Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Side 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Side 4
16- Fimmtudagur 6. maí 1997 Jl;tgur-®hrttmt Umbtíðalaust Konur og karlar = menn Ingunn St. Svavarsdóttir skrifar Konur eiga að leggja niður sérsambönd kvenna samkvæmt greinarhöfundi. Eg er eflaust ein af þeim sem rekst illa í flokki, þó ég hafi sjálf mjög gaman af að reka fé í réttir. Mér finnst t.d. kvennasam- bönd innan stjórnmálaflokka algjör tímaskekkja. Þau jafn- gilda því, að mínu viti, að karl- menn, sem kjósa Kvennalistann mynduðu Landssamband Kvennalistakarla (skammstafað LKK!) og héldu sérfundi með sér, um sömu mál og rædd eru í Kvennalistanum, m.a. jafnrétt- ismálin. Mér vitanlega hefur slíkt ekki komið til hjá stuðn- ingskarlmönnum Kvennalist- ans, enda eru þeir alltof miklir karlmenn til þess og réttsýnir að auki. í mínum huga erum við kon- ur að „króa okkur af“ sjálfvilj- ugar með því að viðhalda slík- um sérsam- böndum. Auð- vitað eigum við að taka þátt í stjórnmála- flokkum á ná- kvæmlega sama grunni og karl- menn. Við höf- um alla burði til þess og þessi sérsambönd kvenna innan flokkanna lýsa hreinni minni- máttarkennd - sem er algjör- lega óþörf í dag. Það má vera að hér áð- ur fyrr hafi þetta verið nauðsynlegt, þegar karlar voru yfirleitt meira menntaðir og þar af leiðandi sjálfsörugg- ari, en konur - en nú er öldin önnur sem betur fer. Konur mennta sig meira, taka meiri þátt í lífinu utan veggja heimil- anna og sitja í fleiri ábyrgðar- stöðum en nokkru sinni fyrr. Af þessu leiðir að konur eru ekkert síð- ur öruggari með sig en karlar og vita alveg hvað þær vilja - rétt eins og þeir. Ég tr.úi því að konur innan stjórnmála- samtaka eigi að rífa niður „kvennabúrin“, sem þær hafa margar hverjar hreiðrað um sig í og heila sér þess í stað beint inn í hringiðuna í starfi flokk- anna. Með því mætti koma í veg fyrir tvíverknað og skörun og vinnubrögðin yrðu markvissari. Þannig kæmust sjónarmið kvenna beint í æð inn í þunga- viktarstarf flokkanna, í stað ályktana frá þeim utan frá. Það getur ekki verið rétt að í stjórnmálaflokkum eigi apart- heid-stefna rétt á sér - síst af öllu eftir alla þá jafnréttisum- ræðu sem átt hefur sér stað og jafnréttisáætlanir flokkanna. Ef takast á að koma þessum áætlunum um jafnrétti kynj- anna í framkvæmd þá þurfa konur að taka upp ný vinnu- brögð og brjóta upp þessa gömlu aðferð og leggja niður sérsambönd kvenna ellegar að öðrum kosti að kreíjast þess að karlmenn innan stjórnmála- flokkanna myndi sams konar landssambönd karla innan flokkanna, fundi sérstaklega, fái seturétt fyrir formenn sína á þingflokksfundum til jafns við kvennasamböndin, láti útbúa sér karlamerki fyrir sig o.s.frv. Það hljóta allir að sjá til hvers slíkt myndi leiða. Nei - þá skulum við nú heldur vinna saman „eins og menn!“ Eg trúi þvt að kon- ur innan stjórn- málasamtaka eigi að rífa niður „kvennabúriní(, sem þcer hafa margar hverjar hreiðrað um sig í og hella sér þess í stað beint inn í hringiðuna í starfi flokkanna. 'ZOGGl' £/NN EMN/ Kvalir Þorsteins Þá er hvalamálið enn á ný komið í umræðuna. Að þessu sinni var það yfirlýsing frá Davíð Oddsyni sem kom því á dagskrá. Davíð fór að tala um að það hefðu verið mistök að gagna úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og að þeir sem væru að tala um að heija veiðar yðu að tala skýrar þannig að ljóst væri hvers konar og hversu mikla veiði þeir væru að tala um. Auðvitað er þetta sjónarmið Davíðs ekki nýtt af nálinni, hann hefur meira að segja lýst svipuðum skoðunm á Landsfundi nú síðast. Hins vegar gegna þessar yfirlýs- ingar Davíðs alltaf sama hlutverkinu - að snupra að- eins hann Þorstein. Sam- særiskenningameistarar sem Garri þekkir og sem þekkja vel til í Sjálfstæðis- flokknum segja einmitt að Þorsteini séu aldrei boðnar neinar stöður á vegum flokksins til þess að auð- velda honum útgönguleið- ina úr pólitíkinni. Á sama tíma er endalaust verið að bjóða mönnum eins og Frið- riki Sóphussyni feit emb- ætti. Hlutverk Þorsteins Ástæðan er sú að Davíð vill hafa einhvern í þingflokkn- um sem hann getur sparkað í annað slagið til þess að undirstrika livað hann er valdamikill. Þorsteinn er eiginlega eini ráðherrann sem kemur að gagni í þessu skyni. Friðrik er að missa vægið eftir að setningin fræga „svona gerir maður ekki“ hafði verið látin falla við nokkur vel valin tæki- færi. Björn er of traustur vinur og bandamaður for- sætisráðherrans til að nota hann í svona hluti og Hall- dór Blöndal hefur einhvern veginn ekki vægið sem þarf til að gera Davíð merkilegan í samanburðinum. Og þess vegna er sparkað í Þor- stein. Fyrir vikið treystir Þorsteinn sér engan veginn til að taka á hvalamálinu sem enn einn ganginn velkist áfram í óvissu þar sem hvorki er ákveðið að halda eða sleppa. Þorsteinn er meira að segja farinn að kynna málið fyrir forystu stjórnarandstöðunn- ar til að kaupa sér einhvern tíma áður en hann þarf að kveða upp úr með málið og segja samsæriskenningar- smiðir Garra að slík lýðræð- isást hjá Þorsteini jaðri við persónulegt met hjá honum. En það er vandlifað hjá Þor- steini og erfitt að rísa undir því að þurfa að taka af skarið vitandi að það verður einungis til þess að í hann verður sparkað. Hvalir úthafanna Hvalamálið er því orðið að miklu kvalamáli í sjávarút- vegsráðuneytinu. Hvalir út- hafanna eru kvalir Þor- steins og því langh'fari sem hvalir hafanna verða því lengri, stærri og öflugri verða kvalir sjávarútvegs- ráðherrans. Það er því eng- in furða þó nú séu menn farnir að tala um tvenns konar sérfræðinga í þessum efnum; hvalasérfræðingana á Hafró annars vegar og svo kvalasérfræðinginn í forsæt- isráðuneytinu hins vegar. Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.