Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Qupperneq 4
4 - Fimmtudagur 5. september 1996 |Dagur-'3Imttmt FRETTIR Reykjavik Völd flutt frá borgarstjóm til íbúanna í Grafarvogi Hugmyndin er að Grafarvogur, þar sem um 12 þúsund manns munu búa, verði fyrsta íbúðahverfi landsins þar sem sérstök hverfisnefnd fer með völd, sem ella væru hjá borgarstjórn og ýmsum borgarstofnunum. Tillögu um að Grafarvogshverf- in í Reykjavík verði gerð að reynsluhverfi var frestað í gær í borgarráði og tillagan send borgarstjóra og framkvæmda- stjórum menningar-, uppeldis- og félagsmála borgarinnar til nánari athugunar. Hverfisnefnd á að fara með stjórn hverfismiðstöðvar í Graf- arvogi. Nefndin á að vera skip- uð fimm mönnum, þrem kosn- um hlutfallskosningu af borgar- stjórn og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna nefndarmanna og skal hann vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi í það minnsta. íbúasamtökin í Graf- arvogi eiga að tilnefna tvo menn í nefndina. Hverfisnefndin fær talsverð völd sem hún fer með í umboði borgarstjórnar. Hún fer með verkefni félagsmálaráðs, stjórn og framkvæmd ýmissar félags- legrar þjónustu, verkefni fræðsluráðs, menningarmála- nefndar, íþrótta- og tómstunda- ráðs og Dagvistar bama. Starfsemi reynsluhverfisins er hugsuð á sama grundvelb og lög um reynslusveitarfélög frá 1994 kveða á um. í borgarstjórn Reykjavíkur er nokkur eining um þetta mál. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur falbst á að vert sé að skoða hugmyndir um reynsluhverfi í Grafarvogi. Samþætting þjón- ustu borgarinnar undir einni stjórn er áhugavert viðfangs- efni,“ segja Gimnar Jóhann Birgisson og Inga Jóna Þórðar- dóttir borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í bókun um málið. En þau láta líka í ljós efasemd- ir: „Áætlaður kostnaður vegna hverfismiðstöðvar í Grafarvogi verður á fyrsta ári um það bil 56 miiljónir króna. Allt er í óvissu um að hve miklu leyti samsvarandi kostnaður lækkar hjá þeim stofnunum, ^m í dag sinna verkefnum sem hin nýja hverfismiðstöð mun taka við.“ - JBP Skagafjörður Minnisvarði um skógarvörð afhjúpaður Minnisvarði um Sigurð heitinn Jónasson, skóg- arvörð á Norðurlandi vestra, var afhjúpaður í Reykj- arhólsskógi við Varmahlíð í Skagafirði við hátíðlega athöfm gær. Varðinn er stuðlabergs- steinn með áfestri gylltri plötu sem texti er greiptur í. Skóg- rækt ríkisins, Skógræktarfélag Skagfirðinga og Héraðsnefnd Skagfirðinga stóðu að uppsetn- ingu varðans en Sigurður Örn Hilmarsson og Sigurður Sigurð- arson, barnabörn Sigurðar heitins, afhjúpuðu hann. Við at- höfn í Reykjarhólsskógi rakti sr. Gunnar Gíslason, fv. prófastur í Glaumbæ, sögu skógræktar í Skagafirði og söngfélagar úr karlakórnum Heimi sungu nokkurlög. -sbs Eyþing Húsavík Starfshópur vill beint flug til Kaupmannahafnar og Hamborgar Flugleiðamenn svartsýnir á beint flug frá Akureyri; Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða Eyþing, samband sveitarfé- laga í Eyjafírði og Þing- eyjarsýslum, stofnaði á sl. ári, ásamt Sambandi sveitarfé- laga á Austurlandi, starfshóp til að koma á beinu flugi frá út- löndum til Norður- og Austur- lands. Á fundi starfshópsins snemma vors með formanni Ey- þings, bæjarstjóranum á Akur- eyri, nokkrum forsvarsmönnum ferðamála á svæðinu og for- svarsmönnum Flugleiða kom fram að Flugleiðamenn eru til- búnir til að skoða alvarlega að taka upp beint flug á leiðinni Hamborg- Kaupmannahöfn-Ak- ureyri og Akureyri-Kaup- mannahöfn-Hamborg einu sinni í viku yfir sumarmánuðina. Til að undirbúa markaðinn var ákveðið að undirbúa heildar- skrá yfir ferðaþjónustuaðila á svæðinu og kynna áformin fyrir stærstu ferðaskrifstofum í Þýskalandi sem selja ferðir til íslands. Pétur J. Eiríksson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, segir að þetta mál sé alls ekki frágengið, en forsvars- menn Flugleiða hafi átt fund með þessum aðilum þar sem ákveðið hafi verið að kanna möguleikana á áðurefndu flugi til hlítar. „Þetta þarf að byggjast á einni eða tveimur ferðaskrif- stofum sem eru með stóra hópa og móttöku á Norðurlandi og það eru aðeins þýskar ferða- skrifstofur sem eru nógu stórar til að sinna verkefninu. Fyrstu kannanir benda ekki til þess að það sé áhugi á beinu flugi til og frá Akureyri. Tilgangur farþega með ferð tU íslands er mjög mismunandi, sumir taka bíla- leigubíl, aðrir fara sér hægar. Við vitum að sumt af því fólki sem kemur með Saga-Reisen til Akureyrar llýgur beint þaðan til Reykjavíkur. Við ætlum hins vegar ekki að gefa lokasvar fyrr en eftir lok Vest-Norden ráð- stefnunnar næsta föstudag en það er ljóst að beint flug til Ak- ureyrar frá Kaupmannahöfn og Hamborg mun ekki íjölga far- þegum hingað að neinu marki. Þetta er spurning um það hvort einhver ferðaskrifstofa vildi gera út frá Akureyri, en Saga- Reisen gerir út frá Húsavík. Ég er því fremur svartsýnn á að vilji starfshóps Eyþings nái fram að ganga,“ sagði Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða. GG Samiðn Póstur og sími hf. Nýr formaður ✓ miðstjórnar- fundi í Sam- iðn þann 2. september sl. tók Örn Friðriksson varaformaður Sam- iðnar við for- mennsku í samband- inu af Grétari Þor- steinssyni forseta ASÍ. Grétar lætur af formannsku vegna starfa á vettvangi ASÍ en hann mun sitja áfram í miðstjórn Samiðnar. En sambandið er eins og kunnugt er landssamband iðnfélaga í byggingar- og málmiðnaði og garðyrkju með 5500 félags- menn í 31 félagi og deildum. Á næstu vikum munu fulltrú- ar Samiðnar taka þátt í fundarhöldum aðild- arfélaga vítt og breitt um landið vegna und- irbúnings næstu kjarasamninga. Á þessum fundum verður m.a. rætt með hvaða hætti félögin og eða sambandið koma til með að standa að samningum, gerð viðræðuáætl- ana, kröfur og skipan samn- inganefndar. I byrjun næsta mánaðar verður svo haldinn sambandsstjórnarfundur með fulltrúum allra aðildarfélaga Samiðnar þar sem aðallínur fyrir komandi samningagerð verða mótaðar. -grh Örn Friðriksson. Guðmundur forstjóri Guðmundur Björnsson að- stoðarpóst- og símamála- stjóri verður forstjóri hlutafélags um rekstur Pósts- og síma, sem tekur til starfa um áramót. Lög um stofnun hluta- félags um rekstur póst og síma- málastofnunar tóku gildi um sl. mánamót og undirbúnings- nefnd sem annast þessa form- breytingu á rekstrinum er tekin til starfa. Ólafur Tómasson, póst og símamálastjóri, hefur óskað eft- ir því að láta af störfum hjá Pósti og síma um áramót, eða á þeim tímapunkti þegar form- breytingin á rekstrinum tekur gildi. Ólafur hefur starfað hjá Pósti og síma sl. íjörutui ár. Skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík Guðmundur Birkir Þorkelsson og listamaðurinn Grímur Marínó Stefánsson við „Vorkomu" listaverkið sem afhjúpað var í tengslum við setningu Framhaldsskólans. MynóGKj Glæsilegt listaverk af- hjúpað við Framhalds- skólann á Húsavík „Vorkoma" listaverk eftir Grím Marínó Sigurðsson var afhjúpað síðastliðinn föstudag að lokinni setningu Framhalds- skólans á Húsavík. Listaverkið er staðsett á lóð Framhaldsskólans og keypti skólinn listaverkið fyrir gjafafé frá foreldrum fjögurra drengja sem látist höfðu fyrir aldur fram auk þess sem Húsavíkur- bær styrkti skólann að verulegu leyti til kaupanna. Við afhjúpun listaverksins flutti Sigurður Hallmarsson formaður Menn- ingarmálanefndar Húsavíkur- bæjar ávarp og ljóð og kvartett úr Stúlknakór Húsavíkur undir stjórn Hólmfríðar Benedikts- dóttur söng. GKJ

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.