Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 2
2 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996 iHcigur-'2Imtnm F R E T T I R Ipottinum er rætt um eilífa þörf á sameiningu og nú eru það sparisjóðirnir sem eru í mörgum sveitarfélögum, og ekki síst norðlenskum. Enginn vill þó gefa eyðublað í margriti og í hámæli komst fyrir nokkr- um árum umræðan um sam- einingu sparisjóða við utan- verðan Eyjafjörð! Árangurinn varð sá að annar sparisjóðs- stjóranna varð afgreiðslustjóri, annað ekki, því viðskiptavin- irnir héldu áfram nafninu á gamla sparisjóðnum á tékk- heftunum. Enn er talað um sameiningu við utanverðan Eyjafjörð; hvernig til tekst ræðst ef annar tveggja kóng- anna gefur eftir. íbúarnir í þessum byggðalögum hafa löngum eldað grátt silfur sam- an, aðrir kallaðir Leridar af íbú- um hins byggðalagsins en fá í staðinn nafnið Kartöflur. Á Ak- ureyri er talað um sameiningu tveggja sparisjóða þar sem konur, drottningarTráða ríkjum. Það er líka eina vitið. Eggert Haukdal hefur sko ekkert á móti Jóni Baldvin og skellir því fram í umræð- unni um hvort Jón Baldvin gefi kost á sér sem formaður Al- þýðuflokksins eða ekki. Menn í pottinum hafa fregnir af því að Eggert hæli kappanum út og austur enda þekki hann ekki svipmeiri stjórnmálamann þó þar vanti sárlega sauða- svipinn og Eggert brosir víst á mannamótum á Suðurlandi þegar hann segir af afrekum Jóns. -Og höfgi dettur á allan pottinn. Laugardalshöllin var þéttskipuð kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla Reykjavíkur í gær á fundi Fræðslumiðstöðvar Reykja- VÍkur. DT-mynd: Pjetur Yfír 2000 nýir starfsmenn Öllum starfsmönnum grunnskóla Reykjavíkur, 2.200 talsins, var boðið til kynningarfundar um Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í gær. Tilgangur fundarins var að kynna hlutverk, skipulag og verkefni Fræðslumið- stöðvarinnar og bjóða hina nýju starfsmenn borgarinnar vel- komna til starfa hjá borginni, en þeir voru ríkisstarfsmenn áður en grunnskólinn var alfar- ið fluttur frá ríki til sveitarfé- laga. Flutningur grunnskólans hefur haft nokkrar breytingar í fór með sér, t.d. hafa skólaskrif- stofur nú tekið við af fræðslu- skrifstofum sveitarfélaganna. í Reykjavík heitir skólaskrifstof- an Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Hún heyrir undir Fræðsluráð Reykjavflcur og annast í umboði ráðsins yflrstjórn menntamála á vegum borgarinnar. Fræðslu- miðstöðinni er skipt í þrjú svið: þjónustusvið, þróunarsvið og rekstrarsvið. Fagleg þjónusta, þ.e. kennslufræðileg og sál- fræðileg þjónusta, er veitt á þjónustusviðinu. Þróunarsviðið heldur utan um upplýsingar um skólastarf í borginni, annast upplýsingamiðlun og stýrir áætlanagerð um starfsemi skóla. Ráðningar- og launamál kennara og annarra starfs- manna skólanna heyra undir rekstrarsvið, sem og Qárhags- leg og rekstrarleg þjónusta við skólana. Fundurinn hófst með leik Strengjasveitar frá Tónskóla Sigursveins. í>á ávarpaði Sigrún Magnúsdóttir, formaður Fræðsluráðs, fundinn, Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri flutti erindi, Barnakór Grensás- kirkju söng og forstöðumenn þjónustusviðanna þriggja kynntu hver sitt svið. Að lokum var fundarmönnum boðið upp á kaffi. gos ■HUriUUÍZ. Varð undir valtara Vinnuslys varð á Akureyri í gærdag er maður á fer- tugsaldri varð undir valt- ara við Kringlumýri en þar var verið að malbika bflastæði. Maðurinn var að vinna með þjöppu á stæðinu og varð hægri fótur hans undir valtaranum með þeim afleiðingum að hann brotnaði. GG Vestfirðir Forsetinn í heimsókn Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur, eiginkonu hans, hefst á föstudagmorgun, þegar þau heimsækja byggðir í Isa- Qarðarsýslu. Þetta er fyrsta op- inbera heimsókn nýkjörins for- seta út á land, en fyrirhuguð er heimsókn tif Danmerkur á næstunni. Flugvél forseta lendir á Þing- eyrarflugvefli á föstudagsmorg- un, þaðan sem haldið er til Hrafnseyrar. Þar mun forseti m.a. leggja blómsveig að minn- isvarða Jóns Sigurðssonar. Um hádegi verður komið til Þing- eyrar og þar höfð viðdvöl fram eftir degi. Síðdegis verður fræg- ur skrúðgarður að Núpi við Dýrafjörð skoðaður, íbúar á Flateyri heimsóttir og lagður blómsveigur við kirkjima í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðum þar á síðasta ári. Þá verður höfð viðdvöf á Holti í Önundarfirði, farið til Suður- eyrar og á leiðinni mun forseti skoða framkvæmdir við jarð- gangagerð. -sbs. „Atvinna og byggðastefna í bland ii Guðmundur Lárusson formaður Landssambands kúabœnda Hagrœðing og aukin fram- leiðni eru nauðsgnleg til að bœta afkomu kúabœnda, sem hefiir versnað stórlega síðustu ár. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Landssam- bands kúabœnda núfgrr í vikunni. Inúverandi stöðu er kúabúskapur rekinn sem sambland af atvinnu og illa skifgreindri byggðastefnu. Af- koma bænda í þessari grein hefur versnað verulega á síðustu árum, sem meðal annars kemur fram í því að yngra fólk fer síður í kúabúskap og ekki er ráðist í endurnýjun húsakosts. Meðalaldur bæði bænda og bygginga fer stighækkandi frá ári til árs og þessi grein mun með sama áframhaldi deyja út á skömmum tíma,“ segir Guðmund- ur Lárusson, bóndi í Stekkum í Flóa og formaður Landssambands kúabænda í viðtali við Dag-Tímann. Aðalfundur Landssambands kúa- bænda var fyrr í vikunni haldinn að Hallormsstað á Héraði. Afkomumál bænda í greininni voru helsta umíjöll- unarefnið - og á þvx' tekið frá mörgum og ólíkum sjónarhornum, að sögn Guð- mundar Lárussonar. Afurðastöðvar hagræði „Við teljum afar mikilvægt að enn frekar verði unnið að hagræðingamál- um hjá afurðastöðvum mjólkuriðnað- arins. Þar hefur árangur vissulega náðst, en ekkí nægilegur. Framleiðni á hvern starfsmann stöðvanna hefur verið að dragast saman á síðustu miss- erum, á meðan hún hefur stórum auk- ist hjá starfsmönnum fyrirtækja í sam- bærilegum rekstri. Auðvitað kemur minni framleiðni fram í samdrætti á tekjum okkar kúabænda. Þá var á fundinum samþykkt álykt- un um hugsanlegan innflutning á nýju mjólkurkúakyni. Rannsóknir þar sem kostir, til dæmis hins íslenska kúakyns og norska kúa í Færeyjum, hafa verið bornir saman hafa leitt í ljós að til ým- issa erlendra kúakynja megi í mikil- vægum atriðum sækja ýmsa erfða- bundna yfirburði sem íslenskar kýr hafa ekki. Þær gefi til dæmis talsvert meiri afurðir; mjólki meira og séu vöðvameiri. En þetta mál verður að skoða af blákaldri rökhyggju og með yfirvegun, og það má ekki stjórnast af tilfinningasemi. Enginn er heldur að tala um að þótt nýtt kúakyn yrði flutt til landsins væri íslenska kyninu alfarið skipt út,“ segir formaður Landssam- bands kúabænda. Guðmundur Lárusson segir að nauðsynlegt sé að leita allra leiða sem bætt geti afkomu kúabænda. Hann segir þrjá þætti einkum hafa valdið því að tekjur bændanna hafi dregist sam- an á síðustu árum. Það er lækkandi verð á nautakjöti, hertar kröfur af hálfu afurðastöðva um gæði mjólkur frá framleiðendum og síðast en ekki síst auknar kröfur um meiri framleiðni hvers bús. Þessu hafa menn reynt að mæta af fremsta megni, en engu að síður sé ljóst að meira þurfi til í al- mennum aðgerðum sem bæta megi af- komuna. Af einstökum og gagnmerkum ályktunum aðalfundar Landssambands kúabænda má m.a. nefna ítrekun á fyrri samþykkum sambandsins um nið- urfellingu aðflutningsgjalds á fóðri. Er bent á að mismunandi tollar á innflutt- um fóðurblöndum annarsvegar og hinsvegar á hráefni séu til þess fallnir að halda uppi afar takarmakaðri sam- keppni í verslun með fóður - og þar með háu fóðurverði. Það hafi svo aug- ljóslega leitt til þess að hagur bænda hafi ekki batnað né vöruverði til neyt- enda lækkað. Einnig má nefna ábend- ingu til stjórnar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði þar sem hvatt er til að í fullri alvöru verði skoðaður sá mögu- leiki að seld verði ófitusprengd mjólk. Segir Guðmundur Lárusson að mörg fyrirtæki í matvælaiðnaði þurfi til framleiðslu sinnar að fá mjólk sem ekki er fitusprengd - en hún hafi ekki fengist til þessa. Ljóst sé að afurða- stöðvarnar þurfi að bjóða uppá þessa vöru, enda sé það í þágu almennt auk- innar mjólkurneyslu í landinu. Að sögn Guðmundar voru menn á aðalfundi Landssambands kúabænda almennt sammála um að halda núver- andi kerfi í stjórn mjólkurframleiðslu. Meginatriði þess kerfis eru frjáls við- skipti með framleiðslurétt, opinber verðlagning, innflutningsvernd, styrkir frá Framleiðnisjóði og niðurgreiðslur á mjólkurverði, sem eru í formi bænda með svonefndum beingreiðslum. - En að mati Guðmundar stendur þó uppúr eftir fundinn það mikilvæga atriði að bæta afkomu bænda í greininni sem helst næst í gegn með aukinni fram- leiðni og hagræðingu hjá öllum sem að málum þessum koma. -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.