Dagur - Tíminn - 30.08.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 30.08.1996, Blaðsíða 5
jOagur-<Etmmn Fimmtudagur 30. ágúst 1996 -17 IH 1 ___ _________ I I B Bl VIÐTAL DAGSINS Ábyrgð konunnar á eigin meðgöngu og fæðingu Það hefur veríð hugsað of mikið um fæðinguna sem verki og sárindi breyttar áherslur í verkjalyíja- gjöf, að gefa minna af sterkjum verkjalyfjum og láta konuna vera meiri þátttakanda í fæð- ingunni. Viðhorf kvenna til meðgöngunnar eru líka að breytast, þær eru tilbúnari en áður að leggja á sig vinnu í sambandi við verkina án þess að fá verkjalyf og oft eru þær ánægðari á eftir. Það hefur verið hugsað of mikið um fæðing- una sem verki og sárindi en konan þarf að gera sér grein fyrir að þetta eru eðlilegir sam- drættir og þeir þurfa að vera til staðar á meðan að barnið fæðist. hað þarf að koma til jákvæðari hugsun gagnvart verkjunum en þetta er líka allt að breytast í þá áttina. Færri inngrip auka líkurnar á að fæðingin verði eðlileg. Einnig er nú talið að betra sé að spöngin rifni heldur en að hún sé klippt, bæði grær hún betur og verk- ir verða minni. Eins má lina verki með öðru en lyijum t.d. með nuddi og hreyf- ingu.“ Eru fæðingar hér eitthvað öðruvísi? „Mér sýndist Evrópa og Ástralía vera á svipuðu róli en þó kom fram að þungaðar kon- ur í öðrum Norðurlöndum eru komnar lengra en við í því að taka ábyrgð á sinni meðgöngu. Þær virðast líka hafa ákveðnari skoðanir á því hvernig þær vilja hafa meðgönguna og hvernig þær ætla að fæða. Á meðgöngutím- anum eru konur mjög móttæki- legar fyrir allri fræðslu og ef þær segja okkur frá væntingum sínum, kvíða eða slíku getum við útskýrt fyrir þeim hvort það sem þær fara fram á er raun- hæft eða ekki.“ Hvaða fæðingastellingar eru bestar? „Það er ekki hægt að fullyrða neitt um það en mikil- vægt er að konan fái að fæða eins og hún kýs, hún á að ráða því hvort hún fæðir standandi, krjúpandi eða sitjandi." En hvað með vatnsfæðingar? „Það er mjög gott að nota sturtuna og baðið á útvíkkunartímanum, það getur verið ágætis verkja- stilling. Sums staðar á landinu eru pottar eða baðker notuð en börnin fæðast þó ekki í þeim Ingibjörg Jónsdóttir, deildar- stjóri á fæðingardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Ákur- eyri sótti í sumar alþjóðlega ráðstefnu ljósmæðra í Oslo í Noregi. Tvö þúsund og fimm- hundruð ljósmæður frá yfir níu- tíu löndum voru samankomnar á ráðstefnunni og þrátt fyr- ir ólíkar aðstæður er meginstef- ið „náttúruleg fæðing" og eins lítil inngrip frá hjúkrunarfólki og möguleg eru. Hvað er nýtt að gerast í fæð- ingafræðinni? „Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast en í Osló var lögð áhersla á að fæðingin væri sem náttúrulegust og gangsetningum og þar með sogklukkum yrði fækkað, sömuleiðis tangafæðingum og keisaraskurðum. Einnig komu fram heldur eru konurnar í heitu vatninu á meðan útvíkkunin á sér stað.“ Var eitthvað sem kom veru- lega á óvart? „Það sem stakk mig mest er hve margar konur deyja enn vegna barnsburðar. Þetta á aðallega við um þriðja heims löndin þar sem blæðing- ar eftir fæðingar og sýkingar eru mikið vandamál enda hreinlætisaðstaða oft bágborin. Samt eru fæðingar þarna oft þær náttúrulegustu og oft margar konur að fæða samtím- is í einu herbergi. Pabbarnir aftur á móti eru víða alls ekki hafðir með. Bandaríkin eru líka frá- brugðin vegna tækninnar og þar eru það yfirleitt læknar sem taka á móti börnunum, ekki Ijósmæður. Keisaraskurðir eru þar miklu fleiri en annars stað- ar í heiminum og eins mænu- deyfingar." Hvað með brjóstagjöf? „Jú, það var rætt um mikilvægi brjóstagjafar og í tengslum við hana sólarhringssamveruna, að barnið sé hjá móðurinni allan sólarhringinn og að hún sinni því jafnt nótt sem dag inni hjá sér á stofunni ef heilsa beggja leyfir. Börnin eru yfirleitt vær- ari og brjóstamjólkin kemur fyrr og eins eru minni erfiðleik- ar með brjóstagjöfina. Þetta skilar engum neikvæðum punktum, mæðurnar virðast ekki sofa verr þótt þær séu með börnin inni hjá sér eins og margir hafa haldið. Þetta á auðvitað við þegar allt er eðli- legt en þarf ekki að gilda ef konan hefur gengið í gegnum erfiða fæðingu, keisaraskurð eða þegar barnið fæðist fyrir tímann. Okkar stefna er að auka samveru móður og barns svo og að samhæfa fræðslu heil- brigðisstarfsfólks í tengslum við brjóstagjöf því afar erfitt er oft fyrir nýbakaða móður að fá misvísandi ráðleggingar varð- andi brjóstagjöfina. mgh Ingibjörg Jónsdóttir Ijósmóðir með þriggja daga gamlan dreng sem fæddist á fæðing- ardeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Mynd -gs Borgarleikhúsið Tnnasetnmgin er afleit Eg ber fyrst og fremst hag Leikfélagsins fyrir brjósti en tímasetningin er afleit út frá faglegum sjónarmiðum. Á haustin er mesta álagið í miða- sölu og markaðsstarfi, það þarf að ná samningum við auglýs- endur, kortasalan fer í gang og línurnar lagðar í kynningarmál- um fyrir veturinn. Framundan er því gríðarlega mikið undir- búnings- og skipulagsstarf og það er satt að segja undarlegt að treysta markaðsdeildinni til að inna það af hendi en ekki til að halda starfinu áfram í vetur. Auk þess verður aðkoman ank- annaleg fyrir þann sem tekur við starfi kynningastjóra því hann verður í vetur að vinna á forsendum fráfarandi starfs- manns,“ sagði Álfrún Guðrún- ardóttir, núverandi markaðs- og kynningarstjóri LR, en henni og öðrum starfsmönnum mark- aðsdeildarinnar, alls 5, hefur verið sagt upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum. í máli Þórhildar Þorleifsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhúss- ins, í íjölmiðlum hefur komið fram að markaðsdeildin hefur ekki verið nógu skilvirk. Uppsagnirnar bárust starfs- mönnum bréfleiðis og þurftu þeir allir, samkvæmt heimildum Dags-Tímans, að leita sjálfir eftir fundi við Þórhildi til skýr- ingar. „Þetta skýtur nokkuð skökku við því nýi leikhússtjór- inn talaði í vor um að bæta boð- leiðir innanhúss. Það er aftur kominn upp þessi ótti sem var alls ráðandi hér í fyrra. Það er uggur í fólki. LÓA i ■ u m YaWw m >i *w i* IíaI II 1 T • 1 >5s8 ty Tónmenntaskólinn -- A K U R E Y R 1 - Langar þig að lœra á hljóðfœri? Tónmenntaskólinn býður þér upp á skemmtilegt nám í vetur. Nám fyrir alla aldurshópa, byrjendur og lengra komna. Ódýrt samspilsnám fyrir byrjendur á blokkflautu, önn- ur blásturshljóðfæri og bjölluhljómsveit. Kennt er á flest önnur hljóðfæri. Byrjendur á fiðlu og blásturshljóðfæri fá lánuð hljóð- færi endurgjaldslaust. 1 vetur munum við bjóða upp á kennslu i tónsmíðum og nótnaskrijt á tölvu. Innritun hefst mánudaginn 2. september frá kl. 13.00-18.00 á skrifstofu skólans, Hrísalundi 1, sími 462 3181. Skólastjóri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.