Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Síða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Síða 4
4 - Laugardagur 10. maí 1997 4Dítgur-®tmrtm Grunnskólar Hafnarfjarðar Námsráðgjafar Umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður námsráð- gjafa við grunnskóla Hafnarfjarðar framlengist til 20. maí nk. Um er að ræða 1 'Á stöðugildi við eftirtalda skóla: Lækjarskóla 430 nemendur í 1.-10. bekk Víðistaðaskóla 560 nemendur í 1 .-10. bekk Setbergsskóla 650 nemendur í 1.-10. bekk Hvaleyrarskóla 530 nemendur í 1.-10. bekk Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu og sé með viðbótarnám í námsráðgjöf. Nánari upplýsingar veita skólastjórar viðkomandi skóla og deildarstjóri þjónustudeildar Skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar í síma 555 2340. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist undirrituðum að Strandgötu 31, 220 Hafn- arfjörður. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Talkermari Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu talkennara við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar framlengist til 20. maí nk. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi í leik- og/eða grunnskóla. Um kaup og kjör fer skv. samningum við STH. Næsti yfirmaður talkennara er Guðjón Ólafsson, deild- arstjóri þjónustudeildar, og gefur hann jafnframt nánari upplýsingar um starfið í síma 555 2340. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist undirrituðum að Strandgötu 31, 220 Hafn- arfjörður. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. -0- Olíudreifing Dreifingarstjóri Olíudreifing ehf. óskar að ráða dreifingarstjóra fyrir starfsemi sína á Akureyri og nágrenni. Starfið felur m.a. í sér skipulagningu, eftirlit og umsjón með dreif- ingu eldsneytis. Leitað er að manni sem getur unnið sjálfstætt og hefur reynslu af stjórnunarstörfum. Nánari upplýsingar veita Knútur G. Hauksson og Hörð- ur Gunnarsson í síma 550 9900. Umsóknum skal skil- að til Olíudreifingar ehf., pósthólf 4230, 124 Reykjavík, merkt „Dreifingarstjóri", eigi síðar en 21. maí nk. Olíudreifing efh. sér um dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olíufélagið hf. og Olíuverzlun íslands hf. Félagið hefur starfað síðan 1. janúar 1996. F R E T T I R Akureyri Hestamenn undir- búa stjómsýslukæru Ekki rétta aðferðin segir sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. Sameiginlegur fundin- hestamannafélaganna Léttis og Funa um reið- vegamál í Eyjafjarðarsveit skor- ar á sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar og umhverfisráðuneytið að breyta aðalskipulagi Eyja- fjarðarsveitar varðandi reið- vegi. Fundurinn vill að aðal- reiðleið milli Akureyrar og Mel- gerðismela verði áfram um gamla veginn að vestanverðu fram að Hrafnagili og reiðvegur verði lagður frá Hrafnagili fram að Melgerðismelum. Jafnframt verður stuðlað að öðrum reið- leiðum svo sem að austanverðu og víðar. Mikið stendur til næsta ár þegar Landsmót hestamanna fer fram á Melunum og er búist við allt að 15.000 manns á mót- ið eins og frarn hefur komið í Degi-Tímanum. Telja hesta- áhugamenn á Akureyri brýnt að ná úrbótum fyrir þetta mót. Þeir hafa samþykkt að fela lög- fræðingi að fá úr því skorið hver réttur hestamanna sé gagnvart leiðinni sem liggur frá Akureyri og að Hrafnagili sem lokað hefur verið af ábúanda Ytra-Gils. Þá mun lögmaðurinn leggja fram stjórnsýslukæru til skipulagsstjóra ríkisins vegna nýsamþykkts aðalskipulags Eyjaíjaröar. Oddviti Eyjaijarðarsveitar, Pétur Þór Jónasson, segist undrast þessi vinnubrögð. „Mér koma þessar ályktanir afskap- lega á óvart miðað við þá fundi sem ég hef átt með formönnum hestamannafélaganna að und- anförnu. Það er afar erfitt að fara fram á samvinnu og gott samstarf en hóta síðan í hinu orðinu kærum.“ Pétur Þór segir að búið sé að skýra sjónarmið deiluaðila og hingað til hafi verið lögð áhersla á að leysa málið með friði. Þessi viðbrögð ýti ekki undir farsæla lausn. „Ég kann ekki að meta svona vinnu- brögð," sagði sveitarstjórinn í Eyjaíjarðarsveit en vildi efnis- lega ekki tjá sig um atriði máls- ins að öðru leyti. BÞ Arnessýsla Smáþjóð á hrmgvegmiim Smáþjóðaleikarnir svo- nefndu verða haldnir hér á landi nú í júní. í tilefni þess og Landsmóts UMFÍ í júlí nk. fer nú fram kyndilhlaup á hringveginum og á Vestfjörðum og víðar en þátt f því taka ýmis félagasamtök víða af landinu. Hlaupið hófst í Reykjavík þaðan sem hlaupið var austur fyrir Fjall og í Flóanum brá hin sí- unga kempa Stefán Jasonarson í Vorsabæ undir sig betri fætin- um og tók léttan sprett eins og hans er von og vísa, „enda ávallt viðbúinn og alltaf í stuði“, unglingur á níræðisaldri. Við Skeiðavegamót tóku tveir félag- ar í Hestamannafélaginu Loga í Biskupstungum, þeir Böðvar Stefánsson og Sigurjón Sæland við kyndlinum og riðu með hann að Þjórsá. Ekki er að spyrja að greind fákanna því vel þurftu þeir að hugsa sig um áður en þeir létu til leiðast að bera knapa sína og kyndil yfir Þjórsárbrúna, einbreiða boga- brúna. Er næsta víst (!) að þing- mönnum kjördæmisins yrði af þeim góður styrkur í baráttu fyrir betri brú, hefðu þeir at- kvæðisrétt. Þar með lauk þætti Árnesinga í smáþjóðahlaupinu. -SB/Árnessýslu Hólar Stóðhestur stoppaður upp Stóðhesturinn Hrafn frá Holtsmúla, sem felldur var 28 vetra á Hólum, verður stoppaður upp og hafður til sýnis einhvers staðar á Hólum í Hjaltadal. Skólastjóri, Jón Bjarnason, segir nokkur dæmi um að hestar hafi verið stopp- aðir upp, m.a. hafi hestur Gust- avs Adolfs, sem frægur varð eft- ir stríðið í Póllandi fengið þá viðhafnarmeðferð. Fá dæmi munu þó um þetta hérlendis en þó má nefna Skjónu Björns á Löngumýri í Skagafirði. Ekki hefur verið ákveðið hver vinnur verkið eða hvenær en Jón segir engin vandkvæði að fá menn til starfans. Hrafn var tvímælalaust í hópi þekkt- ustu stóðhesta landsins og á marga snjalla afkomendur. BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.