Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 7
ilktgur-ÍEmrátit Laugardagur 3. maí 1997 -19 LIFIÐ f LANDINU Það getur ver- ið býsna ónœðissamt að heita sama nafni og fína ogfrœga fólk- ið - því flest þaðfólk hefur komið sér uppi þeirri herkví að vera ekki skráð í símaskrá. Því lendir það gjarnan á al- nöfnum þess aðfá sím- hringingarn- ar, póstinn og sitthvað fleira. - En þeir semfyrir þessu verða segja það líka hafa stundum brosleg atvik í för með sér. Við slógum á þráðinn til nokkurra al- nafna fína og frœga fólks- ins. HeiIIaðar konur hringdu í goðið etta hefur minnkað í seinni tíð en var mjög mikið hér áður. Sérstaklega jókst þetta til mikilla muna þegar Eurovision- keppnirnar stóðu fyrir dyrum, þá var stans- laust hringt. Talsvert um að konur á öllum aldri væru að hringja til þess að láta í Ijós hrifningu sína á goðinu, og voru þær allt frá því að vera tólf ára stelpur upp í fertugar og fimmtugar konur út í bæ,“ segir Stefán Hilmarsson, löggiltur endurskoðandi í Reykja- vík. Síminn úr sambandi Stefán þessi hefur ekki farið varhluta af því að fá símhringingar sem ætlaðar eru söngvaran- um, alnafna sínum. „Þetta var mjög mikið hér á tímabili - og þegar verst lét varð ég að taka símann úr sambandi. Meðan ég var aðeins titlaður viðskiptafræðingur í símaskrá þá var þetta sérlega slæmt, en þegar ég lét bæta inn titlinum löggiltur endurskoðandi þá dró úr þessu - og er nær ekkert í dag. Nei, ég þekki Stefán ekkert og geri ekki skattaskýrsluna fyr- ir hann.“ Heillaóskir á brúðkaupsdegi Söngvarinn sæli er giftur Önnu Björk Birgis- dóttur og á giftingardegi þeirra fyrir nokkrum árum bárust endurskoðandanum blóm og heillaóskir sem ætlaðar voru hinum hamingju- sömu brúðhjónum. „Bróðir minn kannast að- eins við Stefán og í gegnum hann tókst að koma þessu til réttra aðila,“ segir viðmælandi okkar. -sbs. Stefán Hilmarsson. „Símhringingar jukust til muna þegar Eurovision stóð fyrir dyrum.“ „Sumir tnía mér ekki“ Alnafna forsetans ogfœdd 17. júní Sumir sem eru að hitta mig í fyrsta skipti trúa mér ekki þegar ég segi nafnið mitt. Ég held að mamma og pabbi hafi ekkert áttað sig á því að ég væri alnafna forsetans. Ég er ekki skírð eftir neinum sérstökmn bara útí loftið og fjölskyldunni fannst skrítið að ég væri skírð í höfðið á forsetanum og líka fædd á þjóðhátíðardaginn," segir Vigdís Finnboga- dóttir, 13 ára stúlka á Hellu, sem er fædd 17. júní1983. Vigdís vissi af mér „Ég fór með vinkonu minni og mönmu hennar á Töðugjöld og þá var verið að veita Vigdísi verðlaun. Ég talaði smástund við hana og sagði henni hvað ég héti og henni fannst það mjög sérstakt. En hún vissi af mér áður því presturinn sem skírði mig, sr. Páll Pálsson á Bergþórshvoli í Landeyjum, er skólabróðir Vigdísar og hafði sagt henni frá mér. Við spjölluðum aðeins saman og svo voru teknar myndir af okkur." Vigdís segir að það hafi ekki haft nein sér- stök áhrif á líf hennar að vera nafna forsetans og henni sé ekki strítt á þessu. En óneitanlega er það sérstakt og menn gleyma ekki nafni hennar svo glatt. -hþ-Selfossi Vigdís Finnbogadóttir. „Fjölskyldunni fannst skrítið að ég væri skírð í höfðið á forsetanum og fædd á þjóðhátíðardaginn." Mynd: -hþ. Hér áður fyrr þegar nafni minn var í út- gerðinni hjá Ögurvík var meira um að ég fengi símhringingar út af hinum og þessum erindum. Stundum þegar karlarnir voru að koma í land með fullt skip af fiski hringdu þeir í mig og vildu fá útborgað," segir Sverrir Hermannsson í Reykjavík, lengi flutn- ingastjóri Ríkisskipa. Leyfi fólki að tala út Landbankastjórinn Sverrir Hermannsson er ekki í símaskrá og stundum lendir alnafni hans í að svara ýmsum erindum. „Ég leyfi fólki stundum að tala út þegar það hringdir í mig til biðja um fyrirgreiðslu í bankanum. En ég segi fólki fljótlega að ég sé ekki bankastjóri, að minnsta kosti ekki ennþá,“ segir Sverrir og hlær. Á síðustu Þorláksmessu var bankað uppá heima hjá Sverri Hermanssyni á Kambsvegi 15 í Reykjavík og í dyrunum stóð sendill með myndarlega jólagjöf frá Samherjafrændunum á Akureyri. „Það tók okkur hjónin góða stund að sansa blómasendilinn til og segja honum að ég væri ekki bankastjóri. Sá maður byggi vestur á Einimel. Um síðir sættist sendillinn á að fara frekar þangað og kom ekki aftur, þannig að ég býst við að Sverrir hafi fengið sendinguna." -sbs. Sverrir Hermannsson. „Segi fólki að ég sé ekki bankastjóri." ,M engiim gapi uppí þá“ ✓ þægindi mín af þessu hafa engin verið. Það er einasta að stundum slæðist hér ofan í póstkassann hjá mér á stofunni póstur sem á að fara til skrifstofu KÁ á Aust- urvegi 3, til nafns míns sem er framkvæmda- stjóri þar. Stofan hjá mér er hins vegar á Aust- urvegi 9,“ segir segir Þorsteinn Pálsson, tann- læknir á Selfossi. Þrír menn sem heita Þorsteinn Pálsson og eru á Selfossi eru skráðir með síma. Einn er tannlæknir, sá næsti er framkvæmdastjóri KÁ og einnig gefur sjávarútvegs- og dómsmála- ráðherrann Þorsteinn Pálsson, þingmaður kjördæmisins, upp símann á skrifstofu sinni þar eystra. Engar símhringingar „Nei, ég hef aldrei fengið neinar símhringing- ar og skammir út á nafnið. Það er hvorki verið að skamma mig fyrir vöruverð eða þjónustu hjá KÁ eða fyrir pólítískar gjörðir ráðherrans. Ef slíkt kæmi fyrir myndi ég vísa hinum sama þá á tala við rétta manninn. Ef á reyndi myndi það alveg ráðast af málinu hvort ég myndi verja mál nafna minna. En að samanlögðu verið alveg átakalaust af minni hálfu. Og ég vona að svo sé einnig um þá nafna mína - og trúi því varla að neinn gapi uppí þá,“ segir Þorsteinn Pálsson, ekki kaupfélagsstjóri og því sxður ráðherra. -sbs. Þorsteinn Pálsson. „Verið alveg átakalaust af minni hálfu.“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.