Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 5
jDagur-'CEíimmt
Fimmtudagur 29. ágúst 1996 - 5
F R E T T I R
Hvammstangi
Unnið að stækkun Sjúkrahússins á Hvammstanga. Viðbyggingin verður að hluta tii
tekin í notkun Um mitt næsta ár. Mynd: Knstján Björnsson.
Sjukrahúsið
stækkað
Framkvæmdir eru í gangi
við stækkun Sjúkrahússins
á Hvammstanga, um nær
700 fermetra. Að sögn Guð-
mundar Hauks Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra, verður hluti
þessarar stækkunar tekinn í
notkun um mitt næsta ár og er
peningum veitt til framkvæmda
í samræmi við þær áætlanir.
Heildarkostnaður við að koma
fyrri hluta stækkunar þessarar í
gagnið er nær 75 millj. kr, en
gera má ráð fyrir að heildar-
pakkinn fari í um 110 millj. kr.
Legurými við sjúkrahúsið á
Hvammstanga eru alls 35; það
er 15 dvalarrými og 20 hjúkr-
unarrými, þar af fjögur fyrir
bráðainnlagnir. Þó mun sjúkra-
rúmum ekki ijölga með þessum
framkvæmdum heldur verður
rými ýmissa deilda sjúkrahúss-
ins rýmkað, svo sem eldhúss,
borðstofu, starfsmannaaðstöðu
og þvottahúss. Við bætist líkhús
og kapella og fjórum sjúkrastof-
um bætt við, en rúmum á öðr-
um stofum fækkar þar til sam-
ræmis. „Það verður mikil lyfti-
stöng fyrir okkur að fá þessar
framkvæmdir í gegn,“ sagði
Guðmundur Haukur Sigurðs-
Ólafsfjörður
Starfsfólki Hraðfrystihúss
Ólafsflarðar sagt upp störfum
Starfsemi
Hraðfrystihússins
hætt um næstu
áramót að óbreyttum
aðstæðum
Stjórn Hraðfrystihúss Ólafs-
íjarðar hf. hefur ákveðið
að leggja niður bolflsk-
vinnslu fyrirtækisins um
óákveðinn tíma frá og með
næstu áramótum. Jón Þorvalds-
son, stjórnarformaður hrað-
frystihússins, segir að sú
ákvörðun muni standa að
óbreyttum forsendum fyrir bol-
fiskvinnslu, rekstrargrundvöllur
í hefðbundinni bolfiskvinnslu sé
enginn og ekkert sjáanlegt
framundan í þeim efnum.
Jón segir það hins vegar von
stjórnarinnar að þær aðstæður
skapist að þessar alvarlegu að-
gerðir þurfi ekki að koma til
framkvæmda um næstu ára-
mót. 60 manns vinna hjá Hrað-
frystihúsi Ólafsíjarðar hf. og er
það langstærsti vinnustaður
kaupstaðarins. Uppsagnirnar
eru því mikið reiðarslag fyrir
atvinnulíf kaupstaðarins enda
vandséð að starfsfólkið eigi
annarra kosta völ á vinnumark-
aðnum í Ólafsfirði.
Rekstrartap ársins 1995 nam
27,1 milljón króna og sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri
fyrstu sjö mánuði þessa árs
nemur rekstrartapið rúmum 26
milljónum króna, sem er all-
nokkru meira en 10% af veltu,
og því er eigið fé fyrirtækisins
langt til uppurið. Skuldir HÓ
nema um 205 milljónum króna.
Hráefni hefur fyrirtækið fyrst
og fremst fengið af ísfisktogur-
unum Sólbergi ÓF-12 og Múla-
bergi ÓF-32 sem eru í eigu Sæ-
bergs hf. í Ólafsfirði en fyrir-
tækið er jafnframt eigandi að
þriðjungi hlutaíjár Hraðfrysti-
húss Ólafsijarðar hf. GG
Eyjafjörður - Reykjavík
son.
Eins og áður sagði má gera
ráð fyrir að heildarpakki fram-
kvæmda við Sjúkrahúsið á
Hvammstanga kosti um 110
millj. kr. Þar sem um dvalar-
heimili fyrir aldraða er að ræða
að hluta verður skipting kostn-
aðar milli ríkis og sveitarfélaga
í þessu tilviki sú að sveitarfélög
í Vestnr- Húnavatnssýslu og
Bæjarhreppur á Ströndum
munu greiða 42,3% kostnaðar,
en ríki 57,7%. Gert er ráð fyrir
að heildarkostnaður við að
ljúka fyrri hluta stækkunarinn-
ar verði um 75 millj. kr. og á
þessu ári veitir ríkissjóður og
Framkvæmdasjóður aldraðra
um 5 millj. kr. til framkvæmd-
anna, hvor aðili. Sveitarfélögin
setja 8,7 millj. kr. í framkvæmd-
ir í ár.
Sömu aðilar veita einnig
peningum í það á næsta ári að
ljúka framkvæmdum fyrir mitt
ár. Ekkert hefur svo verið
ákveðið um áframhald fram-
kvæmda; það er um fjárveiting-
ar til þeirra né hvenær þeim
geti lokið, að sögn Guðmundar
Hauks Sigurðssonar fram-
kvæmdastjóra. -sbs.
Miimi kennsluskylda
skapar um 100 störf
Kennaraskorturinn
víða um land er
meiri í ár en
oft áður
Starfsemi grunnskólanna á
íslandi hefst í byrjun sept-
embermánaðar og verða
allflestir þeirra settir 2. sept-
ember nk. Enn er óráðið í
margar kennarastöður víða um
land, þó er ástandið misjafnt
eftir landsvæðum og sveitarfé-
lögum.
Jón Baldvin Hannesson, for-
stöðumaður Skólaskrifstofu Ey-
þings, segir að með einsetningu
skóla flölgi kennarastöðum um
nokkur hundruð á landinu öllu.
Þegar kennsluskyldan lækkar
um eina stund á alla kennara í
landinu, alls 3.300 talsins, þýðir
það liðlega 3 þúsund tíma. Sé
deilt í það með kennslu-
stundafjölda að baki einni
stöðu, sem er 28, fást út úr því
118 kennarastöður. Með ein-
setningu er miðað við að allt að
300 kennarastöðum. Vegna
þess að atvinnulífið hefur sýnt á
sér ákveðin batamerki og þar
með aukið framboð atvinnu-
tækifæra hefur verið
erfiðara að ráða í
kennarastöður þar
sem kennaralaun hafa
síðustu misseri ekki
verið talin vel launuð.
Eiríkur Jónsson,
formaður Kennara-
sambands íslands,
segir að mun meira sé
auglýst eftir kennur-
um nú en mörg und-
anfarin ár. Það sé
ekki sl. ár þurft að auglýsa í
ágústmánuði nema eitt og eitt
forfallatilfelli. Ástandið nú
minnir á árin kringum 1985.
„Það spila aðallega íjórir
þættir inn í þetta nú. í fyrsta
lagi ijölgun vikustunda sem
hófst fyrir tveimur árum og
fjölgar stöðugildum og sú þróun
Jón Baldvin
Hannesson
forstöðumaöur
skólaskrífstofu
„Það er erfiðara að
ráða í kennara-
stöður vegna
atvinnulífsbatans. “
mest áberandi í Reykjavík þar
sem kennaraskortur hefur ver-
ið nánast óþekkt vandamál á
undanförnum árum, t.d. hefur
Reykholt
Bleikur smokkur í Snorralaug
Snorralaug var
hreinsuð vikulega í
sumar, tæmd og
skrúbbuð nokkrum
sinnum í mánuði.
Ráðum ekki vindum
né því sem vindar
bera, segir sr. Geir
Waage sóknarprestur
í Reykholti.
Um miðjan mánuðinn,
þegar íslenskur forstjóri
fór með erlenda gesti
sína til að skoða Snorralaug í
Reykholti í Borgarfirði, brá
þeim heldur í brún þegar við
þeim blasti bleikur smokkur
íljótandi í lauginni með
einhverju gumsi í. Auk þess
fannst þeim illa tyrft í kringum
laugina með tilheyrandi mold-
ardrullu allt í kring. Sr. Geir
Waage sóknarprestur í Reyk-
holti segir að þótt hann og fólk-
ið á staðnum hreinsi laugina
samviskusamlega þá hafi hann
í sjálfu sér ekkert með hana. að
gera, vegna þess að það sé í
verkahring Þjóðminjasafnsins
að hafa umsjón með fornminj-
um á svæðinu.
„Ég mótmæli því alveg gjör-
samlega að lauginni hafi verið
haldið illa hreinni í sumar. Hún
hefur eins og undanfarið sumar
alltaf verið hreinsuð. Ég gæti
hugsað að hún sé tæmd þrisvar
eða ijórum sinnum í mánuði og
skrúbbuð. Ég hlýt einnig að
mótmæla því ef menn halda því
fram að staðurinn sé illa hirtur.
Hinsvegar ráðum við ekki vind-
um né heldur því sem vindar
bera. Það eina sem við getum
gert er að þrífa laugina og það
er gert,“ segir sr. Geir Waage.
Hann bendir einnig á að í sum-
ar hafi laugin verið hreinsuð
vikulega, enda stendur hún á
bersvæði við héraðsskólann.
Hann minnir jafnframt á að
þegar einhver veður eru bæði
vor og haust kemur það einatt
fyrir að í laugina fýkur rusl sem
laust er í nágrenninu.
Sóknarpresturinn vekur
einnig athygli á því að þegar
allt að 15-20 þúsund manns
koma árlega til að skoða
Snorralaug, séu það 30 til 40
þúsund fætur sem ganga þar á
grasinu. Það sé því leitun að
þeim grassverði sem mundi
þola slíkan ágang án þess að á
sæi. Ef eitthvað er þá telur sr.
Geir að grasið umhverfis laug-
ina sé mun þokkalegra en verið
hefur undanfarin ár. -grh
Akranes
Rúðubrotafaraldur
Rúðubrotafaraldur hefur
gengið yfir Akranes að
imdanförnu. Um þverbak
keyrði um síðustu helgi, en þá
voru brotnar fjölmargar rúður í
Brekkubæjarskóla og bóka-
safninu. Auk þess var eitthvað
brotið- af rúðum í smábátum í
höfninni. Lögreglan á Akranesi
fer þess á leit, að þeir sem geti
gefið einhverjar upplýsingar
hafi samband við hana. - ohr
heldur allt til aldamóta;
kennsluskyldan í grunnskólun-
um hefur lækkað; fleiri hafa
farið á eftirlaun en gert var ráð
fyrir eða farið í vinnu inn á nýj-
ar skólaskrifstofur í tengslum
við flutning grxmnskólans til
sveitarfélaganna og síðan batn-
andi atvinnuástand í landinu.
Það eru bæði gömul sannindi
og ný að um leið og rofar til í
atvinnulífinu eru menn farnir í
önnur störf, betur launuð. Mér
heyrist að vandræðaástand
kunni að skapast einhvers stað-
ar í byrjun skólaársins," sagði
Eiríkur Jónsson.
Einar Már Sigurðarson, for-
stöðumaður Skólaskrifstofu
Austurlands á Reyðarfirði, sem
þjónar svæðinu frá Bakkafírði
að Breiðadalsvík, segir verið sé
að ganga frá síðustu kennara-
ráðningunum. Ástandið sé hins
vegar alvarlegra á skólaskrif-
stofunum sem flestar fá ekki
sálfræðinga til starfa, t.d. vanti
tvo til Reyðarfjarðar. Það þýði
að leysa þurfi vandann með að-
keyptri þjónustu, en staðreynd-
in sé sú að engir sálfræðingar
búi á svæðinu frá Akureyri
austur um að Selfossi. Vestfirð-
ingar séu heppnari, til ísaijarð-
ar hafi nýlega verið ráðinn sál-
fræðingur sem er að koma úr
námi. GG