Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Page 6

Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Page 6
6 - Fimmtudagur 5. september 1996 lObtgur-ÍIftittrrat FRÉTTASKÝRING ómaka sig til að greiða atkvæði skriflega. Bitastæðar konur Engin kona, nákvæmlega engin, hefur í hyggju að róa í Friðrik sem varaformaður, alla vega er staðan þessi 5 vikum fyrir landsfund flokksins. Birna Friðriksdóttir, formað- ur Landssambands sjálfstæðis- kvenna, styður þessa skoðun. Hún vildi sem minnst um málið ræða en sagði þó: „Ég veit ekki, alla vega hefur engin okkar kvenna sagt mér, að hún ætli að gefa kost á sér í embætti vara- formanns flokksins. Við vitum bara að Friðrik fer fram að nýju,“ sagði Birna. „Þær konur sem hafa burði til þess, vilja ekki fara fram gegn Friðriki. En það er nóg af hæfum konum innan flokksins sem gætu unnið störf bæði formanns eða vara- formanns, en eins og málin standa virðist engin þeirra hafa áhuga á þeim störfum." Öðruvísi ball Fulltrúaráð Landssambands sjálfstæðiskvenna fundaði um síðustu helgi á Akureyri. Birna segir að lítið hafi verið íjallað um kröfur sjálfstæðiskvenna á j þeim mikla fundi, en mörg merkileg mál hafi þar verið til umræðu. Landsfundurinn 10. til 13. október verður haldinn undir vænu mottói: Einstaklingsfrelsi - jafnrétti í raun. Einhver slag- síða er á því kjörorði lands- fundar flokks sem vill helst ekki konur. Elsa B. Valsdóttir, ein ungu Sjálfstæðu kvennanna, hitti naglann á höfuðið í grein í Degi-Tímanum í gær, þegar hún bendir á að á komandi lands- fundi verði „ballið öðru vísi en vanalega. Á þessum landsfundi er nefnilega dömufrí," skrifar Elsa. -JBP Könnun á fylgi Sjálfstæðis- flokksins var gerð fyrir nokkrum árum. Hún er vel geymd í Valhöll. Samkvæmt upplýsingum blaðsins kemur þar fram að einungis 30% ís- Ienskra kvenna leggi flokknum lið í kosningum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki lagt við hlustir, hann heyrir ekki ákall kvenna, sem heimta aukinn hlut í æðstu stjórn flokksins, aukinn hlut á Alþingi og í ríkis- stjórn. Heyrnarleysi þetta þýðir að konum finnst flokkurinn ekki hafa það sexappíl sem þær eru að skyggnast eftir. Herskáar sjálf- stæðiskonur Konur innan Sjálfstæðisflokks- ins tóku að ybba sig eftir síð- ustu alþingiskosningar og bentu á alvarlegt kynjamisvægi, þegar úthlutað var ráðherrastólum og ýmsum bitlingum. Þær voru heldur ekki sáttar við sinn hlut á Alþingi, þar sitja aðeins íjórar konur fyrir hönd flokksins, af 25 þingmönnum. Konurnar þóttu nokkuð hvassar og her- skáar og um tíma gustaði um silkislæður þeirra. Konur gerður kröfur sem vöktu mikla athygli. Kröfur komu fram um þríeina forystu flokksins, annar varaformanna hans skyldi vera kona. Rætt var hka um framboð gegn sitjandi varaformanni. Tillög- urnar hafa verið sendar mið- stjórn flokksins, en ekkert meira aðhafst í þeirri kröfugerð sem liggur fyrir. Konur innan Sjálfstæðisflokksins tóku á sig rögg og klöguðu yfir skorti á vegtyllum innan flokksins. Raddir kvenna eru þagnaðar. anna á VestQörðum, var býsna heit. í dag eru raddir kvenn- anna hljóðnaðar. Kannski vegna þess að harðasti kjarn- inn, Sjálfstæðar konur, eru margar komnar í hugguleg embætti, sem tengjast hollustu við flokkinn. Sjálfstæðiskonur mega sín lítils í flokki sínum. Margir, einkum þó konur, líta á Sjálfstæðisflokkinn sem flokk karlrembunnar. í Valhöll liggja fyrir tillögur kvenna innan flokksins um aukna hlutdeild í málefnum flokksins. Þær hafa rykfallið síðan og ekki verið viðraðar á fundum miðstjórnar flokksins nema í byrjun, en alls ekki á þessu ári. Boltinn er í höndum miðstjórnar. Sagt er að Davíð Oddsson hafi hreint ekki í hyggju að dusta rykið af bæna- bréfi kvenna sinna. *| ý Þegar fram- kvæmdastjóri flokksins er spurð- ur um málefni kvenna laumast / dularfullt bros yfir andlit hans. Málið verður varla til Jón Birgir Pétursson skrifar umræðu á landsfundinum hvað þá meir. Og kannski ekki að undra því konurnar hafa ekki fylgt erindi sínu eftir. Karlar eiga leikinn Það er mál karlmanna í innstu röðum í Valhöll að flokkurinn sé hreint ekki karlrembuflokk- ur. Karlar eigi leikinn einfald- lega vegna þess að engar bita- stæðar konur séu sýnilegar í fé- lagsstarfinu. Auðvitað munu margir telja slíkar fullyrð- ingar í meira lagi vafa- samar. Landsfundur Sjálf- stæðis- flokksins er framundan og hefst eftir rúman mánuð. Talið er vita vonlaust að þar verði eitt eða neitt gert í því skyni að auka hlut kvenna innan flokksins. Karlar munu eiga leikinn eins og verið hefur allar götur frá árinu 1929, þegar flokkurinn var stofnaður. Davíð Oddsson er óumdeild- ur formaður flokksins og verð- ur vafalaust kjörinn með gífur- lega kröftugu lófataki lands- fundarfulltrúa, karla sem kvenna, sem borga fimm þús- und kall fyrir setuna í Laugardalshöll, óski hann eftir endurkjöri. Friðrik Sophusson fær kannski örfáum desibelum linara lófatak þegar kjör- inn verður varaformað- ur, en ólík- legt að landsfund- arfulltrúar, mest karlar, þurfi að Hugguleg embætti til kvenna Nánast ekkert heyrist lengur minnst á aukinn frama sjálf- stæðiskvenna í flokki sínum. Umræðan fyrir landsfundinn, sem halda átti fyrir ári en var frestað vegna náttúruhamfar- Myndir. ÞÖK

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.