Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Side 10

Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Side 10
10- Fimmtudagur 5. september 1996 Jlcxgur-®mTátu „Gaman að vera í stöðugri framför“ Jón Arnar Magnús- son, tugþrautarmaður á Sauðárkróki segist vera á því róli sem hann bjóst við. Staðreyndin er sú að alþjóð- leg keppni í tugþraut er alltaf að verða harðari og keppendur verða sífellt betri og betri. En það er gaman að taka þátt í keppni þegar maður er stöðugt að bæta sig. Einkum hef ég bætt mig í 400 og 1.500 metra hlaupum," segir Jón Arnar Magnússon, tugþrautar- maður í UMSS. Sumarið er keppnisvertíð frjálsra íþrótta og Jón Arnar hefur staðið í ströngu. Fyrir ut- an Qölda móta á innlendum vettvangi ber hátt þátttöku hans - og annara frjálsíþrótta- manna - á Ólympíuleikun- um í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar lenti hann í 12. sæti í tug- þrautarkeppn- inni; „... og sá árangur var al- veg á því róli sem ég bjóst við - enda eru kepp- endur í þessari grein sífellt að verða jafnbetri og keppnin verður þar af leið- andi harðari," sagði Jón Arnar, þegar blaðamaður Dags-Tím- ans ræddi við hann á íþrótta- vellinum á Sauðárkróki í gær. 400 og 1.500 metra hlaupum síðasta árið - einkum þó í síð- astnefndu greininni. Hefur í sumar farið úr 4:55 mín. niður í 4:43 mín. Að geta hlaupið nefnda vegalengd á 12 sekúnd- um skemmri tíma en var fyrir ári telst harla gott í frjálsum íþróttum. „Það eru ýmis mót framund- an í frjálsíþróttaheiminum sem ég mun taka þátt í - og hafa æf- ingar mínar undir leiðsögn Gísla Sigurðssonar, hjálfara míns, miðast við þær. í vetur verður heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss haldið í Aþenu í Grikklandi og þar í landi verður heimsmeist- aramótið utanhúss haldið næsta sumar,“ segir Jón Arnar. Styrkir mikilvægir Hann segir sér mikilvægt að fá áframhaldandi styrki til æflnga í vetur til að taka þátt í þeim mótum - og öðru því sem bíður næstu fram- ,Hægt að ná árangri, án þess að aðstaða sé í einhverjum heimsklassa. Slíkt myndi þó ef til vill ekkert spilla fyrir hygg ég.“ Æft fyrir Frakklandsmót Þegar rætt var við Jón Arnar var hann við æfingar fyrir keppni 16 bestu tugþrautar- manna heims, sem haldin verð- ur í Talance í Frakklaridi um aðra helgi, 14. og 15. septem- ber. „Mér var boðið, löngu fyrir Ólympíuleikana, að taka þátt í þessu móti. Til þess er boðið hinum sextán efstu á heimslista tugþrautarmanna, en ég er 17. á listanum. Einhver afföll urðu hinsvegar meðal þeirra sem eru ofar en ég - og því kemst ég inn á þetta mót, sem hefur fyrir löngu unnið sér alþjóðlegan sess í frjálsíþróttaheiminum." Jón Arnar Magnússon segir að vissulega sé æfinga- og keppnisaðstaða sú sem hann hefur á Sauðárkróki ekki á neinum heimsmælikvaða, og altejnt mun lakari en erlendir frjálsíþróttamenn hafi. „Hins- vegar hefur verið talsverð aug- lýsing fyrir Sauðárkrók, þegar frá því er greint hver æfingaað- staðan hér er,“ segir Jón Amar - og hlær við. „Þetta segir okkur og sýnir að auðvitað er hægt að ná árangri, án þess að aðstaða sé í einhverjum heimsklassa. Slíkt myndi þó ef til vill ekkert spilla fyrir hygg ég. En þar sem ég hef aldrei æft við þessar meintu ágætisaðstöðu veit ég ekkert hvort ég væri betri íþróttamaður ef hennar nyti við,“ segir hann. Ýmis mót framundan Einsog áður segir kveðst Jón Arnar hafa bætt sig talsvert í I aðstaða og ýmsir fleiri, iYpfjum svo sem Visa ísland - slógu í >Sa. Sllkt púkk á síðasta ef til vill ári og veittu ... , . honum styrkt- illa fynr arfé tii æfmga- ég.“ og þátttöku í _Ólympíuleikun- um, en samn- ingur sá er nú útrunninn. „Ég FICIAL SPONSOR PIC SUMMER GAMES „Staðreyndin er sú að alþjóðleg keppni í tugþraut er alltaf að verða harð- ari og keppendur verða sífellt betri og betri,“ segir Jón Arnar, meðal ann- ars hér í viðtalinu. Mvndin-sbs HANDBOLTI er vona að menn sjái aumur á mér og veiti mér styrki eitthvað áfram. Það er mér mjög mikil- vægt og reyndar er ég bjartsýnn á að einhver samningur um þetta efni líti dagsins ljós innan skamms," segir Jón Arnar. Þrjú ár eru síðan Jón Arnar Magnússon gekk úr röðum Hér- aðssambandsins Skarphéðins á Suðurlandi yfir í Ungmenna- samband Skagaíjarðar - og á þeim tíma hefur hann komist í fremstu röð frjálsíþróttamanna á íslandi. Hann segist hvergi sjá eftir vistaskiptunum, þau hafi verið sér holl og góð - og einnig Jón Arnar Magnússon, ásamt Gísla Sigurðssyni þjálfara sínum. „Ýmis mót framundan og hafa æfingar mínar undir leiðsögn Gísla miðast við þær.“ hafi lukkudísirnar verið með honum, því nú sé hann orðinn ráðsettur íjölskyldufaðir. Þó hefur hann ekki alveg skorið á bönd sín við Suðurland, því hann hefur til að mynda verið fenginn til að ræsa Brúarhlaup- ið á Selfossi sem haldið verður næstkomandi laugardag. -sbs. Opna Reykjavíkurmótið 18 Hð skráð W leiks Opna Reykjavíkurmótið í handknattleik hefst í kvöld. Átján lið taka þátt í mótinu og hefur þeim verið skipt í eftirfarandi riðla: A-riðill: Valur, Fram, Selfoss, Víkingur og Fylkir. B-riðill: KA, ÍR, KR og UMFA. C-riðiIl: Stjarnan, FH, HK og Breiðablik. D-riðill: Haukar, Grótta, ÍBV og Ilörður. Leikir kvöldsins eru þessir: íþróttahús Seljaskóla: 17:30 Valur-Fylkir 19:00 UMFA-KR 20:30 KA-ÍR fþróttahúsið við Austurberg: 17:30 HK-FH 19:00 Stjarnan-Breiðablik 20:30 Selfoss-Víkingur Mótinu lýkur á sunnudagskvöld.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.