Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Síða 1
) !?
\
*1
^Dngur-^Iímtmt
LIFIÐ I LANDINU
Þríðjudagur 6. maí 1997 - 80. og 81. árgangur - 83. tölublað
Blað
„Þá var ég pottþéttur á því
að lagið mitt hefði unnið, “
segir sr. Sigurður Ægisson.
Hann hefur fengist tals-
vert við lagasmíðar á und-
anförnum árum og er
bróðir Gylfa, hins þekkta
sjómannasöngvara. Hér er
Sigurður með Guðrúnu
Gunnarsdóttur og Eyjólfi
Kristjánssyni, en þau
sungu lag hans, Þú og ég.
Myndir: -sbs.
Presturinn sigraði
Lagið Þú og ég, eftir sr. Sig-
urð Ægisson, prest á Gren-
jaðarstað í Aðaldal, í flutn-
ingi þeirra Guðrúnar Gunnars-
dóttur og Eyjólfs Kristjánsson-
ar, bar sigur úr býtum í dægur-
lagakeppni Kvenfélags Sauðár-
króks, sem haldin var síðastlið-
ið föstudagskvöld. Alls kepptu
tíu lög til úrslita og má segja að
lögin hafi í heild sinni endur-
speglað ijölbreytileika íslenskr-
ar dægurtónlistar, eins og hún
kemur fyrir í dag.
Erum sátt
við árangurinn
„Við getum ekki verið annað en
sátt hvernig til tókst með
keppnina þetta árið. Þá finnst
mér einnig að afar ferskur blær
hafi verið yfir lögunum, og þau
venjast mjög vel þegar hlustað
iil
iluraifÉ
__________________mmWM
Margir af þekktustu söngvurum landsins tóku þátt í keppninni. Hér sjást á
góðri stundu þau Helga Möller, diskódrottning, og Óskar Pétursson,
sprengitenór frá Álftagerði.
er á þau. Keppnin hér á Sauð-
árkróki hefur áunnið sér fastan
sess, og það má segja að við
höfum tekið við Eurovision-
keppninni að því leyti að þetta
er eina keppnin hériendis sem
er öllum opin til þátttöku. í ár
bárust okkur
inn tæplega 100
lög og þau
verða sjálfsagt
enn fleiri á
næsta ári.
Næsta verkefni
er í rauninni
það að fá sjón-
varpsstöðvarnar
til þátttöku í
þessari keppni,"
sagði Guðmund-
ur Ragnarsson,
framkvæmda-
stjóri keppninn-
ar, í samtali við
Dag- Tímann.
Lipur
lagasmiður
Presturinn á
Grenjaðarstað
er býsna lipur
lagasmiður. Hann hefur fengist
við lagasmíðar til ljölda ára, og
má geta þess að hann er bróðir
Gylfa Ægissonar, þess fræga
sjómannasöngvara. En sr. Sig-
urður syngur ekki um sæbarða
sjóara, heldur hefur hann frek-
ar vahð sér ástina sem yrkisefni
í lögum sínum. Þannig átti hann
í þessari keppni á síðasta ári
þrjú lög sem komust í úrsht og
náðu þar öh
góðum ár-
angri.
„Nú þegar á
ég í pússi mínu
þrjú lög fullbú-
in sem ég ætla
að senda inn á
næsta ári, og
þá ætla ég líka
að sigra í
keppninni,"
sagði sr. Sig-
urður í samtali
við blaðamann
Dags, að lok-
inni keppni í
fyrra. Ósagt
skal látið um
forspárleika
Sigurðar, en
hins vegar eru
þessi ársgömlu
ummæli, sem
sett voru fram
í galsaskap líðandi stundar þá,
býsna athyglisverð í ljósi þess
árangurs sem náðst hefur nú.
Sr. Sigurður Ægis-
son d Grenjaðar-
stað sigraði í dœg-
urlagakeppni
Kvenfélags Sauðdr-
króks, sem haldin
var d föstudags-
kvóldið. „Eg cetla
að vinna ncestf
sagði hann í viðtali
fyrir dri síðan. Og
allt gekk eftir nú.
Menningarframtak
Að keppni lokinni nú sagðist
Sigurður svo sem ekki hafa haft
neitt fyrir sér að hann myndi
vinna keppnina í ár. „En þegar
tilkynnt hafði verið að þau Guð-
rún Gunnarsdóttir og Eyjólfur
Kristjánsson hefðu verið valin
vinsælustu flytjendurnir var ég
alveg pottþéttur á því að lagið
mitt hefði unnið. Það kom líka
réttilega á daginn," sagði Sig-
urður Ægisson.
Á úrshtakvöldi keppninnar
kom út geisladiskur sem hefur
að geyma lögin tíu úr keppn-
inni, jafnframt þvf sem þar er
að finna lagið Þúsund Kossar
eftir Geirmund Valtýsson, við
texta Kristjáns Hreinssonar,
sem bar sigur úr býtum á síð-
asta ári. Konungur Skagafjarð-
arsveiflunnar var ekki með í
keppninni á þessu ári - að eigin
sögn til þess að gefa öðrum
tækifæri. - Og víst er að dægur-
lagakeppni Kvenfélags Sauðár-
króks er merkilegt menningar-
framtak sem gefur alþýðutón-
skáldum og textahöfundum
tækifæri til að koma sér og sínu
á framfæri, á meðan aðrir val-
kostir til dæmis af hálfu ljós-
vakafjölmiðla bjóðast ekki. -sbs.