Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 16
28 - Laugardagur 3. maí 1997
IQagur-Œtmmn
LIF OG LAND
JOHANNESARSPJALL
Hvenær segír sakborningur satt?
Jóhannes
Sigurjónsson
skrifar
Guðmundar- og Geirímns-
mál eru enn á ný orðin
helsta umræðuefni þjóð-
arinnar eftir sýningu á sjón-
varpsþáttum Sigursteins Más-
sonar í vikubyrjun. Og viðbrögð
yfir höfuð, a.m.k almennings,
virðast vera krafa um að málin
verði endurupptekin. Ekki endi-
lega til þess að komast að hinu
sanna í málinu, þ.e. hvort yfir-
leitt einhver morð hafi verið
framin og þá.af hverjum, heldur
fyrst og fremst til að fá úr því
skorið hvort forsendur hafi
skort fyrir sakfellingu í málinu á
sínum tíma, þar sem réttur hafi
verið brotinn á sakborninguim
með ýmsum hættti, eins og allir
hljóta að álykta eftir að hafa
horft á sjónvarpsþættina Aðför
að lögum.
Forsendur þess að málið só
tekið upp á ný eru þær að eitt-
hvað nýtt hafi komið upp sem
hugsanlega leiði til annarrar
niðurstöðu, eða að lög hafi verið
brotin við rannsókn málsins á
sínum tíma. Hvort tveggja virð-
ist nú þegar borðleggjandi. Ný
vitni hafa komið fram, fram-
burður lykilvitna stangast á við
dómsforsendur, bent hefur verið
á atriði sem haldið var leyndum
fyrir dómurum o.s. frv. Og rann-
sóknaraðilar brutu lög, a.m.k.
virðist það eitt nægja að sak-
borningar hafi verið settir í
fótajárn, sem var ólöglegt á
þeim tíma.
Áhrifalaus þrýstingur?
Það sem vakti helst athygli yfir-
ritaðs í umræðuþætti að lokinni
sýningu heimildarmyndarinnar,
voru staðhæfingar um að þrýst-
ingur íjölmiðla, stjórnmála-
manna og raunar samfélagsins
alls, hafi ekki haft sérstök áhrif
á rannsókn málsins, framgöngu
rannsóknaraðila og reyndar
dómana sjálfa. Þetta er rugl.
Þeir sem fylgdust glöggt með á
þessum tíma hljóta að muna
andrúmsloftið sem var vægast
sagt lævi blandið og þjóðin nán-
ast í uppnámi mánuðum saman.
Ef ástandið utan veggja Síðu-
múlafangelsisins hefur ekki
valdið þrýstingi á þá sem stóðu
að rannsókn málsins, þá hafa
þessir sömu menn ekki verið
mannlegir. Og ílestir þeirra og
raunar e.t.v. þjóðin öll, hefði á
þeim tíma varla getað hugsað
þá hugsun til enda, ef sakborn-
ingum hefði verið sleppt vegna
ónógra sannanna, eins og
reyndar örugglega hefði verið
gert ef málið hefði ekki verið af
þessari þjóðfélagslegu stærðar-
gráðu. Sem Ólafur heitinn Jó-
hannesson staðfesti þegar hann
þakkaði rannsóknaraðilum sér-
staklega fyrir vel unnin störf og
með lyktir málsins, áður en
dómur féll í því!
í þessu samhengi er fróðlegt
að bera Guðmundar- og Geir-
finnsmálið saman við annað
sakamál frá svipuðum tíma,
morðið á Gunnari Tryggvasyni,
leigubflstjóra. í því máli virtist
raunar allt liggja ljóst fyrir, ef
marka má Öldina okkar. Lflcið á
sínum stað, morðvopnið í fórum
sakbornings, (en því hafði verið
stolið frá fyrrum vinnuveitanda
hans), skot úr byssunni fannst
heima hjá honum, tengsl við
hinn myrta lágu fyrir og íjar-
vistarsönnum hæpin. Það eina
sem skorti var játning.
í Guðmundar- og Geirfinns-
málinu fundust engin lík, engin
sönnun þess að morð hefðu yfir-
leitt verið framin, engin morð-
vopn, engin tengsl milli meintra
fórnarlamba og sakborninga. f
rauninni ekkert sem benti til
þess að glæpur hefði átt sér
stað. En, í málinu lágu fyrir
játningar, og það raunar svo
margar og margvíslegar að
rannsókn málsins snérist fyrst
og fremst um að velja úr skástu
játningarnar, þ.e. þær sem væru
ekki ónotalega ijarstæðukennd-
ar. Og það tókst.
Misvísandi dómar
Og hvernig var svo dæmt í þess-
um málum? í morðmáli leigu-
bflstjórans þar sem allt virtist
liggja ljóst fyrir nema játning,
dæmdu tveir hæstaréttardómar-
ar sakborningi sýknu en einn
taldi hann sekan. í Guðmundar-
og Geirfinnsmálinu, þar sem
ákæruvaldið hafði lítið sem ekk-
ert í höndunum nema 10-20
mismunandi játningar, sem að
auki höfðu allar verið dregnar
til baka, var hæstiróttur ein-
huga um sekt viðkomandi.
Og því er spurt og ætti raun-
ar að kanna. Voru yfirheyrslur
og rannsókn á máli hins meinta
morðingja leigubílstjórans með
sama sniði og í Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu? Hefði ekki
verið hægt að knýja fram játn-
ingu þar eins og í hinum málun-
um, ef sömu aðferðum hefði
verið beitt? Og hefði þeim að-
ferðum verið beitt og dómur
fallið öðruvísi í morðmáli leigu-
bflstjórnans ef utanaðkomandi
þrýstingur hefði verið jafn gríð-
arlegur og í Guðmundar- og
Geirfinnsmálum?
Svari hver fyrir sig. En að
halda því fram að þrýstingur og
pressa á rannsóknaraðila Guð-
mundar- og Geirfinnsmála hafi
haft óveruleg áhrif á rannsókn-
araðferðir og niðurstöður máls-
ins, er hreinlega ekki hægt að
bera á borð fyrir fólk sem man
þessa tíma.