Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 10
10- Laugardagur 24. maí 1997 ÍDitijur-®mtrrm Er ávana- og vímuefnaneysla unglinga vandi okkar ailra? • / Rannsókn þessi var gerð sem hluti af lokaverkefni við heilbrigðisdeiid Háskólans á Akureyri. Rannsakendur voru Ellen Óskarsdóttir, Guðrún Þóra Björnsdóttir, Ragnhildur Reynisdóttir, Rannveig Birna Hansen og Rut Tryggva- dóttir. Mynd: JHF Sagt er að æskan sé það dýrmætasta sem þjóðin á og að henni verði að hlúa. Það er ekki auðvelt að vera unglingur því á skömm- um tíma tekur hann út mikinn iíkams-, vrtsmuna- og félags- þroska ásamt því að sjálfs- mynd hans þróast. Á þessum árum er margt sem glepur og eru ávana- og vímuefni meðal þess. Neysla unglinga á Akureyri í rannsókn sem gerð var í mars 1997 á ávana- og vímuefna- neyslu unglinga í 8.-10. bekk í grunnskólum á Akureyri og tengdri fræðslu komu ýmsar at- hyglisverðar niðurstöður í ljós. Gríðarleg aukning er á áfengis- neyslu milli árganga en um 16% áttundu bekkinga hafa neytt áfengis á móti tæplega 70% í 10. bekk. Gagnrýni kom fram á spurninguna „Hefur þú drukkið áfengi?“, sumum fannst ekki rétt að segja að þeir Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 26. maí 1997 kl. 20- 22 verða bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson og Þórarinn B. Jónsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000. sem hefðu einu sinni prófað að smakka áfengi væru neytendur. Þetta þykir okkur rannsakend- um bera vott um það umburð- arlyndi sem áfengisneyslu ung- linga er sýnd. Til að svara þess- ari gagnrýni skoðuðum við hve stórt hlutfall nemenda sem sagðist hafa drukkið, drakk oft- ar en einu sinni á ári. Þar kom í ljós að um 65% nemenda í 8. bekk höfðu neytt áfengis oftar en einu sinni og um 90% tíundu bekkinga. Því má segja að mjög í Ijós kom að nem- endur vilja fá fræðslu frá foreldrum, Tóbak- svarnaráði, óvirkum áfengissjúklingi, SÁÁ, fyrrverandi fíkniefnaneytanda og Jafningjafræðslu framhaldsskólanna. Dekurbíll til sölu Til sölu hvítur Subaru Legacy, árg. 90, ekinn aðeins 60 þís. Einn eigandi frá upphafi. Verð 980 þúsnd. Uppl. í síma 566 8511 og 897 0900. lítill hluti láti sér nægja að smakka áfengi einu sinni. Svipaða aukningu mátti sjá þegar neysla á tóbaki var skoð- uð. Nær helmingur nemenda sagðist hafa byrjað að reykja 13 ára eða yngri og sama má segja um þá sem höfðu drukkið áfengi. Þegar nemendur voru spurðir að því hvernig þeir út- veguðu sér tóbak og áfengi hafði stærstur hluti þeirra keypt tóbak sjálfír og fengið áfengi frá 16- 20 ára kunningj- um. Hvað varðar tóbak er ekki hægt annað en að leiða hugann að þeim lögum sem eru í land- inu og banna sölu tóbaks til einstaklinga undir 18 ára aldri. Af þessum niðurstöðum má sjá að lögunum er ekki framfylgt. f þessum spurningalista var spurt um aðra ávana- og vímu- efnaneyslu og kom sniff, neysla á hassi/marijúana og neysla á svefn-/róandi töflum okkur mest á óvart. Af þeim sem svör- uðu spurningunni höfðu rúm- lega 10% sniffað og 7% prófað hass/marijúana og svefn-/ró- andi töflur. Þessi staðreynd vek- ur okkur til umhugsunar um það hvort fræðsla um þessi efni hafi gleymst og hvar nemendur nái í svefn-/róandi töflurnar. í Þar sem fræðsla er einungis einn þáttur forvarna þarf fleira að koma til ef fyrir- byggja á ávana- og vímuefnaneyslu unglinga. fræðsluherferð sem farin var til að kynna rannsóknarniðurstöð- ur spurðum við nemendur hvar þeim dytti í hug að hægt væri að ná í svefn-/róandi töflur og sögðu þeir að auðvelt væri að nálgast þessi lyf í skápnum hjá pabba og mömmu eða afa og ömmu. Því finnst okkur brýnt að vekja athygli á þessari neyslu og hvetja foreldra og aðra forráðamenn að þekkja verkun þeirra lyfla sem þeir eiga í fórum sínum og varðveita þau með hana í huga. Fræðsla og forvarnir Nær undantekningalaust hafa þeir nemendur sem neyta ann- ara ávana- og vímuefna neytt áfengis og tóbaks. Því má segja að áfengis- og tóbaksneysla sé undanfari annarar vímuefna- neyslu. Forvarnir ættu þess vegna fyrst og fremst að beinast að þessum þáttum. Þar sem fræðsla er einn þáttur forvarna spurðum við m.a. að því hvaðan nemendur vildu fá fræðslu. í ljós kom að nemendur vilja fá fræðslu frá foreldrum, Tóbaks- varnaráði, óvirkum áfengis- sjúklingi, SÁÁ, fyrrverandi fíkniefnaneytanda og Jafningja- fræðslu framhaldsskólanna. Áberandi var að stór hluti nem- enda vildi fræðslu frá foreldrum og þykir okkur það sýna hve mikilvægir foreldrar eru börn- um sínum. En að hverju ættu foreldrar að huga, til að geta veitt þessa fræðslu? Okkar hug- myndir eru að foreldrar kynni sér efnið, ákveði reglur, myndi sér skoðun á því hvernig reynt skuli að fyrirbyggja vandann og taka á honum ef hann skýtur upp kollinum. Ef foreldrar tala ekki um ávana- og vímuefna- neyslu við barnið sitt þá gerir það einhver annar og spurning- in er sú hvort foreldrar treysti þeim aðilum! Þar sem börn og unglingar verja stærstum hluta dagsins innan veggja skólans og læra þar samskipti við annað fólk finnst okkur hann hentugur vettvangur fyrir forvarnastarf. Þar sem fræðsla er einungis einn þáttur forvarna þarf fleira að koma til ef fyrirbyggja á ávana- og vímuefnaneyslu ung- linga. Okkar tillaga er sú að strax á fyrstu skólaárunum séu börn hvött til ákvarðanatöku, rökhugsunar og að tjá tilfinn- ingar sínar. Þetta teljum við geta orðið til þess að sjálfsmynd þeirra eflist og þau verði betur í stakk búin til að takast á við líf- ið og tilveruna og þar á meðal ávana- og vímuefni. IsC Hafralækjarskóli í Aðaldal auglýsir eftir skólastjóra Hafralækjarskóli er grunnskóli og er staðsett- ur í Aðaldal um það bil 20 km frá Húsavík og um 70 km frá Akureyri. Skólinn býr við góða aðstöðu til náms og kennslu. Skólinn er einsetinn heimanakstursskóli með um það bil 110 nemendur úr 4 sveitarfélögum þar sem sam- kennsla árganga er umtalsverð. Skólinn hefur nýlokið þátttöku í 2ja ára þróunarverkefninu „Aukin gæði náms“. Áhersla á list- og verkgreinar þó einkum tóniist eru helstu einkenni skólastarfsins. Innan veggja skól- ans er rekinn tónlistarskóli með sameiginlega stunda- skrá aðstöðu og búnað. Við skólann er rekin sérdeild, sem þjónar meðferðarheimilinu í Árbót. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Nánari upplýsgar gefa Sigmar Ólafsson, skólastjóri í síma 464 3580-81 og Dagur Jóhannesson, oddviti í síma 464 3510-20. FJARMALARAÐUNEYTIÐ Starfskraft vantar í mötuneyti vegna sumarleyfa. Einhver kunnátta í matargerð æskileg. Upplýsingar í síma 560 9008 eftir kl. 13.30 frá mánu- deginum 26. þ.m. Fjármálaráðuneytið.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.