Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Blaðsíða 12
Jlagur-ÍÍItmtmt
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Miðvikudagur 9. júlí 1997
‘fbbSbQO
Ý6/.3ð00
'e/f.
,0 -/j»
rpHSfiH birt án
I 1» g&^gSL m WWm ABYRGOAR
Stoltur afbrotamaður
David Kisson var sakfelldur fyrir að
þykjast vera lögfræðingur og dæmdur
í fjögurra ára fangelsisvist. Kisson
var einnig gert að endurgreiða fórn-
arlömbum sínum nærri sex milljónir
króna. „Ég sá hann nokkrum sinnum
í dómsalnum og hann virtist ákaflega
montinn af verkum sínum,“ sagði eitt
fórnarlambanna.
Varið ykkur á tilboðunum!
Maður nokkur í Bandaríkjunum, Da-
ve Feuerstein að nafni, fór í mál við
stórverslun eina fyrir þær sakir að
svo gífurlegt magn af vörum hefði
verið á tilboðsverði að hann hefði
fengið í bakið við að bera allt góssið
heim. Hann gerði sér nokkrar ferðir í
verslunina á dag í þrjá daga sam-
fleytt. „Svona tilboð eru of góð til
þess að hægt sé að neita sér um
þau,“ sagði Feuerstein. „Stórmarkað-
urinn hefði átt að sýna meiri tillits-
semi og gera viðskiptavinum sínum
ókleift að gera það sem ég gerði. Ef
öll þessi tilboð hefðu ekki verið í
gangi hefði ég ekki fengið í bakið.“
Bangsi bjargar barni
Logan Newcom er ekki nema tveggja
ára. Hann var í feluleik heima hjá sér
þegar óhappið varð: Hann datt út um
glugga á annarri hæð. Til allrar ham-
ingju lenti hann á bangsanum sínum
og meiddist ekki alvarlega.
Dómarar bíta líka
Það eru íleiri en hnefaleikarar sem
geta misst stjórn á kjaftinum á sér.
Dómari nokkur í Bandaríkjunum,
Joseph Troisi, gat engan veginn sætt
sig við það þegar Bill Witten, sem var
staddur í dómsalnum sem áheyrandi,
lét falla niðrandi ummæli um dómar-
ann meðan á róttarhöldum stóð. „Hr.
Trosi steig niður úr sæti sínu, fór úr
embættisskikkju sinni, og síðan kom
til átaka milli þeirra," sagði lögreglu-
maðurinn Terry Snodgrass. Átökun-
um lauk með því að dómarinn beit
stykki úr nefi hins ósvífna áheyranda.
(c) „Ovi’s World of the Bizarre"
http y/www. ovis. com
Net-slúður
(sel það ekki dýrara en...)
Kirkjubjöllurnar eru farnar að
klingja í eyrum aðdáenda leik-
konunnar Umu Thurman en hún sást
ásamt kærastanum Ethan Hawke á
röltinu í New York með vinsælum
brúðkaupsskipuleggjanda. Þetta yrði
hjónaband nr. 2 hjá Umu, það fyrra
(við Gary Oldman) endaði með skiln-
aði fyrir fimm árum.
Michael Jackson styður konu sína,
Debbie Rowe, af heilum hug í
þessum harða heimi. Það nýjasta er
að hann hefur undanfarið hvatt hana
dyggilega til að gangast undir viða-
mikla fegrunaraðgerð svona til að
meiri symmetría verði á milli þeirra
hjónakorna. Rowe er hógvær, jarð-
bundin kona og var í fyrstu mótfallin
tilhugsuninni. En hún er víst öll að
koma til enda áfram um að gleðja
bónda sinn. Jackson vill að læknar
krukki eitthvað í andlit hennar og
fitusjúgi likamann...
.
Fullnægði
henni ekki
Það hefur komið á daginn
að Madonna (38 ára) er
óseðjandi og mun hún hafa
fleygt ástmanni sínum
Carlos Leon (29 ára) - því
hann gat ekki fullnœgt
henni í bólinu. Madonna
mœlti svo fyrir um að Carl-
os, faðir níu mánaða gam-
alar dóttur hennar, skyldi
ganga um með símboða svo
hún gœti látið hann vita
hvenœr sem hún var ástar-
þurfi. En unglambið Leon
hreinlega stóð ekki undir
hömlulausri ástarlyst
hennar. „Þegar hún villfá
það þá á ég bara að kasta
öllu frá mér, hlaupa heim
og þjónusta hana. Þetta
varð mjög þreytandi. Ég
vissi aldrei hvenœr símboð-
inn gatfarið að pípa. Ég lét
sem ég heyrði ekki í honum
nokkrum sinnum enfékk
þá bara öskur og lœti þeg-
ar ég kom heim. “
Paltrow ver Pitt
Gwyneth Paltrow er ekki sama um fyrrver-
andi kœrastann og hefur nú skrifað banda-
rísku blaði bréf þar sem hún reynir að
vernda orðstír Brad Pitt. Ljóskan hýreyga
segir þar Pitt vera góðhjartaðan og heil-
steyptan mann og einnig segist hún orðin
dauðleið á að lesa um meint ástarsamband
hans við leikkonuna Claire Fulliano. En
hún þegir sem gröfin yfir sambandsslitun-
um þótt það eitt hefði getað fengið slúðr-
ara í blaðamennskustétt til að setjast niður
og lesa bréf. Pitt virðist þó ekki alveg sá
heiðursmaður sem Paltrow vill vera láta
því hann segir vinum sínum að hann hafi
yfirgefið Paltrow því hann þoli ekki jjöl-
skyldu hennar! Sjálfur er Bradfrá lítt efn-
uðu heimili í Mið-vesturríkjunum. Pabbi
Gwyneth er framleiðandinn Bruce Paltrow
og mamma hennar leikkonan Blythe Dann-
er og lifði Gwyneth vernduðu lífi á þeytingi
milli New York og Kaliforníu. „Þegar við
Gwyneth rifumst þá fór hún beint með það
íforeldra sína og sagði þeim allt. Ég vissi
svo ekki fyrr en þau voru komin á línuna til
að ráðleggja mér hvernig ég œtti að höndla
sambandið. “