Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Side 1

Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Side 1
Lífið í landínu/18 Herra ísland segist hafa hreint sakavottorð ísland í þríhyrn- " ingum Fimmtudagur 19. september 1996 79. og 80. árgangur 178. tölublað Verð ílausasölu 150 kr. Björk brugðið! Björk Guðmundsdöttir var umsetin tugum ljósmyndara fyrir utan heimili sitt í Lundúnum í gær eftir að reynt var að sýna henni til- ræði. Björk er brugðið við þennan atburð. Scotland Yard varaði margar stjörnur í poppinu við því að hugsanlega væru í póstinum sams konar sprengjur og Ricardo Lopez sendi Björk. Andrea Helgadóttir starfskona Bjarkar sem býr með henni sagði við Dag-Tím- ann að hér eftir yrði allur póstur til Bjarkar gegmnnlýstur. Myndin er tekin fyrir Dag-Tímann af Björk fyrir utan heimili hennar í Lundún- um í gærkvöld. Sjá umíjöllun á forsíðu Lífsins í landinu. Félagsmálaráðherra Viðræðuáætlun hagstæð launafólki Páll Pétursson, félagsmála- ráðherra, segir að gerð viðræðuáætlana fyrir gerð komandi kjarasamninga sé hagsmunamál fyrir launafólk vegna þess að þá geta atvinnu- rekendur ekki þumbast við að koma að samningaborðinu, eins og dæmi eru um. Hann undrast því aðfinnslur einstakra for- ystumanna verkalýðsfélaga við gerð viðræðuáætlana vegna þess að þær ýta á atvinnurek- endur að ræða við launafólk um þær kröfur sem það gerir á hendur atvinnurekendum. „Þegar menn fóru í lúsarleit til að gagnrýna frumvarpið á sínum tíma, þá notuðu þeir þetta með viðræðuáætlunina eins og annað sem hægt væri að hengja hatt sinn á, þótt það væri svo sem enginn snagi. Þannig að ég held að það sé ekki verulegur snagi og áreið- anlega ekki fyrir launamenn," segir félagsmálaráðherra. Hann telur líklegt að það verði ekki gerðar margar við- ræðuáætlanir fyrir þá samn- ingalotu sem framundan er, þótt menn geti eflaust haft þær margar ef þeir vilja. í það minnsta er ráðherra á því að ef gerð viðræðuáætlana kemur tif kasta ríkissáttasemjara, þá muni hann ekki gera mörg „módel“ af þeim. grh Flæmingjagrunn Atvinna 500 sjómanna í hættu \ - s ttar Yngvason stjórnar- maður í Félagi úthafsút- gerða telur einsýnt að at- vinna 400-500 íslenskra sjó- manna að meðtöldum skipti- áhöfnum, sé stefnt í hættu ef ri'kisstjórnin með sjávarútvegs- ráðherra í broddi fylkingar ætl- ar að minnka rækjuveiðar ís- lenskra skipa á Flæmingja- grunni úr 20 þúsund tonnrnn í 7500 tonn á ársgrundvelli með því að setja kvóta á veiðarnar. Hann telur viðbúið að þessi aflaminnkun muni hafa í för með sér allt að 3 miljarða króna tap fyrir þjóðarbúið. Á fundi ríkisstjórnar sl. þriðjudag var samþykkt að sjávarútvegsráðherra legði fram á komandi þingi frumvarp til laga um úthafsveiðar en frumvarpið fékkst ekki afgreitt á síðasta þingi. í frumvarpið verður bætt inn nýju ákvæði sem gefur sjávarútvegsráð- herra heimild til að takmarka og stjórna veiðum íslenskra út- hafsveiðiskipa í þeim tilfellum þegar íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ákvörðunum alþjóð- legra stofnana um fiskveiði- stjómun. Þetta á t.d. við um stjórn rækjuveiða á Flæmingja- grunni. Óttar Yngvason segir að við- brögð úthafsútgerða við áform- uðum rækjukvóta á Flæmingja- grunni muni mótast m.a. af út- færslunni og kvótastærð. En ef fer sem horflr sé viðbúið að menn muni annaðhvort selja skipin sín eða beina þeim á önnur úthafsmið og þá með er- lendum áhöfnum. Hann dregur í efa að áformuð kvóta- setning stafi af um- hyggju fyrir rækju- stofninum á Flæm- ingjagrunni. f því sambandi bendir hann á að flski- fræðingar séu ekki á einu máli um ástand rækju- stofnsins á svæðinu og m.a. hefur Jón Kristjánsson fiskifræðingur fullyrt opinber- lega að enginn merki séu um ofveiði á Flæmingjagrunni. Af þeim sökum leitar sú hugsun að útgerðarmönnum úthafsveiðiskipa að þessi ákvörðun sjávarútvegsráðu- neytisins sé sprottinn af sama meiði og þegar Þorsteinn reyndi að koma í veg fyrir Smuguveið- arna og sé því einn liðurinn í baráttu hans gegn forsætisráð- herra. í versta falli telja menn að með þessu sé Þorsteinn nán- ast að ganga erinda samkeppn- isþjóða íslendinga á rækju- mörkuðum með því að stuðla að minnkandi veiði íslenskra rækjuskipa á svæðinu. Á sama tíma veiða Norðmenn rækju grimmt í Barentshafinu en sjást lítið á Flæmingjagrunni og Kandamenn sjást þar ekki. -grh Óttar Yngvason í Félagi úthafsútgerða Þjóðarbúið mun tapa allt að þremur mil- jörðum króna verði rœkjuveiðar á Flœm- ingjagrunni skornar niður um þriðjung.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.