Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.07.1997, Blaðsíða 1
Tmtfrá®-taigKÍR
'riii'V. ö\ moojtwAwbaii -
Miðvikudagur 16. júlí 1997 - 80. og 81. árgangur -131. tölublað
Páll A. Pálsson, Ijósmyndari
á Akureyri, hefur safnað
kortum frá upphafi og á
nánast eina heila safnið á
landinu, vantar bara eitt
kort. Hann er myntsafnari
og byrjaði að safna kortum
í framhaldi af því. Hér að
neðan má sjá nokkur
sýnishorn afþeim kortum
sem Páll á. Myndir: GS
Grúskarí
koiium
Páll A. Pálsson,
Ijósmyndari á Ak-
ureyri, safnar kred-
it-, debet-og öðrum
plastkortum og á
nánast eina heila
kortasafnið sem til
er hér á landi, hann
vantar aðeins eitt
kort, fyrsta kortið
frá Sparisjóði Hafn-
arfjarðar. Páll á
fullar möppur með
kortum þar sem
saga kortanna hér
á landi er rakin frá
1975.
tli ég hafi ekki verið tíu
ára gamall þegar ég
byrjaði að safna mynt
og tók þá að hluta til við safni
frá öðrum. Ég byrjaði mjög
fljótlega að safna kortum eftir
að þau komu,“ segir Páll A.
Pálsson.
Þekkir
söguna upp á hár
Páll er öllum Akureyringum vel
kunnur enda best þekktur sem
ljósmyndari á Akureyri en
einnig sem safnari. Hann hefur
safnað mynt lengi og á nokkurt
safn af nýju myntinni, kortun-
um frá öllum kortafyrirtækjun-
um, VISA, EURO, bönkunum og
ýmsum öðrum fyrirtækjum.
Hann hefur safnað greiðslu-
kortum af ýmsu tagi frá upp-
hafi, á eintak af öllum kortum í
landinu frá upphafi - nema eitt
kort, fyrsta kortið í Sparisjóði
Hafnarijarðar. Hann hefur
greinilega spáð mikið í sögu
kortanna, þekkir hana upp á
hár og veit nákvæmlega hvaða
munur er á hvaða korti.
„Fyrstu kortin voru mikið
vandamál. Það voru stífar regl-
ur um að það ætti að skila kort-
unum og klippa
þau. Fyrstu
kortin sem ég
fékk voru útgef-
in á sparisjóðs-
stjóra og
bankastjóra
viðkomandi
stofnana. í dag
er miklu auð-
veldara að ná í
kortin vegna
þess að þau eru
auðvitað orðið
miklu almennari. Fólk veit að
það þýðir ekki að fara með ógilt
kort í búð þegar kortin eru út-
gefin til ákveðins tíma,“ segir
Páll.
Erfitt fyrst
Hann er með kortin sín skipu-
lega sett upp í möppu og hefur
skrifað sögu kortanna inn á
blöðin og útskýringar með.
Hann bendir á að talsverður
munur er á fyrstu kortunum,
liturinn breytist til dæmis og
merki stofnananna koma smám
saman inn á
kortin svo eitt-
hvað sé nefnt en
smám saman
minnkar mun-
urinn á kortun-
um og einfald-
ast eftir því sem
kortin festa sig í
sessi í landinu. í
sumum tilvikum
getur munurinn
á þeim falist í
því að smáa
letrið hefur breyst og jafnvel
letur á bakhlið.
Bankarnir gefa engar upp-
lýsingar um kortin og hefur Páll
því orðið að grúska í þeim upp
á eigin spýtur með allri þeirri
fyrirhöfn sem því fylgir.
„Þetta var erfitt fyrst vegna
þess að þá vissi ég ekki hvar
eða eftir hverju ég átti að leita
en auðvitað þróaðist þetta að-
eins með tímanum. Núna er
mun minna um breytingar á
kortunum. Bankarnir voru sex í
upphafi en eru bara þrír í dag
og sparisjóðirnir voru nærri
fimmtán. Bankastofnunum hef-
ur fækkað og nú er kannski nóg
að hafa eitt kort,“ segir hann.
Kort frá Moskvu
Páll hefur einnig safnað erlend-
um kortum, til dæmis American
Express, sem er útgefið í
Moskvu, og jafnvel korti frá
Sjóvinnubankanum í Færeyjum.
Hann safnar einnig barmmerkj-
um (prjónmerkjum) íþróttafé-
laga-og öðrum íslenskum barm-
merkjum og á líka dágott safn
af þeim. En skyldi hann safna
fleiru? „Þetta er nóg. Kortin eru
bara plastplötur, notaðar og þar
með ógildar er gildistíma lýkur,
og ja...það eru skemmtilegar
myndir á þeim,“ segir hann og
bætir við að það fari ekki mikið
fyrir safninu, ekki ennþá að
minnsta kosti. -GHS
Pdll er með kortin
sín uppsett í
móppu. Hann hef-
ur skrifað s 'ögu
kortanna inn á
hlöðin og útskýr-
ingar með.