Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 3
Jkgur-ÍEíirarat Laugardagur 24. maí 1997 - 3 F R E T T I R Vestfirðir Uppsöfnuð kvótareiði Kvótahandhafar vaða í milljónum og sýna landverkafólki hroka. Misskipting auðsins hefur hleypt illu blóði í fólk. Við erum búin að skapa þarna vissum fjölskyldum stóran arð og fáum ekk- ert í staðinn. Launakröfum okk- ar er hafnað og við fáum hótan- ir um lokanir," segir Trausti Ágústsson, talsmaður vest- firskra verkfallsvarða. Þótt hörð verkfallsbarátta landverkafólks á Vestfjörðum sé aðallega um kröfuna um 100 þúsund króna lágmarkslaun og gegn miðstýrðum kjarasamn- ingum, þá á sívaxandi misskipt- ing kvótaauðsins þarna veru- legan hlut að máli. Innan sjáv- arútvegsins hefur orðið vart við ótta að þessi reiði landverka- fólks á Vestfjörðum kunni að breiðast út til annarra sjávar- plássa. Á ísafirði varð þessi mis- skipting sýnileg þegar fjölskyld- urnar sem áttu Norðurtangann voru leystar út með tugum milljóna króna þegar Básafell tók við fyrirtækinu. Svipað varð uppi á teningnum í viðskiptum Hrannar, útgerðarfyrirtækis Guðbjargar ÍS og Samherja, þegar hlutabréfin fóru á al- mennan markað. „Þeir hefðu aldrei staðið svona í dag nema af því að við unnum verkin,“ segir Trausti. Hann segir enga launung á því að þessi misskipting hefur hleypt illu blóði í fólk. Sérstak- lega þegar haft sé í huga að landverkafólk átti töluverðan hlut í veiðireynslu útgerða með sinni vinnu. Á þeim tíma gátu vestfirskir togarar komið að morgni með fullfermi og haldið á miðin á ný að kveldi vegna dugnaðar fiskverkafólks við löndun og vinnslu aflans. Það hefur hinsvegar ekki fengið hlutdeild í þeim auði sem kvót- inn hafi skapað. Slagsmál við höfnina Verkfallsverðir Alþýðusam- bands Vestfjarða stöðvuðu löndun úr Bessa ÍS í Grundar- fjarðarhöfn í gær. Það tókst þó ekki fyrr en eftir slagsmál við starfsmenn löndunarverktak- ans á staðnum. M.a. var verk- fallskona tekin hálstaki og eins þurfti lögregla að skilja á milli manna sem slógust. Enginn meiddist alvarlega, en sumir voru með marbletti og eymsli. Töluverður viðbúnaður var við Grundarfjarðarhöf'n þegar átökin stóðu sem hæst og m.a. mætti lögreglan á Nesinu á fjór- Verkfallsverðir að vestan hafa farið víða um land til að reyna að koma í veg fyrir landanir úr vestfirskum togurum, m.a. til Hafnarfjarðar. Það er ekki síst sívaxandi misskipting kvótaauðsins sem veldur reiði þeirra. um lögreglubílum. Þá skemmd- ist einn bíll verkfallsvarða í lát- unum. Skiptar skoðanir voru meðal heimamanna um aðgerðir verk- fallsvarða. Á meðan sumir reyndu hvað þeir gátu að brjóta þá á bak aftur, voru þeir til sem sögðu upp hjá verktakanum. Alls tóku um tveir tugir verk- fallsvarða þátt í aðgerðunum á Grundarfirði í gær. Þá var von á öðrum eins fjölda til viðbótar að vestan. Verkfallsverðir leigðu sér flugvél í fyrradag til að fylgjast með ferðum Bessa frá Ilafnar- íjarðarliöfn. Þótt togarinn hafi horfið sjónum í skýjabakka þótti mönnum einsýnt hvert hann stefndi. í bítið í gærmorg- un voru verkfallsverðir mættir á kajann og lögðu bflum sínum við togarann. Þá strax reyndu löndunarmenn að landa og komu í land nokkrum tonnum áður en þeir gáfust upp. -grh Á námsdögum norrænna slökkviliðsmanna. Ögmundur Jónasson, Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík, Helga Jónsdóttir borgarritari, Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri og Guðmundur Vignir Ósk- arsson formaður Landssambands slökkviliðsmanna. Áfangasigur hjá slökkviliðsmönnum s nýgerðum kjarasamningi slökkviliðsmanna í Reykja- vík og á Reykjavíkurflugvelli fengu slökkviliðsmenn því framgengt að iðnmenntun þeirra og sérhæfing er metin til launa. Gildistími er til október 2000 og hljóðar uppá rúma 15% launahækkun. Um næstu helgi verður reynt að ná samningum á Akureyri við slökkviliðsmenn bæjarins og Brunavarna Suðurnesja. Þá er ósamið vegna 90 slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli. -grh Bílastæðasjóður Endurgreiðir 3-4 millj. kr. Sambandsleysi hjóna getur orðið til að stöðumælasektir eru tvígreiddar. Nokkur þúsund bíleigend- ur eru þessa dagana að fá góðar sendingar í póst- inum frá Bflastæðasjóði Reykja- víkur. Venjulega boða bréf frá þeim sjóði fátt gott. En ekki nú. Hér er um að ræða inneignir sem orðið hafa til þegar fólk hefur borgað tvo gíróseðla vegna stöðumælasekta. Endur- greiðslan kemur með verðbót- um - án vaxta. Stefán Ilaraldsson, fram- kvæmdastjóri Bflastæðasjóðs Reykjavíkur, útskýrði málið í gær: „Þetta getur gerst um það leyti sem við erum að senda út nýjan gíróseðil. Kannski hefur frúin tekið fyrsta seðilinn og greitt hann, - og síðan fer karl- inn með seinni seðilinn og borg- ar aftm vegna sama máls.“ Stefán sagði að um væri að ræða greiðslur upp á fast að 4 milljónum króna. Greiðslurnar hafa dregist í ein þrjú ár, sem væri óheppilegt. Því væru reikn- aðar verðbætur. Inneignirnar hafa orðið til allt frá 1992 til nóvember 1996. Nú er um að ræða peninga sem bfleigendur höfðu ekki saknað. Var ekki freistandi að láta þessar krónur verða eftir í sjóðnum? „Já kannski, en það er ekki okkar stfll, sama hvað menn halda um okkur," sagði Stefán. -JBP Geirfinnsmálið Ragnar átti að segja nei Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður sem vann að ítar- legri greinargerð þar sem krafist er endurupptöku Geir- finns- og Guðmundarmála, seg- ir að niðurstaða Ragnars Hall, að telja ekki rök fyrir endur- upptöku, komi ekki á óvart. „Þetta er hvorki nýtt né óvænt og alls engin vonbrigði. Ég þótt- ist vita að niðúrstaðan yrði svona.“ Þetta segir Ragnar Aðal- steinsson vegna þess að hannn metur sem svo að álit Ragnars Hall sé í raun aðeins málflutn- ingsyfirlýsing. „Hann telur það hlutverk sitt að koma í veg fyrir endurupptökuna. Segjum að ég Ragnari Aðalsteinssyni kom álit nafna hans ekki á óvart. Niðurstaða Hæstaréttar eftir mánuð? ílytji mál, sé t.d. verjandi í opin- beru máli, þá veit ég fyrir hverju ákæruvaldið mun berj- ast. Þótt ég vinni málið og fái sýknu þá er það þeirra að krefj- ast að maðurinn verði dæmdur. í skaðabótamáli krefst ég e.t.v bóta fyrir slasaðan mann en tryggingafélagið telur á móti að hann eigi engar skaðabætur að fá. Þetta er bara daglegt brauð.“ Ragnar býst við að það taki Hæstarétt rúman mánuð að úr- skurða í málinu og hann er bjartsýnn á niðurstöðuna fyrir hönd skjólstæðings síns, Sævars Ciesielskis. „Ég hef komist að þeirri nið- urstöðu að lögfræðilega séu öll skilyrði fyrir endurupptöku og þar af leiðandi tel ég náttúrlega víst að Hæstiréttur muni fallast á þá kröfu.“ BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.