Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Þriðjudagur 27. maí 1997 jOagur ®ímhm FRETTASKYRING j^1 Ferðaþjónusta Fjör í faðmi náttúrunnar Guðmundur R. Heiðarsson skrifar Hvernig er hægt að bæta og efla ferðaþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu? Býður svæðið uppá eitthvað sem ekki er að finna í öðrum löndum? Eru ekki allar vörur og þjónusta á uppsprengdu verði, þjónustulund íbúa ekki uppá marga flska og er ekki alltaf rok og rigning á þessu annesi sem hýsir höfuðborg- ina? Sumir svara eflaust þessum spurningum játandi og telja að höfuðborgarsvæðið hafi ekkert það að bjóða sem ekki er hægt að fínna í öðrum löndum. Aðr- ir eru þessu ekki sammála og telja eðlilegt að stefna að því að efla borgina og nágrenni sem áhugaverðan áfangastað erlendra sem innlendra ferða- manna allt árið um kring. í þeim hópi eru m.a. borgaryfir- völd og hagsmunahópar í ferðaþjónustu á höfuðborgar- svæðinu. Vaxtarbroddur í það minnsta er stefnt að því að fjölga ársverkum í ferða- þjónustu um 4% á ári fram til ársins 2002. Það þýðir að árs- verkum mun fjölga úr því að vera 1.740 í fyrra í 2.120 í byrj- un næstu aldar. Á þessu tíma- bili er einnig reiknað með því að tekjur og arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu á höfuðborgar- svæðinu muni aukast um 10% á ári, eða úr 10,7 milljörðum króna í 17,3 milljarða árið 2002. Þá á að auka íjölda gisti- nátta um 10% á ári á veturna og 6% árlega á háannatíma. Þetta er m.a. sú framtíðar- sýn sem birtist í stefnumótun Reykjavíkurborgar í ferðaþjón- ustu og kynnt var á blaða- mannafundi sl. föstudag. Mikil Með markvissri stefnumótun er talið að hægt verði að samhæfa betur en verið hefur þá krafta sem hagsmuna hafa að gæta í ferðaþjón- ustunni. vinna liggur að baki þessari stefnumótun og lætur nærri að vel á annað hundrað manns hafi komið að því máli á einn eða annan hátt. í byrjun sl. árs var skipuð sérstök verkefnis- stjórn í málið en í mars ári áður hófst umræða innan ferðamála- nefndar borgarinnar um nauð- synina á því að marka sérstaka stefnu fyrir ferðaþjónustuna í borginni. í þessum efnum hefur m.a. verið horft til þeirra reynslu sem frændur vorir frar hafa náð í því að markaðssetja írland og Dublin. Með markvissri stefnumótun er talið að hægt verði að sam- hæfa betur en verið hefur þá krafta sem hagsmuna hafa að gæta í ferðaþjónustunni. Hingað til hefur helsti veikleiki hennar falist í lítilli samstöðu. Það hefur m.a. birst í ómarkvissri notkun þeirra Ijármuna sem lagðar hafa verið í ýmsar kynningar og þá einkum erlendis. Uppbrettar ermar „Þetta er ekki bara einhver skýrsla sem á síðan að rykfalla ofan í skúffu,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Ifún bendir á að í skýrslunni sé að finna ábendingar um íjöl- mörg verkefni sem þegar er farið að vinna að og verða væntanlega irnnin. Borgarstjóri leggin- áherslu á að allt höfuð- borgarsvæðið vinni saman að þessu verkefni, enda um gagn- kvæma hagsmuni að ræða hjá nágrannasveitarfélögum að styrkja ferðaþjónustuna og marksetningu svæðisins. Þar fyrir utan sé það ávinningur allra landsmanna að ferðaþjón- ustan sem atvinnugrein verði efld sem mest. Þegar er byrjað er að vinna að ýmsum málaflokkum og m.a. hafa leigubflstjórar verið á námskeiðum til að gera þá betri til að sinna erlendum farþeg- um. Ætlunin er að efla þjón- ustulund annarra starfsgreina og auka færni þeirra sem vinna í nábýli við erlenda ferðamenn. Talið er að það skipti miklu máli hvernig þeir hópar bera sig að sem eru allajafna í nán- ustu tengslum við ferðamenn. Sóknarfæri í framtíðarsýninni er stefnt að því að árið 2002 verði Reykja- vík þekkt sem hreinasta höfuð- borg Evrópu með stórbrotna náttúru sem býður uppá mikla möguleika á útivist. Þar þarf að leggja áherslu á tækifæri til hestaferða, veiði, sleðaferða, og ferða í óblíðri náttúru. Þá getur t.d. nætursund og miðnæturgolf skapað borginni sérstöðu. Þar fyrir utan geta uppákomur eins og menningarnætur orðið að- dráttaraíl fyrir bæði erlenda sem innlenda ferðamenn. Ný tækifæri til ráðstefnu- Þá er talið mikilvægt að borgin geri sýni- legri en verið hefur þá endurnýjanlegu orkugjafa sem hún nýtir við hitun, raf- orkuframleiðslu og til vatnsveitu. halds og námskeiða eru talin liggja í smærri og meðalstórum ráðstefnum og fundum. í þeim efnum er lagt til að stefnt verði að byggingu ráðstefnu- og tón- listarhúss í borginni sem hægt er að nota fyrir stærri viðburði. Nauðsynlegt er að efla ferða- mannaverslun með markvissu markaðsstarfi og þjálfun versl- unarfólks. Huga þarf að því að lengja afgreiðslutíma verslana yflr sumartímann, auk þess sem verð á bjór og léttum vín- um á veitingahúsum þarf að lækka verulega. Verðlag á þess- um vörum er talið með því hæsta sem þekkist í Evrópu og hefur frekar fælt ferðamenn frá landinu en hitt. Þá eru taldir miklir möguleikar fólgnir í skemmtanalífi miðborgarinnar sem þykir mjög fjölbreytt að ógleymdum sérstökum menn- ingarnóttum. Auk þess þarf að efla og styrkja sköpunarkraft í listum og menningu með áherslu á menningararfleifð og nýsköpun. Þá er talið mikilvægt að borgin geri sýnilegri en verið hefur þá endurnýjanlegu orku- gjafa sem hún nýtir við hitun, raforkuframleiðslu og til vatns- veitu. Það er t.d. hægt með því að koma fót kynningarmiðstöð á náttúrulegum orkugjöfum og jarðfræði landsins. Þessu til við- bótar er lagt til að stofnað verði kynningarsetur þar sem veiðar og vinnsla.í sjávarútvegi verða kynnt. Þá þarf að huga betur en verið hefur að þeim möguleik- um sem bjóðast í samgöngum með markvissri upplýsinga- miðlun fyrir ferðamenn. Síðast en ekki síst er nauð- synlegt að kynna þá öflugu samfélagsþjónustu sem rekin er í borginni. í þeim efnum þarf að koma því til skila hvað ferða- menn geta verið öruggir í Reykjavík miðað við aðrar borgir. Hvatningarverðlaun Til að efla frumkvæði og ný- sköpun í ferðaþjónustu er lagt til að árlega verði veitt sérstök hvatningarverðlaun. Athygli vekur að slagorð verkefnis- stjórnar er á ensku, „Reykjavflc - next door to nature“. Á blaða- mannafundinum sl. föstudag kom Helgi Pétursson, varafor- maður Atvinnu- og ferðamála- nefndar borgarinnar, með þá uppástungu að slagorðið yrði þýtt sem „Fjör í faðmi náttúr- unnar.“ -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.