Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Qupperneq 7
Þriðjudagur, (u ,«uu'>
MENNING OG LISTSR
Leikhús í þágu forvarna
Eini leikhópur
landsins sem sér-
hœfir sig í forvarn-
arstarfi, Stopp-
leikhópurinn, er á
Akureyri þessa
dagana.
Stopp-leikhópurinn hefur í
vetur verið að sýna for-
varnarleikritið Skiptistöð-
ina eftir Valgeir Skagíjörð í
grunnskólum landsins og hefur
eftirspurnin verið slík að nú eru
um 60 sýningar að baki. Hópur-
inn er atvinnuleikhópur og hef-
ur töluverða sérstöðu því hann
einbeitir sér að nota leiklistina í
þágu fræðsluefnis. í fyrra var
það umferðin, nú eru það fíkni-
efnin.
Að sögn Eggerts Kaaber, eins
leikaranna, þótti hópnum
spennandi að prófa að nota
leikhúsið til að miðla fræðslu en
þau passi sig á því að predika
ekki yfir krökkunum. „Það virk-
ar ekki. Það kemur hvergi fram
að þetta megi ekki. Það sem við
gerum er að draga upp dökka
mynd af þessum veruleika sem
tengist fikniefnum. Við reynum
að velta upp sem flestum
spurningum en svörum þeim
ekki.“
Eftir sýningar í skólum eru
umræður og leikurunum til full-
tingis er þá 26 ára gamall
óvirkur alkhóhólisti og fyrrver-
andi fíkill, sem hefur reynslu til
að svara þeim spurningum ung-
linganna sem upp koma.
En finnst Eggerti sýningarn-
ar hafa borið einhvern árang-
ur? „Já. Þó nokkuð margir
krakkar hafa komið til okkar
eftir sýningu þegar við höfum
verið á leiðinni út í bíl með leik-
myndardótið og við höfum þá
fengið spurnir af því að nokkrir
hafi tekið ákvörðun um að
hætta.“
Leikararnir sem taka þátt
auk Eggerts eru þeir Dofri Her-
mannsson, Hinrik Ólafssson og
Katrín Þorkelsdóttir. Leikstjóri
er Þórarinn Eyfjörð. Hópurinn
verður með fjórar sýningar á
Akureyri, í Gagnfræðaskófa Ak-
ureyrar og Gferárskófa. í kvöld
kl. 20.30 verður einnig sýning
fyrir afmenning í Gferárskóla.
lóa
Stopp-leikhópurinn sýnir verkið „Skiptistöðin.1
Dýrt persónufornafii
Vefarinn mikli
frá Kasmír
Lrílirrt r-lrir .a*»Hiidri Jíi.L£» H.llfe.
Breskir dómarar
vísuðu fyrir
skömmu máli til
Evrópudómstólsins
í Lúxemhurg því
þeir treystu sér ekki
til að úrskurða
hvernig túlka hœri
orðið „þeim/them“ í
enskri útgáfu ESB-
laga. Og billjónir
punda velta á því
hver túlkunin
verður...
Þýðingar eru afar vanda-
samar. Ekki síst þegar
þýða á lagagreinar þar
sem orðafag þarf að vera hár-
nákvæmt svo dómarar geti án
mikils vafa úrskurðað á grund-
velli þeirra. Orðið sem breski
áfrýjunardómstóllinn treysti sér
ekki til að túlka stendur í laga-
grein sem heimilar einstakling-
um að flytja vörur, m.a. ótak-
markað magn af sígarettum og
áfengi, til eigin nota milli ESB-
landa án þess að borga af þeim
toUa í landinu sem vörurnar
eru fluttar tU. Lagagrein nr.
8/1992 er til á 11 tungumálum
eins og vera ber (ekki íslensku)
og hljóðar svo á ensku: „As reg-
ards products acquired by pri-
vate individuals for their own
use and transported by them...“
(Að því er viðkemur vörum sem
einstaklingar hafa eignast til
eigin nota og eru fluttar af
þeim...)
Það kemur nefnilega ekki
fram í ensku lagagreininni að
Tóbaksframleiðandinn segist eingöngu vera umboðsmaður fyrir kaupand-
ann. Líkt og ef reyklaus eiginkona kæmi heim til Bretlands með tóbakið
sem eiginmaðurinn keypti sér í sameiginlegu fríi þeirra hjóna í Frakklandi
en hann náði ekki að kippa með sér þegar hann var skyndilega kallaður
heim til London.
einstaklíngurinn sem á vöruna
þurfi beinlínis að flytja hana
sjálfur, í eigin persónu, á milli
landa.
Þetta þætti kannski ekki ýkja
mikið vandamál ef billjónir
punda héngu ekki á spýtunni.
Tollgæsla hennar hátignar í
Bretlandi höfðaði nefnilega
dómsmál gegn tóbaksframleið-
andanum The Man in Black
Ltd. sem hún álítur að skuldi
billjónir punda í ógreiddum
tollum. Tóbaksframleiðendurn-
ir höfðu, með hjálp kunns
skattaráðgjafa í Bretlandi,
fundið fyrirtaksleið til að selja
„Death“ sígarettur sínar í Bret-
landi tollfrjálst. Fyrirtækið dró
dæmið þannig upp að fólk
keypti sígaretturnar í Lúxem-
burg, gegnum póstkröfu, og fyr-
irtækið sendi svo sígaretturnar
til Bretlands. Framleiðendur
rökstyðja mál sitt svo að fyrir-
tækið selji tóbakið ekki í Bret-
landi heldur gegni einungis
hlutverki umboðsmanns kaup-
andans fyrir kaupandann.
Gríðarlegir fjármunir eru í
húfi og hafa höfundar reglu-
gerðarinnar áreiðanlega ekki
órað fyrir því hve eldfim orð
þeir væru með í höndunum. Nú
þegar eru þóknanir lögfræðinga
fyrir að túlka orðin „by them“
komnar upp í milljónir punda -
og málið er enn ekki leyst. Mál-
ið var tekið fyrir hjá Evrópu-
dómstólnum fyrir skömmu og
þar sitja nú líklega dómarar af
ólíkum þjóðernum og rökræða
af mikilli alvöru um hvernig
þeir myndu túlka persónufor-
nafnið „them“ í sínu móður-
máli.
(Endursagt úr The Spectator)
I.KIKTIXAC AKl llKVH\H
Sýningar:
Föstudaginn
9. maí kl. 20.30.
Laugardaginn
10. maí kl. 20.30.
Síbustu sýningar
Það ætla allir að sjó
Vefarann!
Leikstjórn: Halldór E. Laxness
Sýningin er ekki vió hæfi barna
Ekki er hægt a& hleypa
gestum inn í salinn eftir
a& sýningin hefst.
Sýnt er ó Renniverk-
stæ&inu, Strandgötu 49.
Miðasalan er opin alla
virka daga nema mánudaga
frá kl. 13-17.
Sími í miðasölu er
462 1400.
JDagur-'Stmtmt
- besti tími dagsins!
i
%
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið kl. 20.00
KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI
eftir Tennessee Wiliams
13. sýn. miðvikd. 7. maí.
14. sýn. sunnud. 11. maí.
15. sýn. fimmtud. 15. maí.
FIÐLARINN A ÞAKINU
eftir Boch/Stein/Harnick
8. sýn. fimmtud. 8. maí. Uppselt.
9. sýn. laugard. 10. maí. Uppselt.
10. sýn. föstud. 16. maí. Uppselt.
11. sýn. mánud. 19. maí.
(annar í hvítasunnu) Uppselt.
12. sýn. föstud. 30. maí. Uppselt.
VILLIONDIN
eftir Henrik Ibsen
Föstud. 9. maí
Næstsíðasta sýning
Miðvikud. 14. maí
Síðasta sýning
LITLI KLAUS OG
STÓRI KLÁUS
eftir H.C. Andersen
Sunnud. 11.mafkl. 14.00.
Siðasta sýning
Tungskinseyjuhópurinn
í samvinnu við Þjóðleikhúsið
Óperan TUNGLSKINSEYJAN
eftirAtla Heimir Sveinsson
Frumsýning mið. 21. mai
2. sýn. föstud. 23. maí
3. sýn. laugard. 24. maí
Litla sviðið kl. 20.30
LISTAVERKIÐ
eftir Yazmlna Reza
Föstud. 9 maí. Uppselt.
Laugard. 10. maí. Uppselt
Föstud. 16. maí. Uppselt.
Mánud. 19. maí. Uppselt
Sunnud. 25. mai. Uppselt
Föstud. 30. maí.
Laugard. 31.maí.
Miðasalan er opin mánudaga og
þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi
til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30
þegar sýningar eru á þeim tíma.
Einnig er tekið á móti
símapöntunum frá kl. 10 virka daga.