Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.07.1997, Blaðsíða 2
14- Miðvikudagur 16. júlí 1997
Jlcigur-ÍEíminn
MMJBBaHHHHHM
VIGDIS
STEFÁNSDÓTTIR
SKRIFAR
VILTU SPYRJA EÐA LEITA RÁÐA? VILTU SKIPTA, GEFA, ERTU AÐ SAFNA EINHVERJU? FLÓAMARKAÐURINN
ER EYRIR ÞIG. VILTU KOMA EINIJVERJU Á FRAMFÆRI? VIGDÍS ER VIÐ SÍMANN MILLI KL. 9 OG 10
ÞRIÐJUDAGA-FIMMTUDAGA OG SÍMINN ER 563 1629, FAX 551 6270, NETFANG vigdis@itn.is
AF NETINU
Umhvetfið
og við
Ef til vill finnst okkur
við geta ýtt frá okkur
tilhugsuninni um gróður-
húsaáhrif vegna þess hve
Jjarlœg þau virðask En því
miður er ekki svo. Nú
þegar eru mörg dœmi um
gróðurhúsaáhrif og í Bret-
landi hefur skoðana-
könnun leitt það í Ijós að
um 3/4 allra Breta telja
gróðurhúsaáhrif og mikla
mengun hafa áhrif á líf
sitt nú þegar.
Eitt af hverjum 7
börnum í Bretlandi þjáist
af astrna, sem talinn er
orsakast af eða versna
vegna mengunaráhrifa.
13 sinnum fleiri fara á
sjúkrahús vegna astma nú
en gerðu árið 1960.
Loftmengun af völdum
bíla er talin meginástæða
þessara áhrifa. Vegna
fjölda bfla tekur það mun
lengri tíma að aka í
gegnum London nú, en
þegar aðeins var um
hestvagna að ræða og
stjórnvöld eru að hugleiða
ráð til að minnka þessa
umferð og mengunina sem
af henni hlýst.
Karlmenn eru í vaxandi
mæli ófrjóir og hefur tala
sæðisfruma fallið um 40%
á síðustu 20 árum. Margir
vísindamenn telja að fjöldi
fruma muni halda áfram
að minnka, þar tii við
horfumst í augu við al-
heimsófrjósemi.
Hinn þjóðkunni réttur
Fish and Chips á undir
högg að sækja vegna þess
að þorskur hefur minnkað
mikið í höfunum. Nú er
talið, að aðeins um þriðj-
ungur þess ijölda þorsks
sé í Norðursjó, sem var
þar fyrir um 30 árum.
Vísindamenn vara við
því að gat á osónlaginu
muni myndast yfir Norð-
urskautinu, líkt og gerðist
yfir Suðurskautinu. Verði
gatið stórt, mun það
jafnvel ná yfir mikið af
Norður-Evrópu og auka
hættuna á húðkrabba-
meini og fólk neyðast til
að nota sólarkrem við alla
útiveru.
Þrátt fyrir mikinn
regntíma í vor, hafa
síðustu 2 ár verið þau
þurrustu í Bretlandi frá
því skráningar hófust.
Átta af 10 heitustu
sumrum á skrá hafa verið
síðustu 17 árin.
Miklar vegalengdir eru í stórum borgum og því talsverð bílaumferð í
þeim. Til að minnka mengun hafa ríkisstjórnir á nokkrum stöðum gripið
til þeirra ráða að takmarka bilaumferð verulega.
Fyndin nöfn
Mannanafnareglur eru ekki eins stífar erlendis og hér heima. Fólk
getur gefið börnum sínum nánast hvaða nafn sem er og notfærir
sér það óspart. Þeir sem bera nöfnin hér að neðan, kunna
foreldrum sínum kannski ekki miklar þakkir fyrir, en mörg þeirra
eru beinlínis dónaleg á enskri tungu, þó svo að íslensk þýðing sé
kannski meinlaus. Orðaleikir eru algengir í ensku máli og þar koma
oft fyrir orð, sem að öllu jöfnu eru venjuleg, en verða dálítið fyndin
í samhengi við önnur.
Candy Appel
Candy Baker
Mary Christmas
Harry Dick
Amand
Hugginkiss
Richard Less
Fair Hooker
HuFlung Dung
Gay Fox
Dick Funk
AlGore-Rythim
Sydney
Harbour
Rhoda Hazard
Harry Hole
Rose Lipps
Karl Underpants
Rusty Sword
Cliff Dweller
Barb Dwyer
Ann R. Rexia
Sherri Popp
Star Peerin
Kannski er best að heita
Jón eða Gunna, það vekur
ekki eins mikla athygli.
Neglur
Neglur eru gerðar úr
sama efni og hestahófar,
sterkar, sveigjanlegar og
endingargóðar.
Þó þær séu svo sterkar, geta
ýmis vandamál komið upp með
neglur. Þær geta brotnað og
klofnað, orðið mislitar og
mislagaðar og jafnvel dottið
af.
Ástæður vandamála
þessara eru m.a. skyndi-
megrun, sem orsakar það að
neglurnar fá ekki þau næring-
arefni sem þær þarfnast.
Nauðsynlegt er að taka
vítamín og steinefni þegar
farið er í megrun, til að vera
viss um að fá öll þau
næringarefni sem líkaminn
þarfnast. Ef fólk skortir
A vítamín eða járn, sést það
fljótt á nöglunum.
Fólk sem er mikið í
sápuvatni án þess að vera með
hanska, verður oft fyrir því að
neglur þess þynnast og
veikjast og stafar það af
kemískum efnum í sápunni.
Ráðlagt er að nota hanska við
hreingerningar og uppvask af
þessum sökum. Einnig er gott
að nota rakakrem og nagla-
næringu reglulega.
Og þegar fólk eldist, verða
neglur þess oft harðar og
brothættar. Við því er lítið að
gera annað en að hugsa vel
um hendurnar og gæta vel að
mataræðinu.
Hvítir blettir á nöglum eru
ekki hættulegir og koma til af
því að nöglin hefur ekki náð
fullum þroska og harðnað.
Sem sagt, passa mataræðið,
nota hanska þegar kemísk
efni eru meðhöndluð og nota
gott rakakrem og næringu.
/7 / / / Hcimilitíán|;i3trDagut-yímictn,Stfai«lgöiu31.póst!iólf58,60JAkiHt}T!e3,
rra l£S Ctlatl m ... Kttdti O Rc>Vjavíic. Nt'.bup tfcttjtiri(?i!agiit is Fas: 460 6171
Til umhugsunar
að er skelfilegt hvað það
heyrist mikið í fréttum um
stríðshörmungarnar er-
lendis. Það sést á öllu að þess-
háttar stjórnarfar hentar illa,
að ofbeldis menn stjórni og eru
ríkjandi í öllum stjórnum í lönd-
unum. Því ekki er hægt að kalla
þá friðarsinna þó að í stjórn séu
komnir, þegar þeir láta svona
morð viðgangast.
Það mætti halda að skrattinn
sjálfur hvísli að þeim orðunum
stjórna, ráða yfir og völd. Og að
þegar þeir heyri þessi orð, þá er
eins og þeir sjái þau í hillingum
og haldi að þá sé þeim leyfilegt
að pynta og kúga fólkið í land-
inu. Og þegar talað er um völd,
að þá megi niðurlægja alla
þjóðina.
Er þetta fólk, sem er í stjórn,
dáleitt af djöflinum með þessum
orðum? Sjálf er ég ekki djöfla-
dýrkandi og það er synd að
þetta fólk sjái tí.ia hvað þau eru
að gera rangt, sem er með öllu
óskiljanleg að þau geti ekki séð,
samvisku sinnar vegna. Hvað er
það sem veldur því að ráða-
menn í stjórn haga sér svona?
Koma þessi orð, stjórna, ráða
yfir og völd, þar við sögu? Hvað
eru þetta annað en orð sem
valda því að stjórnendur hegða
sér svona illa? Ég tel það ekki
svo fráleitt að þessi orð geti far-
ið um í höfði þeirra, sem eru í
stjórn. Það er eins og þau séu
blind af græðgi og upphefji sjálf
sig, þannig að þau erumeð
óraunhæft mat á sjálfum sér.
Þetta ættu mannfræðingar
eða sálfræðingar að gera að
hugleiðsluefni sínu í fari mann-
legra sála.
Lifið heil.
K.H.
Hvar eru grasblett-
ir fyrir bömin?
Sú var tíðin að hvar sem
auður grasblettur var finn-
anlegur að sumri var hann
vettvangur ungra krakka sem
spiluðu fótbolta frá morgni til
kvölds. í dag sést varla krakki
með bolta utan íþróttasvæða fé-
laganna. Það er afturför sem
skýrir að hluta þá deyfð sem er
yfir okkur Akureyringum í
knattspyrnunni. Hverju er um
að kenna? Börnunum? Varla.
Það hljóta að vera þeir sem
gæta þess vandlega að hafa
sem minnst af svæðum nýtan-
leiðsögn þjálfara, en ég er ekki
sammála því. í fyrsta lagi hafa
ekki allir áhuga og eða íjár-
magn til að æfa undir leiðsögn,
og eins er sá tími sem fer í æf-
ingar alls ekki nógur fyrir
krakkana svo að þeir nái upp
þeim árangri sem þarf til þess
að komast í fremstu röð. Ég er
ekki að kasta rýrð á þá sem
standa í þjálfunarstörfum hjá
félögunum. Þeir gera sitt til að
ná fram því besta hjá þeim sem
æfa undir þeirra stjórn. Sökin
er hjá þeim sem stjórna um-
Hjólað á grasinu.
legum til leikja fyrir börn og
unglinga. Það má ekki vera autt
svæði í bænum án þess að ekki
sé búið að planta þar trjám eða
fylla það með mold. Það er
góðra gjalda vert að fegra bæ-
inn með gróðri og trjám en það
er ekki minni fegurð í því að sjá
heilbrigð börn að leik á örugg-
um svæðum. Mér er spurn
hvers vegna mörkin voru ljar-
lægð af svæðinu við Lundar-
skóla. Var það til að K.A. gæti
innheimt gjöld af krökkum sem
æfa þar núna? Sumir kunna að
segja sem svo að betra sé fyrir
alla að krakkar æfi eingöngu
íþróttir á klúbbsvæðunum undir
hverfls- og íþróttamálum hjá
bæjarfélaginu. Þeir eiga að sjá
til þess að börn og unglingar
hafi svæði sem þau geta verið á,
með tilheyrandi búnaði til
knattspyrnuiðkunar. Þau eru
yfirleitt rekin umsvifalaust af
völlum félaganna ef þau láta sná
sig þar utan æfingatíma. Eg
vona að þessi hugleiðing mín
verði til þess að fleiri tjái sig um
þessi mál, því það er forsenda
þess að eitthvað verði gert í
málinu, að komi þrýstingur frá
Qöldanum.
Páll Eyþór Jóhannsson,
Eyrarlandsvegi 8.