Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.07.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.07.1997, Blaðsíða 7
iDagur-(Emrám Miðvikudagur 16. júlí 1997 -19 aega. fólkið Kvikmyndakroppurinn fæst ekki gefíns Það er sumar. Og fœst höfum við gaman af að ganga úti með bert á milli laga ef maginn hef- ur mjög greinilega þurft að þola sjón- varpsgláp og jukk- fœði í vetur. Þú hef- ur kannski ekki ráð á einkaþjálfara eins og súperkropp- ar kvikmyndanna (sem eru reyndar bara til rétt á með- an á tökutíma stendur) en getur hér tínt það til sem þér þykja fýsilegar aðferðir til aðná maganum sléttum, rassinun kúlulaga, kálfunum sívölum, tánum íspíss... Einkþjálfarar eru nefnilega hugsjónamenn en ekki í gróða- hugleiðingum og eru því ónískir á töfraformúlur sínar. Mark Stevens er einn þeirra og hefur hann m.a. unnið gott starf á líkama Jamie Lee Curtis síðustu fimm ár. Prógrammið samanstendur af lóðalyftingum og þolfimi og gengst hún undir stífa þjálfun síðustu sex vikur fyrir tökur. Og bragðkirtlarnir tárast við matseðilinn a la Mark: fimm skammtar prótíni og fimm af kolvetni á dag auk ótakmarkaðs magns af ávöxt- um og grænmeti. Búið. Ekki nota olíur eða dressing, ekki ost, ekki borða síðla dags og alls ekki drekka minna en 20 glös af vatni. Ray Kybartas hefur m.a. pínt þau Madonnu, Sean Penn og Chris Penn. Ray hefur annan stfl á þjálfuninni en Mark og til að marka sér sérstöðu fer hann gjarnan með kúnnana sína út í náttúruna, setur þá í kanóa, hjólabáta eða fylgist haukfránn með þeim hlaupa á gljúpum sandströndum - til að fríkka kálfana. Matseðilinn nefnir hann megrun hellisbúans og mun vera í hlutföllunum 30% fita, 40% kolvetni og 30% prótín (og reiknið nú!). Á mannamáli myndu þessi hugtök vera fólgin í mögru kjöti, fiski, ávöxtum og grænmeti. Þegar vekjaraklukkan hringir á fólk, sam- kvæmt ráði Gunnars Peterson, að stökkva fram í eldhús, setja einn bolla af eggja- hvítum saman við blandarann og strá svo fitu- lausu kakódufti yfir. Þar með er ljúffengur morgunverður tilbú- inn. Gunnar er vinsæll meðal margra leikara og þykir hafa „aggressívan“ þjálfunarstfl(!). • Sé kúnninn að þjálfa líkam- ann fyrir nektarsenu minnk- ar Gunnar hlutfall kolvetnis smám saman síðustu þrjár vikurnar íyrir upptökurnar, svo húðin verði stinnari. (sko, það er ekkert að marka þessa kvikmyndakroppa). • Heillaráð Gunnars er að byrja daginn (þ.e. áður en þú færð þér eggjahvítu orku- drykkinn) á því að drekka glas af volgu vatni og gera nokkrar magaæfingar. Þar með ertu víst búinn að fyrir- gera matarlystinni fram eftir degi. Jamie Lee Curtis hefur líklega verið svona slank og fiott alla tíð en Mark Stevens hefur alla- vega gert sitt til að hún haldi í horfinu. Alyssa Milano er ein þeirra sem fílar þjálfunartaktík Gunnars Petersons og er hér á veggjaklifurssvæði. Madonna þarf að þola prógrammið hans Ray Kybartas.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.