Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 10
10 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996 ^Dagur-'QIntttrat Jörð til sölu Bærinn Fagri-Hvammur stendur við Berufjörð, Djúpavogshreppi, Suður-Múlasýslu. Gott íbúðarhús. Fjárhús fyrir 400 fjár. Fjós fyrir 12 gripi og hlöður. Jörðin selst án framleiðsluréttar. Mikil náttúrufegurð. Upplýsingar í síma 553 1322. Akureyri 134 ára Oskum bœjarbúum til hamingju með afmælið 29. ágúst Bcejarstjórn Akureyrar Nýr, sterkur auglýsingamiðill kynntur í Sttissinu. (Greifanum, Akureyri) föstudaginn 30. ágúst kl. 17.00-18.00 Kynnið ykkur nýjan valkost. Verið velkomin Kaffi & veitingar |Dagur-®tmttm ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ -besti tími dagsins! E R L E N T Mikil stemmning á flokksþingi demókrata Hilary Clinton, eiginkona Bills Clinton forseta Bandaríkjanna, hélt ræðu á flokksþingi demó- krataflokksins í gær þar sem hún svaraði m.a. gagnrýni Bobs Dole, sem hafði and- mælt orðum hennar um að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn. En Dole sagði að það þyrfti ekki heilt þorp til þess, heldur eina fjöl- skyldu. „Það þarf eina fjöl- skyldu,“ sagði Hillary á þing- inu, en bætti svo við að einnig þyrfti til kennara, presta, viðskiptafólk og marga fleiri: „Það þarf okkur öll. Já, og það þarf heilt þorp. Og það þarf forseta.“ Ræðu hennar var mjög vel tekið á þinginu. Áður höfðu bæði Jesse Jack- son og Mario Cuomo haldið þrumandi ræður á þinginu. Jesse Jackson, sem sjálfur gerði í tvígang tilraun til þess að verða útnefndur forsetaefni flokksins, hélt áhrifamikla ræðu sem flokksmenn hrifust mjög af, þrátt fyrir þá staðreynd að stefna flokksins sé nú sem stendur töluvert frábrugðin því sem Jackson hefur barist fyrir. „Við erum ósammála um mikil- væg málefni eins og velferðar- máhn ... En við erum nógu þroskaðir til þess að vera á öndverðum meiði án þess að samstaðan rofni,“ sagði Jack- son og endaði ræðu sína á ein- dreginni hvatningu til upprif- inna flokksmanna sinna um að „halda trúnni.“ Þá flutti Mario Cuomo, sem tapaði fylkisstjórastöðu New York fylkis til frambjóðanda repúblikana fyrir tveimur ár- um, einnig ræðu sem olli ekki síður tilfinningaróti meðal flokksmanna en ræða Jacksons. Cuomo hefur eins og Jackson oft verið ósáttur við ákvarðanir og stefnu Clintons, en sagði að nú þyrfti forsetinn á stuðningi þingsins að halda óskiptum. „Þegar allt kemur til alls vekur Bill Clinton vonir en repúblik- anar valda hörmungarástandi," sagði hann meðan áheyrend- urnir söngluðu hinn hefð- bundna söng um „fjögur ár í viðbót". Þá var samþykkt á þinginu að falla frá því markmiði sem ákveðið var fyrir fjórum árum um að gera miklar umbyltinar á stjórnkerfinu og að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónusut. Enn fremur var samþykkt að hafna hugmyndum Doles, forseta- frambjóðanda repúblikana- flokksins, um að tekjuskattur verði lækkaður um 15 prósent á línuna, en í staðinn kæmu skattalækkanir sem sérstaklega kæmu börnum til góða. f nótt stóð síðan til að Bill Clinton Bandaríkjaforseti yrði samþykktur sem næsta forseta- efni flokksins. Þinginu lýkur síðan í dag með því að Clinton heldur ræðu sína þar sem hann mun m.a. fara hæðnislegum orðum um þá áherslu sem Bob Dole var með á flokksþingi repúblikana fyrir skömmu, en þar sagðist Dole stefna að því að endurreisa gömul og góð gildi. Clinton mun leggja áherslu á að þar sé horft til for- tíðar á meðan demókratar munu horfa til framtíðarinnar. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÚCINDA ÁRNADÓTTIR, Skinnastöðum, Austur-Húnavatnssýslu, verður jarðsungin frá Þingeyrakirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 14. Alda Þórunn Jónsdóttir, Magnús Eyjólfsson, Árni Vigfússon, Björk Kristófersdóttir, Anna Guðrún Vigfúsdóttir, Kristófer Sverrir Sverrisson, Vignir Filip Vigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. HÓLMFRÍÐUR ÍSFELDSDÓTTIR, Helluvaði, Mývatnssveit, verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 14. Jónas Sigurgeirsson, Þórhildur A. Jónasdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Elín Inga Jónasdóttir, Jón A. Jónsson, Sólveig G. Jónasdóttir, Sigurgeir Jónasson, Ingólfur í. Jónasson, Anna D. Snæbjörnsdóttir, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN JÓNSSON, bóndi, Klaufabrekkum, Svarfaðardal, sem lést 24. ágúst, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður að Urðum. Jónfna Hallgrfmsdóttir, Jón Hreinsson, Vilborg Friðriksdóttir, Hallgrímur Hreinsson, Herdís Geirsdóttir, Sigurður Hreinsson, Arnfrfður Friðriksdóttir, Soffía Hreinsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.