Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 5
íDagur-'QImtmn Laugardagur 3. maí 1997 -17 MENNING OG LISTIR „Eg þarf ekki að iýsa því hvað mér fannst þessi mynd skemmtilegri en margar sem áður hafa birst af landsliðs mönnum; alvörugefnum karlmönnum í einkennisbúningum að fara að verja heiður íslands, með stjarfa hönd á pung..., sagði Sigurður Svavarsson þegar hann fjallaði um tegundina karlmann í nútímasamfélagi.“ Alls konar karlar Nú þurfa fram- sœknir og jafnrétt- issinnaðir karlar ekki lengur að kaupa allan félags- málapakkann; ganga á heilsu- skóm, borða lífrœnt rœktað grœnmeti, kjósa Alþýðubanda- lagið... Karlafræði eru óþekkt á ís- landi og það hlýtur að haldast í hendur við litla eða enga þörf eða hvað? „Það fylgja því vissulega for- réttindi að vera karlkyns," sagði Sigurður Svavarsson í gær á ráðstefnunni Karlar krunka sem haldin var í Borg- arleikhúsinu á vegum Sólstöðuhóps í samvinnu við karlanefnd jafnréttisráðs. í er- indi sínu ræddi Sigurður um tegundina karlmann sem sam- kvæmt honum er af náttúrunn- ar hendi það Qölskrúðug að erf- itt er að skilgreina og flokka, og sem betur fer. „Forréttindi hvítra karla hafa verið að vera mælikvarði fyrir aðra. En þessi forréttindi hafa líka falið í sér ákveðna neikvæðni sem hefur orðið æ meira áberandi í hugafarsbylt- ingu síðustu ára. Karlmenn hafa verið gefin stærð, heim- spekingar og kenningasmiðir fyrri tíma einblíndu á kvenleik- ann sem var illtúlkanlegri og meira spennandi. Karlar voru aðeins það sem konur voru ekki en samt sem áður þessi mæli- kvarði sem allt miðaðist við. Þegar farið var síðan að fjalla um hið karllega norm var fyrst hægt að íjalia um karlmenn sem alvöru viðfangsefni eða vandamál. í rannsóknum fem- inista var staða kvenna vita- skuld miðpunkturinn og þegar kynhlutverkum var lýst komu fyrirbæri eins og valdbreyting, yfirgangur og kúgun í hlut okk- ar karlanna." í þessu finnst Sig- urði að feministar hafi gert þau mistök að skilja ekki á milli feðraveldis og karla en er með þeim orðum ekki að álasa kvennahreyfingunni. „Konum ber engin skylda til að vernda karla, en það vekur hins vegar ævinlega furðu mína í hve htlu mæli karlar andmæltu þessari alhæfingu.“ Engin ein fyrirmynd Feministum í dag myndi fráleitt detta í hug að spýta út úr sér orðinu karlmenn og þar á eftir kúgun og vald, enda þótt enn eimi vel eftir af þeirri mynd feministans. Karlmenn eru líka að átta sig á þessu og komum við þá að megin niðurstöðu Sig- urðar, nefnilega þeirri að karl- menn eru fráleitt einsleitur hópur þótt þeir hafi ákveðin líf- fræðiieg samkenni. „Ef við h't- um í kringum okkur sjáum við að líffræðilegu samkennin eru afar fjölskrúðug. Meira að segja sjálft karlmennskutáknið hleyp- ur samkvæmt Karlafræðaran- um á 44 sentimetra bili, frá 2 upp í 46. En á þessu sviði líf- fræðinnar og læknisfræðinnar eru rannsóknir á körlum skammt á veg kornnar. Sérfræð- ingar í kvensjúkdómum eru fjölmargir á íslandi en hefur einhver heyrt um karlsjúk- dómafræðing?“ Rannsóknir á auka y eða x litningum hjá körlum hafa samkvæmt Sigurði einungis sýnt svart á hvítu hvað viðteknar og hefðarhelgaðar hugmyndir um hvað sé karllegt og hvað kvenlegt hafa mikið vald yfir hugsunarhætti okkar. „Karlahlutverkin eiga sér margar birtingarmyndir og karlar eru langt því frá sam- mála um skilgreiningar á kyn- hlutverkum. Þess vegna eru árekstrar á mihi karla ekki til- viljunum háðir, heldur ríkir klárt stigveldi milli ólíkra birt- ingarforma karlmennskunnar og neðstir í stigveldinu eru þeir sem ekki njóta viðurkenningar sem karlmenn, liommar." „Mjúkir menn eru engin nýj- ung.“ En sá mjúki var meingall- aður. „Hann var stefnulaus, gerði litlar kröfur og dró engin mörk og þannig fólk verður ein- faldlega þreytandi. Nú þurfa framsæknir og jafnréttissinnað- ir karlar ekki lengur að kaupa allan félagsmálapakkann; ganga á heilsuskóm, borða líf- rænt ræktað grænmeti, kjósa Alþýðubandalagið og þar fram eftir götum til að sýna hvað í þeim býr.“ -mar ^ Leikfélag ^ Sauöárkróks sýnir í Bifröst Grænu lyftuna eftir Avery Hopwood í nýrri þýðingu Þórunnar Magneu Leikstjóri: Þórunn Magnea 4. sýning fimmtud. 1. maí kl. 20.30 Uppselt. 5. sýning mánud. 5. maí kl. 20.30 Lokasýning á Pétri Gaut 3.maí kl. 15.00 Miðapantanir í síma 453 6733 milli kl. 17.30 og 19.30 sýningardagana Leikfélag Sauðárkróks Randers Uaiimarkii Alesund Noregur Vasterás Svíþjód I.allii Finnland Narsaaq Gra-nland Geslbær á Vinabæjarmóti N0.VU Vinabæjamót á Akureyri 23.-27. júní 1997 Sögusfning Á vinabæjamóU scm haldið vcrður á Akur- eyri 23.-27. júní nk. verður þess minnst að 50 ár eru liðin síðan vinabæjasamslarf þetta hófst meðal vinabæja Akureyrar á Norðurlöndum. í tilefni afmælisársins verður m.a. efnt til sögusýningar meðan á vinabæjamótinu stend- ur. Undirbúningsnefnd mótsins leitar hér með til þeirra mörgu bæjarbúa á Akureyri sem hafa verið á þessum mótum bæði á Akureyri og er- lendis, um að lána nefndinni ljósmyndir, lit- skyggnur, videomyndir og minjagripi tengda mótum sem þeir hafa sótt. Einnig er ieitað til þeirra sem hafa haft önnur samskipti við vinabæina, einn eða fleiri, um sömu fyrirgreiðslu. Er hér átt við einstaklinga, kóra, íþróttahópa, hljómsveitir, listamenn o.fl. Móttöku á myndum og munum annast Her- mann Sigtryggsson, bæjarskrifstofunni Geisla- götu 9, sími 462 1000 og 896 5315 og gefur hann einnig nánari uppiýsingar um sýninguna. Undirbúningsncfnd. ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Boch/Stein/Harnick 6. sýn. í kvöld laugard. 3. mai. Uppselt. 7. sýn. á morgun sunnud, 4. maí. Uppselt. 8. sýn. fimmtud. 8. maí. Uppselt. 9. sýn. laugard. 10. maí. Uppselt. 10. sýn. föstud. 16. maí. Uppselt. 11. sýn. mánud. 19. maí. (annar í hvítasunnu) Uppselt. 12. sýn. föstud. 30. maí. Uppselt. 13. sýn. laugard. 31. maí. Uppselt. KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiiiams Miðvikd. 7. maf. Sunnud. 11. maí. Fimmtud. 15. maí. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Föstud. 9. mai, næst síðasta sýning. Miðvikud. 14. mai, síðasta sýning. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Á morgun sunnud. 4. maí kl. 14.00. Næstsíðasta sýning. Sunnud. 11. maí kl. 14.00. Síðasta sýning. Tungskinseyjuhópurinn í samvinnu við Þjóðleikhúsið Óperan TUNGLSKINSEYJAN eftir Atla Heimi Sveinsson Frumsýning mið. 21.5 - 2. sýn. fös. 23. maí - 3. sýn. lau. 24. maí. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Aukas. Laugard. 3. maí kl. 15.00. Uppselt. Allra síðasta sýning Athygli er vakin á að sýningin er ekki viö hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í satinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza i kvöld 3 maí. Uppselt. Sunnud. 4. maí. Uppselt Föstud. 9. maí. Uppselt. Laugard. 10. maí. Uppselt Föstud. 16. maí. Uppselt. Mánud. 19. maí. Uppselt Sunnud. 25. maí. Laus sæti. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mánud. 5. maí TRÚBADÚRAKVÖLD í KJALLARANUM. KK 0G BUBBI - Eins og þeir gerast bestir. Húsið opnað kl. 20.30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 - Míðasala við inngang, verð fyrir almennagesti kr. 1.000,- Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapðntunum frá kl. 10 virka daga. Sýningar: Föstudaginn 2. maí kl. 20.30. Föstudaginn 9. maí kl. 20.30. Laugardaginn 10. maí kl. 20.30. Það ætia allir að sjó Vefarann! Leikstjórn: Halldór E. Laxness Sýningin er ekki við hæfi barna Ekki er hægt aS hleypa gestum inn í salinn eftir aö sýningin hefst. Sýnt er ó Renniverk- stæ&inu, Strandgötu 49. Mi&asalan er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Sími í miðasölu er 462 1400. iDagur-ÍEmtTmt - besti tími dagsins!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.