Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 24. maí 1997 |Dagur-‘2Imrám ÞJÓÐMÁL íDttgur- ®ímtmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Bráður vandi í fyrsta lagi Váleg tíðindi berast þessa dagana um ástand geð- heilbrigðismála barna og unglinga á íslandi. Fullyrt er að hundruð barna séu veglaus og án meðferðar. íslenska velferðarkerílð getur einfaldlega ekki boð- ið upp á úrræði fyrir þessi börn og bráðatilfelli lenda á biðlistum. Samkvæmt ítarlegri umíjöllum hér í Degi-Tímanum á þessu máli í vikunni er ljóst að vandinn er margþættur og flókinn. Aldrei þessu vant virðast þó fæstir skilgreina vandann sem fjár- hagsvanda eingöngu, sem hægt sé að leysa með því að slaka á sparnaði í heilbrigðiskerfmu. í öðru lagi Þvert á móti hefur heilbrigðisráðherra leitast við að beina fjármagni til barna- og unglingageðdeild- arinnar á Dalbraut án þess að séð hafi högg á vatni að því er virðist. Ráherra segir það hafa valdið nokkrum vonbrigðum, en bendir á að Qöl- margt annað sé í gangi til að taka á málinu, enda sé vandinn að verulegu leyti skipulagslegur og kalli á mikla endurskoðun og samþættingu milli stofnana og ráðuneyta. Geðheilbrigðisvandi barna og unglinga er að verulegu leyti sprottinn af hröð- um breytingum á aðstæðum fólks í þjóðfélaginu al- mennt. Velferðarkerfið hefur ekki náð að breytast í takt við þessa þróun og í því liggur vandinn. J í þriðja lagi Bflafloti landsmanna hefur tekið miklum stakka- skiptum á örfáum árum eða áratugum. Fáar ef nokkrar þjóðir eiga flottari bfla en við. Engum dytti í hug að bjóða glæsijeppunum með „sur- round" hljómtækjunum upp á vegakerfi sem mið- aðist við bflaflotann fyrir 25 árum. En af hverju bjóðum við börnum og unglingum með geðrænan vanda upp á úrræðakerfi sem miðast við löngu liðna tíð? Það er ánægjulegt að heilbrigðisráð- herra skuli vera meðvitaður um vandann, en hér þarf að slá í klárinn og láta verkin tala. Birgir Guðmundsson. \___________________________________________________/ Sp Utó Þarf að endurmeta kennslu í stærðfræði, í ljósi niðurstaðna samræmdra prófa? Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari á Húsavík Þetta stærðfræðipróf, sem hefur verið svo mjög umdeilt, það var ágætt að öðru leyti en því að vera alltof langt. Kennsla í stærðfræði, sem og öðrum greinum, þarf að vera í sífelldri gagn- rýnni skoðun. Mesti vandi grunnskólans á íslandi er skortur á sérmenntuðum kennurum í elstu árgöng- unum. Þá liggur vandinn einnig í samfélagsgerð- inni, þar sem heimanám á ekki upp á pallborðið. Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri Já, en ekki einungis í ljósi niðurstaðna á samræmdum prófum. Ekki sfður vegna allra þeirra breytinga sem orðið hafa á tækni og menntun undanfarin ár. Guðmundur Heiðar Frímannsson forstööum. kennaradeildar Háskólans á Ak Það er ljóst að endur- skoða þarf kennslu, bæði í stærðfræði og náttúruvísindum. Nú þeg- ar er hafið átak í endur- menntun starfandi kenn- ara í þessum greinum, og á því þarf að verða fram- hald. Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins Það er erfitt að svara því hvort endurmeta þurfi kennsluna. Hins vegar þarf að skoða það og tryggja að prófin séu ekki svona mismun- andi að þyngd milli ára, einsog verið hefur. Alltaf er matsatriði hvert hlutfall skólaeinkunnar og prófa á að vera, og ég tel að jafn- vel eigi skólaeinkunnin að vega þyngra vegna þess að kennari veit yfirleitt manna best hvar viðkom- andi nemandi er staddur í getu. Sviðahausar? „Þeir sögðu ljóst að mannsheil- inn breytti rafsegulbylgjum símanna í hita en orkan frá bylgjunum væri þó langt frá því að vera hættuleg heilsu manna.“ - Morgunblaðið greinir frá finnskri rannsókn á farsímum. Spurningin er hvort farsíminn framleiði sviðahausa. Rannsóknin er gerð af framleiðendum símanna. Traustvekjandi? Alkarnir drjúgir „Áttatíu prósent af því magni sem er drukkið drekka alkóhói- istar,“ - segir Guðbjörn Björnsson, læknir SÁÁ, í viðtali við Alþýðublaðið. Um 290 manns eru nú á biðlista eftir að komast á Vog. Sighvatur Blair „Það dugar skammt þó að Sig- hvatur haldi að hann hafi ætt- arnafnið Blair,“ - segir Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, í grein í Degi-Tfmanum í gær. Hvata fannst hann hafa unnið kosningarnar í Bretlandi og setti fram 10-liða stefnuskrá - sem hann gleymdi að ræða við Margréti Frímannsdóttur yfirmann sinn. Morgunstund gefur gull í mund „ÉG vil byrja á því að óska ís- lensku landsliðsmönnunum til hamingju með að hafa fengið mig til að vakna klukkan sex að morgni í fyrsta skipti,“ - segir handbolta- og fótboltadómarinn frægi, Magnús Vignir Pétursson, í DV í gær. FYRIBSÖGN DAGSINS: í helvíti brennur enginn logi heitar... - Illugi Jökulsson er athyglisverður sem fyrr í Degi-Tímanum. Hann varar við að fólk leiti til fjölmiðla til að ná fram per- sónulegum hefndnum. Bakdyr Evrópu s slendingarnir hafa setið að sameig- inlegum markaði í Evrópu um skeið með samningi Evrópusamfélagsins og EFTA. Á sínum tíma reiknaði tölu- glöggur hálskólarektor að ávinningur landsmanna af markaðnum yrði sem nemur áskrift af dagblaði á hvern ís- lending. Enn sem komið er hefur ábat- inn ekki farið fram úr þessu íturvaxna blaðburðarbarni í krónum og aurum. Evrópustjórnendur í Brussel hafa hinsvegar sent landsmönnum ýmsar ábendingar um nýja Evrópustaðla um bæði vinnutíma barna og gúmmí- smokka. Ávinningurinn er hins vegar fólginn í áminningum frá Brussel þegar íslensk stjórnvöld vilja halda áfram að brjóta endalapst á þegnum sínum. En íslendingar hafa einblínt of lengi á íjárhagslega þáttinn frá Brussel og gleymt þeim mannlega. Hið þríeina frelsi gerir ekki bara ráð fyrir hömlu- lausu flóði á peningum og varningi, heldur líka fólki. Ríkisborgarar landa á Evrópumarkaði hafa frjálsan aðgang að öðrum löndum samningsins, gæðum og gögnum. Allar helstu þjóðir Evrópu héldu ný- lendur á sínum tíma og halda sumar enn. Meira að segja Lettland átti tvær nýlendur á sínu blómaskeiði og er önn- ur þeirra eyjan Tobago í Karíbahafi. Ný- lenduherrar Evrópu fleyttu rjómann af þessum löndum og reistu hallir og sí- vala turna. Þeir súpa nú seyðið af þeim húsbyggingum. íbúar frá nýlendunum og öðrum samveldislöndum hafa margir þegnrétt á höfuðbólinu. Nú bankar þetta fólk upp á í helstu borgum Evr- ópu og spyr hvort herraþjóðin muni ekki eftir sér? Flug- hafnir álfunnar eru þétt setnar af nýbú- um sem vilja nú rukka aldagamalt meðlag í vanskilum. Hreiðra svo um sig og sína í stærri borg- um og setja svip á miðborgirnar. Umtalsverð hreyfing er þannig komin á breska heimsveldið með indverskar þjóðir í broddi fylkingar. Samanlagt eru Indverjar ljölmennari en Kínverjar, en England heldur minna en ísland að flat- armáli. Alsírbúar og Indókínverjar ásamt eyjarskeggjum úr Karíbahafi (jöl- menna til Frakklands og auka kjörfylgi mönsjúr La Penn með hverri bátsferð. Allar nýlendur Þjóðverja voru hins veg- ar teknar af þeim eftir fyrra veraldar- stríð og skipt á milli sigurvegaranna. Þýskir hafa bætt sér skaðann með inn- fluttum Júgóslövum og Tyrkjum á vinnumarkaðinn. íslendingum kann að þykja vanga- veltur um Indverja og Alsírbúa langsótt um- ræðuefni í byrjun Skerplu en svo er ekki. Réttindi ný- Iendubúa í löndum gömlu nýlenduherr- anna gilda líka á ís- landi eftir göngu landsins á Evrópu- markað. Bakdyr Evrópu standa galopn- ar á flugstöð Leifs Eiríkssonar. Austur Evrópa fær smám saman fulla aðild að Evrópusamfélaginu í áföngum og þegar er löngu ákveðið hvaða lönd eru í fyrsta hópnum. í fyllingu tímans verður Rússland sjálfsagt leiðandi afl á Evrópumarkaðnum með öllum sínum þjóðum og þjóðarbrotum sem ná yfir tólf tímabelti á norðuhveli jarðar. íslendingar hafa í orði skipst í tvo hópa varðandi aðkomufólk. Sumir segj- ast kæra sig kollótta um innflytjendur og nýbúa um leið og aðrir leyfa sér að efast. Mál af þessum toga hafa löngum verið mestu feimnismál íslendinga og talað um þau í háifum hljóðum eða hálf- kæringi. Landsmenn hafa að mestu verið laus- ir við kvíðann og öryggisleysið sem fylg- ir óttanum við samkeppni um atvinnu og mat og húsnæði við innflutt fólk. Flestir ibúar landsins eru af sama bergi brotnir þó síðari árin hafi fjölgað hérna fólki af íjarlægum uppruna. Þróun Evr- ópu verður ekki stöðvuð og þegar örlar á andúð á vinnumarkaði landsins á langt að komnu fólki. íslendingarnir munu ekki frekar en aðrar þjóðir sleppa við átök í landi sínu vegna aðkomufólks á markaði atvinnu og hjúskapar og annarra landsins gæða. Þjóðfélagið verður að búa sig undir að ræða þann vanda og fyrsta skrefið er að taka á þeim fyrir opnum tjöldum. Ásgeir Hannes. CLigei’t Mwtneð

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.