Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 6
1 18 - Laugardagur 3. maí 1997 ^Dagur-'ðlmnrat LÍFIÐ í LANDINU Auður Ingólfsdóttir skrifar Ég veit ekki hvernig stóð á því að um- rœður um drauga- gang skutu upp kollinum mitt í sak- leysislegum sunnu- dagskvöldverði. Ég hafði verið með hugann við eitthvað allt annað en skyndilega sperrti ég eyrun: „Það flúði víst einhver úr Dav- íðshúsi vegna reim- leika. “ Athygli mín var vakin. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi lifir enn í Ijóðum sínum og öðrum skáldskap. Lifir hann líka í Davíðshúsi? I heimsókn hjá Davíð Er draugagangur í Davíðs- húsi,“ spurði ég forvitin. Ekki vildi viðmælandi minn gefa sig út fyrir að vita mikið um málið. En jú, hann hafði heyrt af því að þeir sem þar dveldu flnndu stundum fyr- ir anda skáldsins í húsinu. Það léti gjarnan í sér heyra þegar líða færi á kvöld en í flestum til- vikum virtist þó nærvera þess vinsamleg. Leikkona ein átti t.d. að hafa sagt frá því að á afmæl- isdegi Davíðs, 21. janúar, hafi verið mikill glaumur og gleði á efri hæðinni. En henni þótti þetta bara notalegur hávaði. Eigin rannsóknarieiðangur Davíðshús er staðsett í Bjarkar- stíg 6 á Akureyri og þar átti skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi heima í mörg ár. Hann flutti í húsið árið 1944 og bjó þar til dauðadags, en hann lést árið 1964. Á síðustu æviár- unum lét Davíð ekki mikið á sér bera í bænum en sat löngum einn í húsi sínu ef hann var ekki á ferðalögum erlendis. Húsið í Bjarkarstíg er nú í eigu Akureyrarbæjar. Á efri hæðinni, þar sem skáldið bjó, er safn en á neðri hæðinni hef- ur verið útbúin íbúð þar sem listamenn og fræðimenn geta fengið inni til að vinna að ákveðnum verkefnum. Sögur um nærveru skáldsins hafa ekki haft áhrif á ásókn í að dvelja í húsinu, nema síður sé, því yfirleitt komast færri að en vilja. Þegar umræðan um reimleika kom upp, vildi hins- vegar svo til að húsið stóð laust í nokkra daga. Ég ákvað því að kanna málið upp á eigin spýtur, fékk lánaðan lykil og um leið leyfi til að gista í húsinu eina nótt. „Halló Davíð, hér kem ég,“ hugsaði ég hvergi bangin þegar ég steig inn í íbúðina í Bjarkar- stígnum snemma kvölds í vik- unni. Meðferðist hafði ég eina af ljóðabókum skáldsins, skrif- blokk og penna. Hlátrasköll og skraf Ekki get sagt að mér finnist íbúðin óttafeg. Notaleg en ný- tískuleg, með sjónvarpi, síma, þvottavél og öðru tilheyr- andi. Og alveg óskaplega hljóðlát. Ég sest inn í stofu og fer að fletta í gestabók. Þó ég myndi aldrei viðurkenna, hvorki fyrir sjálfri mér né öðrum, að ég eigi í alvöru von á því að verða vör við eitthvað, kann ég ekki við annað en að gera grein fyrir komu minni. Svona ef ske kynni að einhver sé að hlusta. „Ég vona að þú fyrirgefir mér hnýsnina," segi ég hálfum hljóðum út í loftið. „Ég er bara svo forvitin. Ef ég er að skipta mér af einhverju sem mér kem- ur ekki við biðst ég afsökunar." Svo þagna ég, hálfvandræðaleg yfir því að ég skuli hafa verið að tala við hugsanlega vofu. Ég tek aftur til við lestur gestabókarinnar og þar er ým- islegt forvitnilegt að finna. Hér um bil annar hver gestur talar um anda Davíðs. „í húsinu eru góðir straumar;“ segir á einum stað. Erlend listakona sem skrifar á ensku segir að hún hafi alveg fengið að vera í friði fyrir skáldinu. Einhver hafi bent henni á að skilja eftir hálft viskíglas í eldhúsinu á hverju kvöldi til að verða ekki fyrir ónæði og mælir hún eindregið með þessu ráði. Ekki fylgir þó sögunni hvort glasið hefði tæmst á nóttunni. Einn og einn kvartar þó yfir hávaða á efri hæðinni og er jafnvel að finna ágætis vísur í gestabókinni þar sem spilað er inn á skáldskap Davíðs sjáifs. Þessi finnst mér einna best: Þegar égfyrst mér fleygði ífletið og svefninn dró heyrði ég skáldið skrafa við skúffuna sína í ró. Tautaði eitthvað við sjálfan sig söng - og skellihló. Undir standa upphafsstafirn- ir S.S. og vona ég að höfundur fyrirgefi mér fyrir að kunna ekki að nafngreina hann frekar. Skrýtinn draumur Eitthvað hefur gestabókin und- arleg áhrif á mig þannig að ég hringi í starfssystur mína. Bara til hún viti livar ég er, ef ég myndi ekki mæta í vinnuna á réttum tíma næsta dag. Svo hlæ ég heil ósköp af vitleysunni í sjálfri mér. Gríp þvínæst ljóða- bókina sem ég tók með mér og fer að lesa. Upphátt, að sjálf- sögðu. Stundum kann ég söng- lag við textann og notfæri mér það. Enn og aftur velti ég því fyrir mér hvort ég sé kannski pínulítið skrýtin að haga mér svona. En hvað um það. Ég er farin að skemmta mér ágætlega og alveg hætt að vera smeik. Um miðnætti fer mig að syfja. Ég tek ljóðabókina með mér í rúmið og les aðeins meira. Verst að ljósið blikkar í sífellu. Ég lít upp en þá hættir það blikka. Byrja að fesa aftur, og enn blikkar ljósið. Svei mér þá ef ég heyrði ekki umgang á efri hæðinni líka? Að lokum gefst ég upp og fer að sofa. Klukkan hringir um sjöieytið næsta dag. í dagsbirtunni er allt svo sakleysislegt og ég spyr sjálfa mig við hvað ég hafi eig- inlega verið hrædd kvöldið áð- ur. Eg sem svaf eins og barn. Þá verður mér Iitið á stflabókina sem ég skildi eftir við náttborð- ið og við mér blasa tvær þétt- skrifaðar síður. Um leið rámar mig í að hafa vaknað, hálfskelk- uð og ákveðið að hripa nokkrar línur á blað: „Draumur: Eins og verið væri að draga sálina út. Hræðsla og átök. Síðan loksins ró og ég hugsaði: Aldrei aftur skal ég gista í þessu húsi. ....síðan vaknaði ég og í hús- inu var algjör ró. Annað hvort hef ég unnið í átökunum eða þá - sem er kannski líklegra - var þetta einhver bulldraumur, sprottinn upp úr ímyndunum kvöldsins.“ Ég vissi ekki hvað ég átti að halda eftir lesturinn. Ég mundi eftir að hafa skrifað þessi orð en draumurinn sjálfur hafði gjörsamlega þurrkast úr minni mér. Ég er engu nær um reim- leika í Davíðshúsi eftir þessa nótt. Hvar eru mörkin milli drauma og vöku? ímyndunar og raunveruleika? Einhvern veginn hef ég samt á tilfinningunni að þarna þurfi enginn að óttast. Þeir sem heimsækja í vinsemd uppskera vinsemd. Og þeir sem eru að- eins forvitnir eiga auðvitað ekk- ert annað skilið en smávegis martröð. Bjarkarstígur 6, Akureyri. „Eg vona aðþú fyr- irgefir mér hnýsn- ina,“ segi ég í hálf- um hljóðum út í loftið. „Eg er hara svo forvitin... “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.