Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 15
Jkgur-®mrám Fimmtudagur 29. ágúst 1996 -15 I Kanadamaður tií Tindastóls Gottgengi hjáPatreki Patrekur Jóhannesson er nú á keppnisferðalagi með liði sínu Essen, í Suður- Þýskalandi. Lið- ið lék sinn fyrsta leik í ferðinni sl. sunnudag og skoraði Patrek- ur tíu mörk í sigri Essen, 23:18 á liði úr 2. deildinni. Leikmenn Essen hafa æft mjög stíft að undanförnu og hafa stundum þurft að mæta á þrjár æfingar á dag. Joseph Ogoms, 31 árs Kan- adamaður sem er með enskt vegabréf mun leika með úrvalsdeildarliði Tinda- stóls, næsta vetur. Gengið var frá samningum við hann fyrir skömmu og hann er væntanleg- ur til landsins um næstu helgi. Ogoms er 198 sentimetrar á hæð og mun vera ætluð mið- herjastaðan x liðinu, í stað Hin- riks Gunnarssonar, sem geng- inn er til liðs við KR. Fyrir hjá Tindastóli, er einn erlendur leikmaður, Bandaríkjamaður- Hausthlaup Ungmennafé- lagsins Svarfdæla á Dal- vík fer fram nk. laugar- dag. Boðið er upp á þrjár vega- lengdir, 10 km, 6 km og þriggja kílómetra skemmtiskokk án tímatöku, fyrir þá sem vilja vera með sér til heilsubótar, án þess að þurfa að keppa við aðra. inn Torrey John. Reglur KKÍ greina á um að aðeins einn erlendur leikmaður, megi leika með hverju liði, en það á þó ekki við um þá leik- menn sem eru með vegabréf að aðildarlöndum evrópska efn- hagssvæðisins. Atvinnufrelsi gildir á milli landa innan EES og reglur sérsambanda geta ekki breytt því. Líklega mun um helmingur liðanna í úrvals- deildinni nýta sér það og tefla fram evrópskum leikmönnum í vetur. Skráning og leiðbeining um hlaupaleiðir fer fram við Sund- laug Dalvíkur frá kl. 10:30, en upphitun hefst klukkutíma síð- ar og hlaupið sjálft klukkan 12. Frekari upplýsingar gefa Vil- hjálmur Björnsson hs. 466- 1121, vs. 466-1200 og Bjarni Gunnarsson, vs. 466-3133. Dalvík Hausthlaup UMFS grMV I ðriLIIV Geir líklega W liðs uið KR lindsson og Einar B. Árnason, yflr til Stjörnunnar. Heyrst hef- ur að Leifur Dagfinnsson muni jafnvel standa í marki KR-inga eftir margra ára hlé vegna meiðsla og ef svo fer mun hann hækka meðalaldurinn hjá þeim svart-hvítu tölu- vert. Geir Aðalsteins- son klæðist ekki Þórsbúningnum í vetur. Geir Aðalsteinsson, fyrirliði Þórsliðsins í handknatt- leik sl. vetur, mun að öll- um hkindum taka sæti bróður síns Sigurpáls hjá KR-liðinu í handknattleik. Geir er fluttur suður til Reykjavíkur og Sigur- páll hefur ákveðið að færa sig um set í höfuðborginni og ganga til liðs við Fram. KR-ingar, sem féllu niður í 2. deild í fyrra, hafa misst tvo af burðarásum sínum til viðbótar frá því í fyrra, þá Hilmar Þór- Heil umferð fer fram í 1. deild karla í knatt- spyrnu í kvöld. Pétur Ormslev, þálfari 2. deildarliðs KA spáir fyrir um úrslit leikjanna ÍA-Breiðablik 5:0 Ég held að Skagamenn hljóti að vera fullir af sjálfstrausti eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum. Blikarnir eru hins vegar í eriiðri stöðu og koma til með að spila varnarleik. Ef Skagamenn skora snemma verður eftirleikurinn auðveldur. Framlína liðsins virð- ist sterk og Stefán Þórðarson hefur nýtt sér vel tækifærið með byrjimarliðinu. Hann vinnur betur heldur en forveri hans, Bibercic gerði. ÍBV-Grindavík 3:1 Eyjamenn þurfa að gleyma bik- arúrslitaleiknum, þeir eru að keppa að Evrópusæti og þurfa að vera á tánum það sem eftir er móts. Heimavöllurinn vegur þungt og róðurinn verður erfið- ur fyrir Grindavíkingana. Keflavík-Valur 0:0 Valsararnir hafa komið skemmtilega á óvart í sumar og Keflvx'kingar hafa verið að ná í stig undanfarið. Kjartan Másson virðist vera með gott tak á þess- um strákum og heimavöllurinn hjálpar þeim að ná í stig. KR-Fylkir 2:0 Ég held að Fylkismönnum hafi alltaf gengið vel á KR-vellinum og ég held að þeir hafi ekki tap- að þar. Það er komið að því núna. KR-ingar eru með gríðar- legan mannskap, þeir hljóta að vera vel stemmdir og eiga að vera það skynsamir og þolin- móðir að geta spilað til sigurs og eiga ekki að þurfa að missa leiki niður í vitleysu. Titillinn stóri er það eina sem KR-ingar geta náð sér í og þeir hljóta að vinna að því hörðum höndum. Stjarnan-Leiftur 1:2 Stjarnan fór vel af stað, en hefur verið að fatast llugið. Leifturs- menn eru í baráttu um Evrópu- sætið. Stjarnan gæt: blandað sér í þá baráttu, en óg hallast frekar að sigri Leifturs. Sex erlendir leikmenn í 1. deild- inni Sex af tíu 1. deildarfé- lögunum í körfuknatt- leik verða með er- lenda leikmenn í Uðum sín- um í vetur. Snæfell, Þór Þorlákshöfn, Reynir Sand- gerði, Leiknir, Stjarnan og Selfoss verða öll með er- lenda leikmenn, flest öll með Bandaríkjamenn. Valsmenn, Stúdentar, Stafholtstungur og Höttur, eru sem stendur með lið sem eingöngu eru skipuð íslendingum. Þess má geta að 2. deildarliðið Hamar frá Hveragerði, hefur feng- ið til sín rússneskan leik- mann, sem spila mun með liðinu í vetur. Enski boltinn Liverpool er tilbúið að selja varnarjaxliiin Neil Ruddock en hann fór fratn á sölu um lielg- ina. Þeir sætta sig þó ekki við að fá minna en þrjár milljónir punda fyrir leiknxanninn. Le- eds hefur sýnt þessum 28 ára harðjaxl áhuga og gamla fé- lagið hans, Tottenhani, er einnig að leita að varnar- rnanni. Iloward Wilkinson, stjóri Le- eds, tilkynnti urn helgina að hann væri f þann mund að semja um kaup á nýjum leik- manni en vildi ekki gefa upp hver það er. Ruddock hefur verið nefndur og einnig Ri- chard Rufus, varnarmaður hjá Charlton og fyrirliði U21 árs landsliðs Englands. Rufus er metinn á 2,5 milljónir punda. Leicester á í viðræðum við Ian Marshall framherja hjá Ips- wich og er líklegt að gengið verði frá kaupum á honum í vikunni. Félögin hafa komist að samkomulagi um 800.000 pund kaupverð fyrir þennan þrftuga framherja, sem skor- aði 19 mörk fyrir Ipswich á síðustu leiktíð. Tékkneski miðjumaðurinn Patrik Berger, sem Liverpool keypti í sumar frá Borussia Dortmund, er meiddur á kálfa og hefur ekkert leikið með Li- verpool. Hann er að braggast og leikur lxklega með landsliði Tékka gegn Möltu í næstu viku. Tony Dorigo, bakvörðurinn hjá Leeds, sem hefur átt við lang- vinn meiðsli að stríða er nú óðum að ná sér og lék með varaliðinu gegn Derby um helgina. Undanfarið hafa birst fréttir í breskum blöðum um að Newcastle hafi augastað á honum og vilji skipta á honum og John Beresford. Joe Royle, stjóri Everton, leitar nú að nýjum framherja til að spila með Duncan Ferguson. Finninn Jari Litmanen hjá Aj- ax er ofarlega á óskalistanum. Martin 0 Neill, stjóri Leicester, er á höttunum á eftir fyrrum lærisveinum sfnum hjá Nor- wich, þeim Keith 0 Neill og Andy Johnson. Tigerorðinn atvinnumaður Tiger Woods, sigurvegari á bandaríska áhugamanna- mótinu (US amateur championship) sl. þrjú ár, gerðist atvinnumaður í fyrradag. Hann mun taka þátt í sínu fyrsta móti sem atvinnumaður um næstu helgi, en þá fer fram stórmót í Milwaukee. Tiger, sem er 19 ára gamall og dökkur á hörund, þyk- ir eitt mesta efni sem komið hef- ur fram í golfíþróttinni. Hann þarf ekki að kvíða fjárhagnum í framtíðinni. Verið er að ganga frá 40 milljón dala samningi (2,8 milljarðar ÍKR) við sportvörufyr- irtækið Nike og þriggja milljón króna samningur við Titleist. Það bíða eftir honum stórir auglýsingasamningar. Fjörutíu milljóna króna samningur við Nike (2,8 milljarðar ÍSK) og þriggja milljón króna samningur við Titleist. Jack Nicklaus, sem vann tví- vegis bandaríska áhugamanna- mótið í golfi, fékk aðeins 17% af tekjum þeim sem Tiger Woods fær nú þegar hann gerðist at- vixmumaður og er þá búið er að umreikna samninga Nicklaus á núvirði. Homar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 X línan Hljómborð og hljóðbankar (Module) fyrir hljómsveitarmenn, tölvunotendur o.fl. mmmm fll 1111IIIIIII11111111II1111 X5D kr. 74.800,- X3 kr. 106.900,- 05R/W kr. 46.500,- X5DR kr. 59.700,- m m m. Akureyri s: 462 1415 - Laugavegi 163 s: 552 4515

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.