Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.07.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.07.1997, Blaðsíða 4
^ v Kf- Miðvikudagur 16. júlí 1997 n> |Ðagur-®trmra( Guðrún Helgadóttir skrifar Átak til eflingar ferðaþjónustu AMAZING ICELAND - furðulega ísland - skulu vera nýju slag- orðin um landið okkar og voru nýlega verðlaunuð sem slík. Þessum fleygu orðum er ætlað að draga ferðamenn til landsins í þúsundatali til að berja aug- um þetta stórfurðulega land og undarlega fólkið sem í því býr. SIRKUS ÍSLAND, opinn alla daga og fram á nætur. Ekkert af þessu venjulega, hvorki skeggj- aðar konur né karlar sem of- vöxtur hefur hlaupið í. Bara ís- lendingar og harðbalinn til sýn- is! Og hrossin í rofabörðunum! Peningarnir hljóta að hrúgast í kassann. Gamli rustinn bjargaði siðmenningunni af alröngum ástœðum, segir í kvæði Audens um Churchill. Og það var svo sem hið besta mál að hann gerði það. Og kannski er líka alveg í lagi að draga fólk til íslands á vafasömum forsendum, svo að við græðum svolítið. Það er auðvitað smekksat- riði. Flestum finnst gott að fá gesti og gleðjast ef vinum og skylduliði finnst eftirsóknarvert að sækja þá heim. Trúlega eru þá gestgjafar skemmtilegar og þægilegar manneskjur og heim- ili þeirra aðlaðandi. Eða hvað? Þætti okkur kannski alveg eins notaleg tilhugsun að fólk sækt- ist eftir samvistum við okkur, af því að við værum svo furðuleg ? Mér þætti það verra. Þess vegna þykir mór það heldur ekki gott, að hingað streymi fólk til þess að skoða landið mitt sem eitthvert furðu- verk og landa mína sem sjald- gæfa furðufugla. Miklu frekar kysi ég að ferðamenn kæmu hingað til að skoða hrikalegt og ögrandi land og fólk sem beita þarf skynsemi og hugviti til að búa í því. Það er enda rangt, að ísland sé eitthvað furðulegra en önnur heimsins lönd. Það er einungis eitt af undrum verald- ar og þau eru mörg. En sannar- lega er ísland þess virði að sækja það heim. Og gaman væri að erlendir menn kæmu hingað til að kynn- ast þjóð sem tekist hefur, við oft á tíðum erfiðar aðstæður, að búa landsmönnum lífskjör á borð við það sem best gerist meðal siðmenntaðra þjóða og sómir sér meðal slíkra, fremur en einhverja furðufugla. Aðrir kjósa fremur að vera furðu- verk. Átakið hafið Ríkisstjórn íslands opnaði sirkusinn með viðhöfn. íslensk- ur togaraskipstjóri ruglaðist í reglum um tilkynningaskyldu og skipið var fært til hafnar eins og lög gera ráð fyrir þar í landi. Ekki vakti þetta neina athygli í Noregi enda al- gengur við- burður. Það var ekki fyrr en flugvél frá furðulandinu skellti sér niður og út úr henni geystist eigandi skipsins með íslenska ráð- herra, ráðu- neytisstjóra og ráðgjafa í bandi, að Norðmenn ráku upp stór augu. Þeir störðu furðu lostnir á aðkomumennina sem stóðu þarna eins og lukkutröll í nepj- unni á bryggjusporðinum og horfðu tileygir út á sjóinn. Fólk hafði aldrei séð annað eins. Amazing Iceland. Þeir sögðust vera í stríði við Norðmenn. Ég veit um Qölda Norðmanna sem ætlar að koma til íslands í sum- ar og skoða afganginn af þjóð- inni betur. Og borga fyrir það. Því að Norðmenn eru ekkert amazing. Norski skipstjórinn sem vissi ekki hvar hann var að veiða og var færður til hafnar hér, er bara fyrir rétti og norsk- ir ráðherrar segja að sér komi málið ekkert við. Þeir segja meira að segja að íslendingar séu fullfærir um að afgreiða málið og höfðu ekki heyrt um neitt stríð. Þaðan af síður hefðu þessir heimsfrægu nirflar tímt að Ieigja flugvél til íslands til að garfa í þessu. En þeir skilja samspilið milli olíu og elds bet- ur en við. Björn í ABBA kom strax Fréttirnar af furðufólkinu á bryggjunni bárust strax til ná- grannalandsins Svíþjóðar. Og víðförull Svíi, löngu leiður á venjulegum löndum og venju- legu fólki, upp- götvaði að þarna var eitt- hvað nýtt að sjá. Áður en við var litið var Björn í ABBA kominn til Hveragerðis með konu og börn. Og vitan- lega var viðtal við hann í blöð- unum og æstir íslendingar spurðu hvernig honum hefði litist á, mann- inum sem ferð- ast hafði um allan heim. Jú, hann hafði orðið fyrir vonbrigð- um með Reykjanesskagann, fannst hann ekki fallegur. En aldeilis óvænt höfðu Hvergerð- ingar reynst huggulegasta fólk, og hann nefndi ekkert að þeir væru skrýtnir. Engir víkingar og svoleiðis, þeir eru bara í Hafn- Þœtti okkur kannski alveg eins notaleg tilhugsun aðfólk scektist eftir samvistum við okk- ur, af því að við vcerum svo furðuleg ? Mér þcetti það verra. //£YS?Ð<y GV&VDUf?/ //£TC//?ÐO VS/?/£> ZfOGJ MFÐ LOFT- P/?£SSC/A/& £Y£//? OT/J/V //JÁ? Y/O/JUM PPG/V/9RJ 'P EOGG) arfirði. Svo hafði hann borðað á Skólabrú mat eins og venjulegt fólk borðar í útlöndum. Svíar vita ekki að þetta er hægt og undrunin leyndi sér ekki. Ég vona að hann þegi yfir þessu heima svo að átakið misheppn- ist ekki. Það sem Björn ekki sá Ég er dauðhrædd um að hann hafi ekki séð að íslenski hestur- inn borðar mold. Hann fór heldur ekkert í Borgarnes til að sjá blindfull íþróttagoð barnanna veltast um af drykkju, heldur ekki í Þórsmörk til að sjá sorphaugana í kjarr- inu eftir unnendur íslenskrar náttúru. Kannski veit hann ekki að þar þykja kinnbeinsbrot og lærbrot smámál, ef allir komast lifandi heim. Og hann minntist ekkert á víkingahátíðina í Hafn- arfirði. Hann gæti hreinlega hafa misst af furðum íslands, veslings maðurinn. Átakið AMAZING ICELAND er í hættu Þá er aðeins eitt að gera. Við sendum annan farm af útgerð- armönnum, ráðherrum, ráðu- neytisstjórum og ráðgjöfum til að horfa með stríðsglampa í augum út á úfinn sjá, ekki svona dauflegir til augnanna eins og síðast. Þá vita allir að víkingarnir ERU íslenskir og að þeir eru komnir til að gera strandhögg. í alvöru. Komið til íslands og sjáið hvernig þeir láta heima. Átakið AMAZING ICELAND verður að heppnast. Fullorðnir í vOdngaleík Víkingahátíðin í Hafn- arfirði hefur vakið mikla athygli undan- farna daga enda sjaldgæft að til landsins streymi útlendir víkingar í hrönnum, upp- dressaðir í víkingamúnder- ingu til að slá upp tjöldum og lifa eins og víkingar gerðu til forna, vissulega að forminu til því að auðvitað fer ekkert fyrir nútíma tækni, íþrótta- skóm undir dressunum og gleraugnaumgjörðum úr plasti. Víkingarnir hafa sýnt handverk og bardagalist af ýmsu tagi, reiðmennsku og jafnvel kokkamennsku yfir opnum eldi, á víkingatúninu í Hafnarfirði og þangað hafa Gaflarar og aðrir afkomend- ur víkinganna komið til að viðra sig og sjá aðra. Víkingahátíðin er svoh'tið sniðug því að þá getur full- orðna fólkið látið eftir sér það sem það ekki getur dags daglega, nefnilega leikið sér í víkingaleik og þannig sýnt sitt rétta eðli. Á víkingahátíð- inni geta allir farið í víkinga- föt og tekið þeim stökkbreyt- ingum sem þeir vilja. Stórir og fílefldir karlar rammir að kröftum, virðulegir kennarar og háæruverðugir embættis- menn, standa upp frá skrif- borðinu og fara í hörbuxur og skinnskó og setja upp skikkju úr gamla Álafoss- teppinu hennar mömmu. Þeir geta breytt sér í Eirík rauða eða Leif heppna, allt eftir vild, og jafnvel fjárfest í brynju, sem búin er til úr járndrasli, og nefnd því virðulega nafni hringa- brynja. Viðhalda óöldinni Útlendu víkingarnir hafa nú tekið niður tjöld sín og haldið aftur á heimaslóðir en ís- lensku vikingarnir, sem nefndir eru Gaflarar og kenndir við veitingahúsið Gaflinn, sitja eftir. Þeir sitja þó ekki auðum höndum enda væri það varla að víkingasið. íslensku víkingarnir eru skemmtanafíknir og bar- dagaglaðir menn sem hika ekki við að nota hvert tilefni sem gefst. Það liefur og sannast í þessum ágæta vík- ingabæ. Þar virða menn sög- una, halda víkingahefðinni á lofti og berast á banaspjót- um, vega mann og annan og reyna að veita djúp sár svo að blæðir. Því að í víkingabænum leggja menn metnað sinn í að vanda vel til bardagalist- arinnar og viðhalda óöldinni eins lengi og hægt er. f vík- ingabænum eru þrír yfirvik- ingar og þeir stjórna leikn- um. Yfir-yfiryfirvíkingurinn vill halda áfram að vera yfir- yfirvíkingur því að þá fær hann að fara á mannamót og láta eins og hann ráði öllu í bænum. Hinn yfirvíkingurinn hugsar um víkingaflokkinn sinn því að bráðum eru kosningar og svo langar hann pínulítið til að verða yf- ir-yfirvíkingur og ráða einhverju, bara pínku pons. Hann bara ræður ekki nógu og fær ekki að ráða meiru út af frekjunni í hinum. Kreistir með bros á vör Þriðji yfirvíkingurinn er sá besti af þeim öllum því að hann er snillingur í bardaga- list og ræður yfir hinum báð- um. Hann skilur eftir sig blóðslóðina hvert sem hann fer og er stoltur af. Þessi vík- ingur hefur sett fullt af litlum og saklausum víkingum á hausinn svo að jafnvel hinum yfirvíkingunum er nóg um. Hann heldur samt áfram því að hann ræður öllu sem hann vill ráða í víkingabæn- um og ef einhver fer að derra sig þá fer hann bara í mál. Þessi víkingur heldur öllum víkingaflokknum í greip sinni og kreistir með bros á vör. Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.