Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 13

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 13
jDagurÁlItmmn Fimmtudagur 29. ágúst 1996 - 13 P JÓÐMÁL Gamaldags lausnir úr Amarhváli Umræðan um íjárlaga- frumvarpið er hafin af fullum krafti enda þótt sjálft frumvarpið hafl ekki séð dagsins ljós. Það glittir í óska- listann svo sem þá athyglis- verðu nýlundu sem dómsmála- ráðherrann hyggst brydda upp á með því að heija einkavæð- ingu á fangelsum landsins. Næst verða það eflaust dóm- stólarnir. Hallalaus íjárlög er það sem við stefnum að segir fjármála- ráðherra. Betra væri að skila tekjuafgangi segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar við fögnuð Vinnuveitendasambandsins og uppslátt í íjölmiðlum. En á hvaða forsendum skal þetta gert? Þessir aðilar eru ekki spurðir hvort þeir telji æskilegt og réttlætanlegt að skila tekju- afgangi án þess að létta byrðar láglaunafólks og þess hluta þjóðfélagsins sem býr við lökust kjör; hvort tekjuafgangur sé réttlætanlegur án þess að öllum þegnum landsins verði tryggð full atvinna, eða hvort æskilegt sé að skila ríkissjóði með tekju- afgangi á sama tíma og dregið er úr fjárfestingum til mennt- unar og rannsókna? Og hvað með tekjuöflunina? Er skatt- lagningin réttlát og ásættanleg? Látum kapitölin ávaxta sig Þegar aldamótakynslóðin rauf kyrrstöðusamfélag 19. aldar réðst hún í lántökur til að byggja upp menntun í landinu, eíla samgöngur og greiða fyrir markvissari framleiðsluháttum. Menn komust að þeirri niður- stöðu að með þessu móti myndu kapitölin ávaxta sig eins og Skúli Thoroddsen mun einhverju sinni hafa komist að orði, og þannig treysta lífskjör- in í landinu þegar til lengri tíma væri litið. Síðan hefur gengið á ýmsu í ríkisbúskap þjóðarinnar. I samanburði við önnur lönd er ísland vel á vegi statt - á árinu 1991 námu opinberar skuldir íslendinga 40% af vergri lands- framleiðslu á sama tíma og meðaltalið í Evrópusambandinu var 60% - þótt vissulega sé ástæða til að hafa áhyggjur af skuldasöfnun þjóðarinnar með þeim óheyrilega ijármagns- kostnaði sem henrn fylgir. Atvinnurekendur úr takt við tímann Umræðan um rfkisfjármál hefur verið full af alhæfingum og hafa upphrópanir yfirgnæft alla viti borna umræðu. Þannig hefur ekki farið mikið fyrir þeirri staðreynd að opin- ber útgjöld á íslandi, sem nú er krafist að skorin verði niður við trog, eru lítil í samanburði við þau lönd sem við helst miðum okkur við. fslendingar verja þannig um þriðjungi af vergri þjóðarframleiðslu til hins opin- bera og höfum við þar skipað okkur á bekk með ríkjum á borð við Bandaríkin, Japan og Sviss. Á Norðurlöndunum hefur þetta hlutfall verið um og yfir 50%. Og ef litið er á velferðar- þjónustuna sérstaklega kemur í ljós að á sama tíma og íslend- ingar verja um 15% af þjóðar- framleiðslu til almannatrygg- inga og heilbrigðismála, er hlutfallið í Svíþjóð yfir 30%, Danir verja litlu minna en þessu nemur og Finnar og Norðmenn rúmlega 20%. Niðurskurður í þjón- ustu rýrir kaupmátt Hvaða afleiðingar skyldi þetta svo hafa í för með sér? Þetta þýðir að vinnandi fólk er nauð- beygt til að leita kostnaðar- samra einkalausna. Til að standa straum af slíkum kostn- aði verða, áður en upp er stað- ið, að sjálfsögðu reistar sam- svarandi kaupkröfur á hendur atvinnurekandanum. Hið rök- rétta væri, miðað við þessar að- stæður, að láta ekki staðar numið fyrr en kaup væri orðið miklu hærra hér en í grannríkj- Ögmundur Jónasson. „Það er fullkomlega glórulaust að setja það sem takmark í sjálfu sér að skera niður opinberan rekstur.“ unum. Það er því í hæsta máta undarlegt þegar Vinnuveitenda- sambandið leyfir sér fyrir hönd fyrirtækjanna í landinu að krefjast niðurskurðar í velferð- arþjónustunni nánast einsog það hafi aldrei leitt hugann að samhengi í efnahagslífi í nú- tímasamfélagi. Af yfirlýsingum VSÍ, VMSS og Verslunarráðsins er engu líkara en atvinnurek- endur hér á landi geri sér ekki grein fyrir því að ástæðan fyrir því að komið hefur verið upp samfélagslegu húsnæðiskerfi og velferðarþjónustu er ekki ein- vörðungu sú að þjóðin hafi vilj- að stuðla að jöfnuði og félags- legu réttlæti. Þetta hefur bein- línis verið gert út frá peninga- legum hagkvæmnisástæðum í þágu atvinnureksturs engu síð- ur en launafólks. í stað þess að greiða fólki laun eins og það sé með börn á framfæri allt sitt líf, standi stöðugt í húsnæðiskaup- um eða búi alltaf við sjúkdóma sem kreijast kostnaðarsamra lækninga, hefur þótt hagkvæm- ara og kostnaðarminna fyrir at- vinnulífið og samfélagið allt að sjá fyrir félagslegum lausnum. Þetta er hugsunin á bak við barnabætur sem fólk fær á meðan það hefur börn á fram- færi, vaxtabætur eða húsaleigu- bætur vegna húsnæðiskostnað- ar, stuðnings vegna læknis- kostnaðar þegar fólk verður veikt og svo framvegis. Að þekkja sinn vitjunartíma Við búum í verkaskiptu og sér- hæfðu þjóðfélagi þar sem for- senda öflugs atvinnuh'fs er vel rekið velferðarkerfi og önnur þjónustustarfsemi opinberra aðila. Til að geta stundað sjó- inn, smíðað raforkuver, fryst fiskinn, komið mjólkinni til neytenda, stundað plastbakka- framleiðslu og útílutning á vog- um, netum og botnvörpum, þarf að sinna menntun og upp- eldi barna, sinna sjúkum og öldruðum og það þarf að sinna rannsóknarstörfum og ijar- skiptum, spá um veður, starf- rækja vita og hafnir, halda uppi lögum og reglu, kenna tungu- mál og miðla fróðleik. Þjóðfélag sem áttar sig ekki á þessu nú undir lok tuttugustu aldar þekkir ekki sinn vitjunartíma. Það er fullkomlega glórulaust að setja það sem takmark í sjálfu sér að skera niður opin- beran rekstur. Það á hins vegar að vera takmark okkar allra að sjá til þess að ijármunum sam- fólagsins alls sé ráðstafað þannig að þeir gagnist sem best. Það á að vera takmark að stuðla að jafnvægi í þjóðfélag- Friðrik Sóphusson fjármálaráðherra Vonandi kemur að því síðar í haust að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra komist upp úr hjól- förum liðins tíma með fjárlög íslenska ríkisins. inu. Það hefur sú ríkisstjórn sem nú situr og reyndar einnig sú sem sat á undan henni ekki gert. Stórlega hefur verið dreg- ið úr skattbyrði stórfyrirtækja á sama tíma og álögur hafa verið auknar á almennt launafólk. Steininn tók úr þegar ríkis- stjórnin létti skattbyrðum af ríkustu hlutabréfaeigendum landsins um mörg hundruð milljónir króna með svokölluð- um fjármagnstekjulögum síð- astliðið vor. Við þetta minnka að sjálfsögðu tekjur ríkissjóðs. Og til að vega þar upp á móti krefst Vinnuveitendasambandið þess nú að útgjöld ríkisins verði skert sem er annað orðalag á kröfu um aukin þjónustugjöld á almenning í mennta- og heil- brigðiskerfinu, hærri vexti í húsnæðiskerfinu og þar fram eftir götunum. Ekki hættir fólk að verða veikt þótt skorið sé niður og eftir sem áður þarf fólk þak yfir höfuðið. Uppbygging í stað niðurskurðar Unga fólkið í Sjálfstæðis- flokknum sem harmaði það í ályktun í vikunni að ríkisstjórn- in skuli ekki ætla að skera meira niður til samneyslunnar í Ijárlögum næsta árs en raun ber vitni, ætti í alvöru að skoða hvað gerst hefur í mennta- og heilbrigðiskerfinu á undanförn- um árum. Raungildi íjármagns til Háskóla íslands hefur, svo dæmi sé tekið, staðið í stað þrátt fyrir stóraukinn nem- endaíjölda og reksturskostnað- ur sjúkrahúsa hefur, svo litið sé til heilbrigðisþjónustunnar, far- ið lækkandi - heildarútgjöld Ríkisspítala eru þannig lægri á árinu 1996 en á árinu 1995 þrátt fyrir aukin umsvif og auk- ið álag, sama gegnir um Sjúkrahús Reykjavíkur. Er nú svo komið að íslendingar ná vart meðaltali OECD ríkja á þessu sviði. Þetta er ógnvænleg þróun og áhyggjuefni. Með niðurskurði til samneyslunnar er verið að stofna til tilkostnaðar annars staðar í þjóðfélaginu og draga úr ijárfestingu til framtíðarinn- ar. í stað þess að skera niður þarf að byggja upp, efla þjón- ustu við einstaklinga og at- vinnulíf þannig að lífskjörin fari batnandi í landinu. Ekki leikur nokkur vafi á því að við getum ávaxtað okkar pund betur en raun ber vitni. En þá þurfum við líka að gera alvöru úr því að sporna gegn því að fjármagn safnist á fárra manna hendur einsog nú er að gerast beinlínis fyrir tilstuðlan stjórnvalda, og í umræðu um efnahags- og ríkis- ijármál þurfum við að komast út úr staðnaðri umræðu undan- genginna ára. Vonandi kemur að því síðar í haust að Friðrik Sophusson Qármálaráðherra komist upp úr hjólförum liðins tíma með ijárlög íslenska ríkis- ins. En til að svo megi verða þarf ríkisstjórnin að hætta að láta alhæfingasama kreddupóli- tík villa sér sýn. Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB Möðruvellir Besta flár- festingin bönnuð? Ríkisstjórnin og þing- ílokkur hennar sátu á rökstólum um fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1997 í síðustu viku. Þeir, sem að slíkri vinnu hafa komið, vita að oft þarf lítið tii að upp úr sjóði. Oft hefur þessi tími árs lfka verið kjör- inn fyrir fjölmiðla, því að eftir gúrkutíð og pólitískt tfðinda- leysi yfir hásumarið hafa þessir fundir ráðherra og þingmanna orðið kærkomið fréttaefni. Svo varð þó ekki að þessu sinni, því að mikil ein- drægni ríkir meðal stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar um nauðsyn þess að ná niður hallanum á ríkissjóði. Er markmiðið að ná þeim ár- angri með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Undan því verður ekki vik- ist, að aðhald í ríkisrekstri kemur illa við ýmsar opinber- ar stofnanir. Á þetta jafnt við á sviði menntamála og annars staðar. Við framkvæmd ákvarðana af þessu tagi verð- ur hins vegar að h'ta til þess gildis, sem í hinni opinberu starfsomi felst. Við slíkt mat dregur enginn í efa, að ijár- festing í góðri menntun skilar þjóðinni bestum arði. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna leiðir til þess, að meira fé en áður er varið til þess skólastigs. Framhaldsskólakerfið hefur verið í þróun og nú hafa ný lög um það tekið gildi. Er eðli- legt að staldrað só við og hug- að að hagkvæmustu úrræðum við rekstur skólanna og fram- kvæmd laga og reglna. Ósanngjarnt er að segja, að sérstaklega hafi verið vegið að háskólastiginu, þótt þar sé þörf fyrir meira fé. í umræðum um Ijárveiting- ar til Háskóla íslands (HÍ) hef- ur verið látið að því liggja, að kröftunum sé dreift of mikið. Skynsamlegt kunni að vera að beina þeim í ríkara mæli að HÍ og minnka þvf áhersluna á Háskólann á Akureyri og aðra skóla á háskólastigi. Yrði far- ið að slíkum tillögum, væri stigið skref til baka. Á hinn bóginn kann að vera nauð- synlegt að marka HÍ skýrara hlutverk. Að sjálfsögðu er mikilvægt fyrir hina fámennu íslensku þjóð, að eiga öfluga mennta- og vísindastofnun á borð við Háskóla íslands. Athygli hefur vakið hve mikil aðsókn er að Samvinnu- háskólanum á Bifröst. Er jafnmörgum umsækjendum hafnað og stunda nám við skólann. Þar eru þó greidd langliæstu skólagjöld í i's- lenskum háskóla. 1 krafti eig- in tekna og frjálsræðis við skipan náms hefur einkaaðila tekist að byggja upp öflugan og eftirsóttan háskóla á Bif- röst. Þar fá nemendur tæki- færi til að fjárfesta í góðri menntun fyrir sjálfa sig og leggja mikið á sig í því skyni. Um leið og ákveðið er að beita aðhaldi í opinberum rekstri til að hann sé halla- laus, hefur verið spurt: Hvorjum er í raun greiði gerður með því að banna fólki að fjárfesta í eigin menntun með skólagjöldum, þótt um opinbera skóla sé að ræða? Leyfist mér í lokin að óska hinu nýja blaði Degi- Tíman- um til hamingju með daginn og velgengni í hörðum Ijöl- miðlaheimi. Björn Bjarnason:

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.