu rík- isstjórnarinnar. Ég er það ekki aðallega af því hún skaði ímynd íslands sem ferðamannalands, sem hún gerir. Ég er það vegna mengunar og gróðurhúsaáhrifa sem af henni leiða, en þó ekki Við verðum að hafna þeim einhliða mæli- kvarða markaðs- hyggjunnar á atvinnu- starfsemi sem dæmir dauða og ónýta alla framieiðslu sem ekki stenst ýtrustu samkeppni á alþjóð- legum markaði. mest vegna þess. Ég er það einkum vegna þess að sem meginframlag ríkisstjórnarinn- ar í iðnaðarmálum svarar hún í engu þörfum íslensks atvinnu- lífs og samfélags. Þvert á móti vinnur hún frekar gegn raun- verulegri íslenskri iðnþróun. Ef bara er miðað við álver og stækkxm járnblendisins á Grundartanga þá fara til þeirra framkvæmda 38 milljarðar af íslensku íjármagni á 2 árum, sem gæti að stórum hluta farið í aðra atvinnuuppbyggingu. Þessi orkufreku iðjuver veita fá var- anleg störf. Þau eru ekki hluti af íslensku efnahagsh'fi, fremur eru þau eins og efnahagslegar eyjar hér á landi og hafa mjög lítil margfeldisáhrif og smit- verkun í atvinnu- og mennta- málum þjóðarinnar eins og þegar um er að ræða íslenskan iðnað sem þróast í gagnkvæmt styrkjandi tengslum við ís- lenska atvinnuvegi, starfs- menntun og rannsóknir. Eina varanlega gildið sem stóriðju- verin hafa er gróðinn af orku- sölu og í raun er þetta hrávöru- útílutningur frá íslandi. Tilvera þeirra vinnur gegn efnahags- legu sjálfstæði íslands og virkar til að staðfesta stöðu okkar sem hrávöruframleiðandi fyrir auð- hringi á meginlandinu. Ferðamannaþjónusta er oft nefnd sem helsti vaxtarbroddur atvinnulífsins og af mörgum sem valkostur við stóriðju. Og ég sé vissulega ákveðna mót- sögn milli þessara greina. Ég hef unnið við það í þrjú sumur að syngja fyrir ferðamenn og er yfirleitt vel við þá. En ég er ekki hrifinn af áformum um mikinn vöxt þeirrar þjónustu frá því sem nú er, hvorki landsins vegna né þjóðarinnar. Að fá hingað ríkara fólk og ná af því meira fé finnst víst ýmsum mjög áhugavert. Þeir um það, en mér finnst hvorki mikil íjölg- un ferðamanna né mikil fjölgun íslendinga sem þjónustar þá vera mjög áhugverður valkost- ur í atvinnumálum. Enda held ég að ferðamenn komi flestir hingað til að sjá ósnert land og finnist því betra því færra fólk sem þeir sjá. Þetta er pólitískt mál Við þurfum að koma hér á sjálf- styrkjandi atvinnuþróun þar sem uppbygging hverrar grein- ar miðar að þörfum hagkerfis- ins sjálfs og þess samfélags sem á því hvflir, en mótast ekki fyrst og fremst af sveiflukenndum

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.