Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Page 2
IDagnr-CCfmtmt VIGDÍS Vigdís svarar í símann í dag , milli klukkan 9 og 10. , , Ertu með spumingu, vantar ráð eða viltu notfæra þér flóa- STEFANSDÓTTIR markaðinn? Síminn er 563 6129 SKRIFAR Símbréf til Vigdísar? Þá er númerið 551 6270. Tölvupóstur til Vigdísar? Þá er netfangið vigdis@itn.is HVAÐ Á EG AÐ GERA? ís og höfuðverkur Lesandi hringdi or bar sig illa vegna þess ad í hvert skipti sem hann át ís, fékk hann skarpan sting í höfuðið og hann var ekki alveg nógu hress með þetta. Vildi vita hvort eitthvað vœri hœgt að gera í þessu, þar sem honum þykir góður ís, eins og fleirum. Hann lýsti verknum þannig, að hann stœði í um hálfa mínútu, stundum aðeins lengur og vœri mjög óþœgilegur. Þetta er fremur algengt vandamál og margir sem kvarta undan þessu. Það er sérstaklega vont þegar fólk er að borða heitt og kalt saman, t.d. borða ís og drekka kaff! um leið, en á sér líka stað þegar verið er að borða mjög kalt eingöngu. Það eina sem hægt er að gera, er að forðast það að láta ísinn snerta svæðið efst og innst í gómnum, það virðist vera það svæði í munninum sem er viðkvæmast fyrir kuldanum. Þó svo að verkurinn standi ekki lengi yfir, þá er hann regiulega sár og er stundum viðvarandi í allt að 5 mín. ef fólk er viðkvæmt. Margir eru líka með viðkvæmar tennur og þola illa kalt og heitt, það veldur verk sem er eins og sár tannverkur. Við því er ekkert að gera annað en að forðast slíkan mat, láta hann kólna og/eða láta mesta hitann rjúka úr honum áður en borðað er. Gönguferðir eru frábærar Gönguferðir eru áhrifa- rík aðferð til heilsuhóta og sífellt fleiri rök koma því til stuðnings. Konur sem hreyfa sig nokkuð, fara t.d. íröska göngu- ferð daglega, eru í allt að helmingi minni áhœttu hvað varðar sjúkdóma, meira að segja krabbamein. í Bandaríkjunum hafa farið fram rannsóknir á meira en 120.000 hjúkrunarkonum, sem hafa tekið þátt í ítarlegri könmm á tveggja ára fresti síðan 1976. Rannsóknin beindist fyrst og fremst að því hversu mikinn tíma þær notuðu í hverri viku til hreyfinga í fristundum, svo sem hjólreiða, gönguferða, hlaupa, simdferða, aerobic og fleira. Það kom í ljós að þær konur sem voru duglegastar að hreyfa sig samkvæmt þessari könnun, höfðu mun betri lífsvenjur en hinar sem latari voru. Mataræði þeirra innihélt minni dýrafitu, þær reyktu síður og tóku frekar inn vítaxmn og hormóna þegar kom að breytingaraldri. Þær sem höfðu lægsta prósentu líkamsfitu, höfðu helmingi minni líkur til að fá ákveðna tegund krabbameins Það viðrar ekki alltaf svona vel hér á landi, en þá er bara að klæða sig eftir veðri og vindum. en hinar. Þannig að hreyfingin með því að fólk taki upp virðist ekki bara stuðla beint að heilbrigðari lífshætti. betri heilsu, heldur óbeint lfka Miðvikudagur 9. júlí 1997 iTv ísinn er góður, en getur valdið þeim óþægindum sem viðkvæmir eru. RÁÐAGÓÐA H0RNIÐ Snyrtivörur og ofnæmi Margar konur nota snyrtivörur í talsverðu magni daglega. Yfirleitt valda þessar snyrtivörur engum vandrœðum, en að minnsta kosti 2-3 konur af hverjum 1000 hafa ofnœmi fyrir snyrtivörum og kvarta undan einkennum eins og bruna, flögnun, rauðri húð, blettum, útbrotum og ígerðum. Sennilega eru þœr fleiri sem hafa ofnœmi, en skipta bara um tegundir án þess að reyna að komast að því hvað veldur ofnœminu,Nokkur ráð eru til að minnka líkur á ofnœmisviðbrögðum vegna snyrtivara, eins og t.d. þesst- -Notið helst lyktarlausar vörur (nema auðvitað ilmvötn). -Gangið úr skugga um að vörurnar séu ofnæmisprófaðar af ábyrgum aðila. -Geymið snyrtivörur í vel lokuðum umbúðum. -Hafið þær aldrei þar sem sólarljós kemst að þeim. -Deilið ekki snyrtivörum með öðrum. -Fleygið snyrtivörum sem hafa breyst hvað varðar útlit, áferð og lykt. -Prófið vörurnar á hendi eða úlnlið, fremur en á andliti. -Þvoið ykkur um hendur, fyrir notkun snyrtivara. -Fleygið möskurum eftir 3. mán. notkun. -Notið ekki snyrtivörur við augu, ef um sýkingu í auga er að ræða og hendið þeim snyrtivörum sem notaðar voru á meðan sýkingin var að gerjast. -Leitið til ofnæmislæknis til að komast að því hvað veldur ofnæmi í snyrtivörum. Frá lesendum... Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 02 Akureyri eða Þverholti 14 Reykjavík. Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6i Duglegi næturvörðurinn á Hótel Norðurlandi Auðvitað er ekki hægt annað en að dást að dugnaði og miklum hetjuskap næturvarðarins á Hótel Norðurlandi aðfaranótt sunnudagsins 22.júní. Hann stóð (eða sat) staðfastur, vel varinn bak við afgreiðsluborð og læstar dyr þegar 6 ung- menni (18-23 ára) komu að dyrum hótelsins og hringdu dyrabjöllunni, staðfastul' í að hleypa engu svona andsk pakki inn. Þegar næturverðinum skildist að þessi óþverra lýður lét sig ekki og hólt áfram að hringja ekki einu sinni heldur látlaust ákvað hann að yfirgefa byrgi sitt og taka málið í sínar hendur. Hann reif upp hurðina og hellti yflr pakkið fúkyrða- flaumi sem hann hefur eflaust samið um leið og hann sá þetta hræðilega lið. Þar sem að einn af gestum hótelsins var meðal þessa óþjóðalýðs varð nætur- vörðurinn að hleypa honum inn. Þrátt fyrir þessa góðsemi hins hrausta næturvarðar, hélt fyrrnefndur hópur áfram að angra hann. Einn úr hópnum dirfðist að spyrja hvort viðkom- andi mætti nota salernið!!! Hví- líkur dónaskapur - að einhver sem átti alls ekki að koma ná- lægt hótelinu (því hann var ekki gestur), skyldi láta sér detta önnur eins fásinna í hug? Næturvörðurinn bjargaði mál- unum með fieiri fúkyrðum, m- / . N V f 0 Iv 1 r T E V ' 4 n L ■ . r íTTmi B ?f ‘Jfm -!0R9 iu “ Æ skellti í lás og fór aftur í byrgi sitt til að safna kröftum ef þetta hyski léti ekki segjast. Nokkrar mínútur liðu og hyskið fór ekki (voru e.t.v. að bíða eftir fyrr- nefndum hótelgesti). Þá dettur stúlkunni í hópnum í hug að tala við næturvörðinn (!!!). Það hefði hún betur látið ógert. Hún ætlaði að spyrja eftir vini sín- um, hótelgestinum, - athuga hvort hann færi ekki að koma aftur. Hvernig gat henni dottið þetta í hug? Hún hringdi dyra- bjöllunni enn einu sinni og sagði vinum sínum að standa aðeins frá því í fávisku sinni hélt hún að hún væri minna ógnvekjandi og pirrandi svona ein. Hún gáði hins vegar ekki að því að nú var hinn hrausti næturvörður búinn að setjast niður og hvila sig og kom þar af leiðandi tvíefldur til dyra. Hann reif upp hurðina (með sömu til- þrifum og áður), tilbúinn með nýja dembu af fúkyrðum, MIK- IÐ harðorðari en áður (stúlkan kom ekki einu orði að) og hon- um tókst svo vel til í þetta skipt- ið að hann kom stúlkunni ( andsk druslunni ) til að gráta!! Hinum fyrrnefnda gesti var hleypt út um leið og aftur skellt í lás. Hversu mikill getur hetju- skapur eins næturvarðar orðið??! Rut Ingólfsdóttir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.