Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 3. maí 1997
iDagur-Œmtmn
SKÁK
Guðfríður
Lilja
Grétarsdóttir
s/crifar
Idag hefst 6 skáka einvígi
milli besta skákmanns
heims og tölvunnar „Deep
Blue“, andstæðings sem Kasp-
arov hefur nefnt „Skrímslið".
Eins og kunnugt er fór fram
einvígi milli þessara tveggja
fyrir rúmlega ári síðan. Þá
vakti það mikla athygli
og spennu, jafnvel óhug,
þegar tölvan varð fyrri til
að sigra skák í einvíg-
inu. Margir stóðu á
öndinni yfir því
hvort nú
væri komið
að því að
sköpunar-
gáfa
mannshug-
ans léti í
minni pok-
ann fyrir sínu
eigin vélræna af-
sprengi. Svo varð þó
ekki í það skiptið: Ka-
sparov herti upp hugann,
sigraði 3 skákir og gerði 2 jafn-
tefli, og vann þannig einvígið
með 2 vinninga mun. Hvað ger-
ist að þessu sinni? Þeir sem
kaupa sér giænýja tölvu komast
fljótt að því að hún er orðin úr-
elt eftir hálft ár, jafnvel nokkra
mánuði, svo ógnar hratt eiga
breytingar sér stað í tækni-
heiminum nú á dögum. Það
þarf því engan að undra að
„Deep Blue“, besta skáktölva
heims, hefur líklega bætt sig
meira á einu ári heldur en okk-
ur vesælum mannsbörnum er
fært. „í fyrra var Deep Blue að-
eins lítið barn,“ er haft eftir
einum af mörgum feðrum
tölvumeistarans, „síðan þá hef-
ur hún verið í skákskóla“.
Engu til sparað
Barnið var ekki sent í skákskóla
af verri endanum heldur þann
allra dýrasta
og
besta í
heimi. IBM
hefur eytt 20 mi-
ljónum dollara á
síðastliðnum tólf árum í að
þróa tölvuna í þeirri von að hún
geti á endanum unnið heims-
meistarann í skák. Hópur
fremstu tölvusérfræðinga og
vísindamanna hefur unnið að
verkefninu, og auk þess hafa
verið kallaðir til stórmeistar-
arnir Joel Benjamin og Miguel
Illescas sem sérstakir þjálfarar
og aðstoðarmenn.
Til að gera Kasparov enn
erfiðara fyrir hefur skákum
tölvunnar nær algjörlega verið
haldið leyndum. I venjulegum
einvígum er mikilvægt að geta
gaumgæfilega skoðað skákir
andstæðingsins og finna þannig
helstu veikleika hans. „Deep
Blue“ hefur náttúrulega verið
mötuð á milljón mismunandi
skákum, og þekkir skákir Ka-
sparovs út og inn, ef svo má að
orði komast. Kasparov hefur
hins vegar engar haldbærar
skákir sem hin betrumbætta
„Deep Blue“ hefur teflt, og
verður því að byggja undirbún-
ing sinn á hugmyndum um al-
menna veikleika tölva í stað
þess að ráðast á þá sem eru
hugsanlega „Deep Blue“
eiginlegir.
Milljarður á sek-
úndu
Svo mikið er víst að „Deep
Blue“ hefur lært heilmikið í
skákskólan-
um á árinu, og
flestir búast við
jöfnu og spenn-
andi einvígi.
Betrumbætta
tölvan hefur nú
þegar sigrað
mömmu gömlu,
„Deep Blue“ frá
því í fyrra. í 16.
leik lék nýja
tölvan leik sem
hefði virst
bestu skákmeisturum vafasam-
ur. 18 leikjum síðar hafði sú
gamla hins vegar gefist upp.
Barnið var ekki
sent í skdkskóla af
verri endanum
heldur þann allra
dýrasta og besta í
heimi.
Flestir eru sammála um að það
sé aðeins tímaspursmál hvenær
tölva sigri heimsmeistara
mannanna í skák, og ef hún
geri það ekki nú þá geri hún
það alveg örugglega innan ein-
hverra ára, eða um það leyti
sem hún getur reiknað út mill-
jarð mismunandi skákstöður á
sekúndu. Nei, þetta er ekki mis-
ritun, hér er talið í miljörðum á
einni sekúndu. Eins og er getur
„Deep Blue“ reiknað út um 200
miljón stöður á sekúndu. Ýms-
um finnst það nú líklega þokka-
lega af sér vikið, jafnvel meira
en nóg, ekki satt?
Undurmannshugans
Hvaða þýðingu hefur það fyrir
skáklistina ef heimsmeistarinn
tapar? Sumir sjá það án efa
sem hálfgert áfall fyrir manns-
andann, en þegar betur er að
gáð þarf svo alls ekki að vera.
Ýmsir hafa til dæmis bent á að
það sé villandi að lýsa einvíginu
sem einvígi milli manns og
tölvu. Kasparov noti sjálfur
tölvu meira en nokkur annar
sem gagna-
banka og að-
stoðartæki, og
„Deep Blue“
hefði aldrei
komist langt án
sérfræðiþekk-
ingu mennskra
skákmeistara.
Það sem á sér
þarna stað er
því að mörgu
leyti samvinna
manns og tölvu
yfir skákborðinu, en ekki sam-
keppni. Það segir hka sitt um
undur skáklistarinnar, og ekki
síður um undur mannshugans -
sem vísindamenn vita í raun
enn svo sáralítið um og sem við
kunnum jafnvel ekki almenni-
lega að nota - að þrátt fyrir
stjarnfræðilega útreikninga,
óbrigðult minni og gífurlega
þróaða „skákkennslu" og þjálf-
un, skuli tölvan enn sem komið
er ekki hafa sigrað. Tölvufræð-
ingarnir sem standa að „Deep
Blue“ bjuggust við sigri hennar
miklu fyrr, og enn er ekki vitað
hvernig fer.
Við skulum riíja upp einu
skákina sem eldri gerðin af
„Deep Blue“ vann gegn Ka-
sparov í fyrra, og bíða spennt
eftir úrslitum í einvíginu sem
nú fer í hönd. Hver veit nema
við getum sýnt fleiri slíkar vinn-
ingsskákir gegn heimsmeistar-
anum í næstu viku?
Hvítt: Deep Blue
Svart: G. Kasparov
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5
Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 6.
Bc2 c6 7. h3 Bh5 8. 0-0 Rc6 9.
Bc3 cxd4 10. cxd4 Bb4 11. a3
Ba5 12. Rc3 Dd6 13. Rb5 De7
14. Re5 Bxe2 15. Dxe2 0-0 16.
Hacl Hac8 17. Bg5 Bb6 18.
Bxf6 gxf6 19. Rc4 Hfd8 20.
Rxb6 axb6 21. Hfdl f5 22. De3
Df6 23. d5 Hxd5 24. Hxd5 exd5
25. b3 Kh8 26. Dxb6 Hg8 27.
Dc5 d4 28. Rd6 f4 29. Rxb7
Re5 30. Dd5 f3 31. g3 Rd3 32.
Hc7 He8 33. Rd6 Hel+ 34. Kh2
Rxf2 35. Rxf7+ Kg7 36. Rg5+
Kh6 37. Hxh7+ 1-0
BRIDGE
Evrópumót kvenna í tvímenningi
Þorláksson
Evrópumót kvenna í tví-
menningi verður haldið
15.-17. júní í bænum
Montescatini á Ítalíu. Þær sem
áhuga hafa á að taka þátt í
mótinu eru beðnar að hafa
samband við skrifstofu BSÍ sem
fyrst.
Sumarbúðir yngri
spilara og heims-
meistaramót í tví-
menningi
Sumarbúðir yngri spilara (f.
1972 og síðar) verða haldnar í
Santa Sofia á Ítalíu dagana
14.22. júlí á vegum Alþjóða
Bridgesambandsins. Helgina
19. og 20. júlí verður á sama
stað haldið heimsmeistaramót í
tvímenningi fyrir sama aldurs-
hóp. Búðirnar verða opnar öll-
um yngri spilurum og ekki síst
þeim sem styttra eru komnir í
spilinu. Nánari upplýsingar
veittar á skrifstofu BSÍ.
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Hraðsveitakeppni félagsins er
lokið með sigri sveitar Drafnar
Guðmundsdóttur sem vann
mótið örugglega, hlaut 1269
stig. Með henni spiluðu Ásgeir
Ásbjörnsson, Hrólfur Hjaltason
og Guðlaug Jónasdóttir. Sveit
Halldórs Einarsson endaði í
öðru sæti og „Óskýra sveitin“
varð þriðja.
Þriðjudagskvöld
Bridgeskólans
Þriðjudaginn 15. apríl mættu 16
pör til spilamennsku hjá
Bridgeskólanum. Spilaður var
Mitchell tvímenningur og voru
spilaðar 6 umferðir með 3 spil-
um milli para. Meðalskor var
90. Efstu pör:
NS
1 Henning Þorvaldsson-
Vilhjálmur Guðlaugsson 114
2. Ásdís Matthíasdóttir-
Egill Thorarensen 108
3. Helga Guðfinnsdóttir-
Erla Gísladóttir 100
AV
1. Guðmundur Georgsson-
Kristbjörg Steingímsd. 101
2. Björg Þórarinsdóttir-
Korlbún Jónsdóttir 98
2. Guðbjörg Sandholt-
Ása María Valdimarsd .98
Þriðjudagsspilamennska
Bridgeskólans er spilamennska
ætluð nemum sem hafa tekið
námskeið hjá Bridgeskólanum
eða öðrum spilurum sem hafa
enga reynslu af keppnisbridge.
Spiluð eru 15-20 spil á kvöldi
undir umsjón Sveins R. Eiríks-
sonar.
Frá Bridgefélagi
Akureyrar
Lokið er Halldórsmótinu sem er
Board-a-Match keppni í minn-
ingu Halldórs Helgasonar. Tíu
sveitir tóku þátt og eftir spenn-
andi lokaumferð sigraði sveit
Helga Helgasonar og hlaut 223
stig. Spilarar í sveitinni voru
auk foringjans Anton og Sigur-
björn Haraldssynir, Stefán G.
Stefánsson pg Stefán Ragnars-
son. í öðru sæti með 217 stig
var sveit Sveins Pálssonar en
auk hans spiluðu í sveitinni
Skúfi Skúlason, Jónas Róberts-
son, Bjarni Sveinbjörnsson og
Sveinbjörn Jónsson. í þriðja
sæti með 214 stig var síðan
sveit Ragnheiðar Haraldsdóttur
en auk hennar spiluðu Hróð-
mar Sigurbjörnsson, Pétur Guð-
jónsson og Una Sveinsdóttir.
Næstu sveitir voru sveit Strýtu
með 182 stig og sveit Hauks
Harðarsonar með 169 stig.
í mars var einmennings-
keppni BA sem jafnframt er
firmakeppni. Þetta var þriggja
kvölda keppni þar sem 2 bestu
kvöldin giltu í einmenningnum.
Einmenningsmeistari með um-
talsverðum yfirburðum varð
Gissur Jónasson með 225 stig.
Röð efstu manna varð eftirfar-
andi:
2. Pétur Guðjónsson 213
3. Sveinn Pálsson 204
4. Reynir Helgason 205
5. Stefán Sveinbjörnsson 203
6. Hjalti Bergmann 202
í firmakeppninni urðu
úrslit sem hér segir:
1. Búnaðarbankinn 117
Gissur Jónasson
2. Kaupþing hf. 109 Sveinn
Pálsson
2-3. Hyrnan hf. 109 Pétur
Guðjónsson
4.-5. Sparisj. Árskógsstr. 108
Örn Einarsson
4.5. Siemens-búðin 108 Gissur
Jónasson
6. Fatahreinsunin hf. 106
Reynir Helgason
7. Gullsmiðir Sigtryggur og
Pétur 105 Stefán Svein-
björnsson
Nú stendur yfir Alfreðsmótið
sem er síðasta mót vetrarins og
verður aðalfundur BA haldinn
13. maí og hefst sumarbrids 20.
maí. Að venju verður spilað í
Hamri á þriðjudögum kl. 19.30
í allt sumar en hlé verður gert á
sunnudagsbrids eftir sunnudag-
inn 4. maí. Topp-16 einmenn-
ingur þeirra sem flest bronsstig
hlutu á starfsárinu fer fram
föstudagskvöldið 9. maí.