Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 11
íDagm-ÍEtmútn Kosningar í Bosníu Serbneskir hermenn í Króatíu 1991: ekki einhliða óvinir. inna líklegast þykir að illdeilurnar í Bosníu leiði til þess að landið skiptist á milli Júgóslavíu og Króatíu með múslimskt smá- ríki á milli. Svo að segja hvaðeina sem Bandaríkjastjórn gerir eða læt- ur frá sér heyra þessa dagana, hvort heldur er viðvíkur innan- eða utanríkismál, er með hlið- sjón af því að það spilli ekki möguleikum Bills Clinton á end- urkjöri á forsetastól í nóvem- ber. Eitt mesta áhyggjuefni hans og manna hans í utanrík- ismálum í því samhengi er Bo- snía. Samkvæmt Dayton-samningi skulu kosningar fara fram þar- lendis 14. september. Meira en helmingur kjósenda flóttamenn í augum stjórnar Clintons um þetta „sýndarríki", er eins og sakir standa, mikilvægast alls að „hann hangi þurr“ framyfir bandarísku forsetakosningarn- ar. Ef veruleg truflun kæmist á meint friðarferli í Bosm'u fyrir kosningarnar í nóvember, gæti það ráðið úrslitum í þeim. I því samhengi horfir Bandaríkja- stjórn líklega með sérlega mikl- um áhyggjum fram til 14. sept- ember. I því sambandi er bent á að af um þremur milljónum Bo- sníumanna, sem kosningarétt hafa, eru yfir 800.000 flótta- menn erlendis. Par að auki eru um 850.000 Bosníumenn flótta- menn innanlands, og hafa þeir flúið heimabyggðir sínar, þar sem þær eru á valdi óvinar. Samkvæmt kosningalögun- um geta flóttamennirnir valið um, hvort þeir kjósa í sveitarfé- laginu þar sem þeir bjuggu fyr- ir flóttann, eða í sveitarfélagi sem þeir hafa hugsað sér að setjast að í. Gert er ráð fyrir að nánast ómögulegt verði fyrir flesta flóttamennina að velja fyrrnefnda kostinn. Núverandi valdhafar og íbúar sveitarfé- laga þeirra munu banna þeim aðgang með hótunum og of- beldi, og ekki er gert ráð fyrir að IFOR, eins og friðargæslulið þarlendis, einkum frá NATO- ríkjum, er nefnt, blandi sér í þau mál. Fast lagt að flóttafólki Síðari valkosturinn hefur leitt til heilmikillar viðleitni til að ráðskast með atkvæði sem aðil- ar af öllum þremur þjóðum landsins, múslimum, Serbum og Króötum taka þátt í. Talið er líklegt að serbneskir aðilar leggi mjög fast að flóttafólki af því þjóðerni að láta setja sig á Baksvið Dagur Þorleifsson kjörskrá á svæðum, þar sem téðir aðilar telja mikilvægt að þeir fái sem flest atkvæði. Músl- imskir og króatískir aðilar munu beita sér á svipaðan hátt og í samskonar tilgangi við flóttafólk af þeim þjóðernum. Forysta Bosníu-Serba leggur t.d. hart að flóttamönnum að láta skrá sig í Brcko, borg í norðausturhluta landsins. Mikið atriði fyrir Bosrnu- Serba er að fá þá borg, því að hún er eini tengiliðurinn landleiðina milli vestur- og austurhluta Repu- blika Srpska, ríkis Bosm'u- Serba. En múslimar krefjast „Brcko-hliðsins“ einnig og gera áreiðanlega sitt til þess að þar verði sem flestir múslimar á kjörskrá. Bosnísk- króatískir aðilar beita nokkuð harð- hnjóskulegum aðferðum til að fá Króata í sveitarfélögum á yfirráðasvæði múslíma, þar sem Króatar eru í minnihluta, til að láta skrá sig í Herceg- Bosna, ríki Bosníu-Króata, með það fyrir augum að tryggja Kró- ötum meirihluta á blettum í því ríki þar sem múslímar eru meirihluti íbúa. Umræddar að- farir meðal Bosníu-Króata og Bosníu-Serba endurspegla að þeir gengu nauðugir til þess leiks, er meint stofnun Bosníu- ríkis í Dayton, var. Að líkindum vilja Bosníu- Króatar flestir sameinast Króatíu og Bosníu- Serbar Júgóslavíu. Milosevic og Tudjman þoka sér saman Bandaríkjastjórn hefur tekist, sennilega með blöndu af hótun- um og loforðum, að knýja Bo- sníu-Króata til að lofa að leggja Herceg-Bosna niður og sameina það ríki í raun ríki múslíma, eins og samið var um fyrir löngu. En allt er enn í óvissu um hvað út úr því kemur í raun. Milli þessara tveggja ríkja er fjandskapur, sem varla gefur eftir fjandskapnum milli músl- íma og Serba. Hasan Muratov- ic, forsætisráðherra í Sarajevo- stjórninni þar sem múslímar ráða mestu, sagði t.d. fyrir skömmu að Herceg-Bosna væri stjórnað af „öfgafullum þjóð- ernissinnum og stríðsgróða- bröskurum". Hún væri „krabbamein“ í sambandsríki múslíma og Króata, sem „fjar- lægja yrði tafarlaust". En Bo- sníu-Króatar halda því fram á móti að Sarajevo-stjórnin neiti að gera þær breytingar á stofn- unum sínum, sem nauðsynlegar séu til að fulltrúar Herceg- Bosna fái sinn hlut af völdunum í sambandsríkinu. Heimssamfélagið, með Bandaríkin í broddi fylkingar og Tyrkland og íslamsheim sem hvetjandi aðila að baki þeim, heldur sig enn sem fyrr við þá stefnu að þjóðirnar/þjóðarbrot- in þrjár/þrjú í Bosníu skuli vera knúnar/knúin til að vera eitt ríki, þótt ekki verði betur séð en að þær/þau hatist af álíka heilum hug og fyrr og að ljóst sé að króatískir og serbneskir Bosníumenn vilji flest frekar en að búa í ríki þar sem múslímar hafi bróðurpart valdanna. Þeir Milosevic Serbíuforseti og Tu- djman Króatíuforseti hittust fyrir skömmu og samdist þá með þeim um gagnkvæma við- urkenningu „nýju“ Júgóslavíu og Króatíu. Allt frá upphafi deilna Króata og Serba, er gengu af „gömlu" Júgóslavíu dauðri, hafa leiðtogar þessir að vísu verið óvinir, en ekki ein- hliða og vera má að þrýstingur- inn frá heimssamfélaginu á Króata og Serba í Bosníumálum eigi einhvern þátt í því að þeir þoka sér nú saman. Vaxandi samstaða Króatíu og Serbíu eykur líkurnar á því að þeim takist að skipta Bosníu á milli sín, eins og þeir Tudjman og Milosevic hafa lengi haft hug á, að því fráskildu að á milli þeirra verði smáríki Bosníu- múslíma, sem líklegt er að færðist í róttæknisátt og hefði vaxandi samráð við hina og þessa aðila í íslamska heimin- um. Ilorfurnar á að til fram- búðar verði til staðar slíkt ríki í „hjarta Balkanskaga", eins og danskur fréttaskýrandi orðar það, virðist vekja ugg ýmissa í Evrópu. En áðurnefnd viðleitni ráðamanna þjóða Bosníu til að „stýra“ atkvæðum greiðir að líkindum fyrir því að það land skiptist endanlega sundur í þrennt. Fimmtudagur 29. ágúst 1996 -11 Sími 800 70 80 GRÆNT NÚMER Dagur-Tíminn hefur opnað grænt númer 800 70 80, sem er gjaldfrítt númer fyrir lesendur um allt land. Þjónustusími Dags-Tímans er opinn alla virka daga kl. 9-17. Hringdu núna ef þú ert með ábendingar, skoðanir eða vilt gerast áskrifandi að hinu nýja blaði. Nýjung á íslandi! Eitt númer um allt land 800 70 80 ekkert gjald, hvar sem þú ert á landinu! |Dagur-®tmítm -besti tími dagsins! Ný lækningastofa Hef opnað lækningastofu í Læknastöðinni hf., Álf- heimum 74 (Glæsibæ), 104 Reykjavík. Tekið er á móti sjúklingum með sjúkdóma á sviði skurðlækninga og æðaskurðlækninga. Tímapantanir alla virka daga kl. 9 til 17 í síma 568 6311. Stefán E. Matthíasson dr. med. Sérgrein: Skurðlœkningar og œðaskurðlœkningar. Námskeið - Námskeið Innritun hefst á haustnámskeið okkar 2. september. Fjölbreytt úrval námskeiða daga og kvöld. Skrautskrift, leir, tré, gler, postulín o.fl. Skráið ykkur strax því eftirspurn er mikil. 'Pccttátctnitttt Handverks- og tómstundamiðstöð Dalsbraut 1, Akureyri, sími 462 2711. ; Innilegt þakklæti til allra þeirra sem minntust j j ! mín á 80 ára afmæli mínu þann 14. ágúst sl. ! með blómum, skeytum og gjöfum. ! Sérstaklega þakka ég fjölskyldu ininni fyrir !! ; ógleymanlega stund sem við áttum saman. Guð blessi ykkur öll. \! EBBA GUÐMUNDSDÓTTIR.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.