Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Síða 2
2 - Fimmtudagur 19. september 1996
^Dbtgur-'SInttmn
F R É T T I R
Elite-keppnin
Girnileg atviimuboð
en ekki sigur
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir.
Snerra Páls Pétursson-
ar og Jóns Kristjáns-
sonar framóknarmanna
annars vegar og Ásgeirs
Hannesar Eiríkssona um
meintar skoðanir þeirrra
fyrrnefndu á heiti sveitar-
félaga hefur vakið athygli.
Ásgeir veittist að fram-
óknarmönnum og sér-
staklega Páli Pé í pistli
hér í blaðinu á dögunum.
í pottinum höfðu menn
komist yfir vísu sem Jón
Kristjánsson hafi ort til
Ásgeirs Hannesar þegar
hann hafði lesið þistil
hans á sínum tíma. Vísan
er svona:
Að framsókn ráðist á Reykjavík
og röfli um sveitir og annes,
oft er nú dellan þín engu lík
Ásgeir vinur minn Hannes.
Jón Ólafsson starfandi
stjórnarformaður og
sjónvarpsstjóri á Stöð tvö
mun nú vera að hugsa
sér til hreyfings. Fullyrt er
að hann muni hætta sem
sjónvarpsstjóri um ára-
mótin, en þá verður eitt ár
liðið frá því hann tók við
af Jafet Ólafssyni. Það
mun þegar liggja fyrir
hver tekur við stólnum en
farið er með þær upplýs-
ingar sem hernaðrleynd-
armál á Stöðinni. í pottin-
um telja menn sig þó vita
að það verði innanhúss-
maður sem hreppa muni
stólinn, en þó ekki Páll
Magnússon.fyrrum sjón-
varpsstjóri á Stöð 2 og
núverandi stöðvarstjóri á
Sýn.
Eyjastúlkan Ragn-
heiður Guðfinna
Guðnadóttir, Elite-
fyrirsæta ársins á
íslandi í ár, komst
ekki í úrslit í alþjóð-
legu keppni Elite,
sem haldin var í
Nice í Frakklandi sl.
þriðjudagskvöld.
Hins vegar fékk hún þrjú
atvinnutilboð frá París,
þar á meðal frá hinni
frægu Viva umboðsskrifstofu.
Þetta er mikil viðurkenning fyr-
ir Ragnheiði og hélt hún til Par-
ísar strax í gær ásamt umboðs-
aðila sínum, Kolbrúnu Aðal-
steinsdóttur, til viðræðna við
umboðsskrifstofurnar. Alls tóku
88 stúlkur þátt í keppninni og
komust 15 efstu á samning hjá
Elite.
„Ragnheiður stóð sig frábær-
lega vel, hún var yndisleg
þarna á sviðinu. Það var altalað
í kokteilpartýi eftir keppnina að
þrjú efstu sæti liefðu verið góð.
Hins vegar voru hinar stúlkurn-
ar sem komust í úrslit, frá fjög-
ur og upp í fimmtán, að margra
mati ekki nógu góðar. Þess
vegna var það ágætt að Ragn-
heiður var ekki þar heldur fékk
bara sín eigin tilboð. Af einu til-
boði sprettur annað og þetta
gefur ýmsa möguleika. Við ætl-
um að fara til Parísar og ræða
við þessar þrjár umboðsskrif-
stofur sem höfðu samband við
okkur. Það verður að vanda
þetta vel upp á framhaldið að
gera,“ sagði Kolbrún í samtali
við Dag-Tímann.
Ragnheiður sagði að keppn-
iskvöldið hefði verið æðislegt.
„Ég var ekkert stressuð og tókst
að útiloka fólkið í salnum þegar
ég var á sviðinu. Mér fannst
þetta eins og venjuleg tískusýn-
ing. Þetta hefur gengið vonum
framar og er skemmtileg upp-
lifun. Við ætlum að fara beint
héðan til Parísar til að skoða
þessi tilboð sem ég fékk en að
öðru leyti er framhaldið óráð-
ið,“ sagði Ragnheiður í samtali
við Dag-Tfmann. ÞoGu/Eyjum.
Austurland
Löggilt
fasteigasala
Austfirðingar hafa eignast
löggilta fasteignasölu
eftir að Fasteigna- og
skipasala Austurlands ehf. var
opnuð. Fasteignasalan er í eigu
tveggja lögfræðinga, Gísla M.
Auðbergssonar og Jónasar A. Þ.
Jónssonar. Þórarinn Þórhalls-
son hefur verið ráðinn til að sjá
um sölu og markaðsmál.
Fasteignasalan verður með
aðsetur að Strandgötu 53, Eski-
firði, (gömlu heilsugæslustöð-
inni) en Gísli Auðbergsson rek-
ur þar jafnframt lögfræðistofu.
Fasteignasalan mun einnig
veita þjónustu á Lögmansstofu
Jónasar að Hafnarstræti 28 á
Seyðisfirði, þar sem Jónas Jóns-
son hefur nýlega opnað lög-
mannsstofu. Kaupendum og
seljendum fasteigna á Austur-
landi gefst kostur á faglegri og
markvissri þjónustu á sviði fast-
eigna, segir í tilkynningu frá
fyrirtækinu en aðal markaðs-
svæði þess nær frá Bakkafirði
til Djúpavogs.
Skatturinn
Bankamenn
lúrayflr
skránum
Bankar og aðrar lánastofn-
anir eru fremstir í flokki
þeirra sem hafa raunhæf
not af þeim tölulegu upplýsing-
um sem fram koma í álagning-
arskrám skattstofanna meðan
þær liggja frammi. „Starfsmenn
þessara aðila mæta þá hér með
útkeyrslur yfir viðskiptamenn
og svo er eintökum skrárinnar
flett fram og aftur við útfyllingu
listanna", segir varaskattstjór-
inn í Reykjavík, Ingvar J. Rögn-
valdsson í Tíund, fréttabréfi
RSK. En algengast álítur hann
að þeir sem glugga í álagning-
arskrána séu einungis að
grennslast fyrir um álagða
skatta á granna sína, vini og
vinnufélaga.
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Auður Eir biskup?
Auður Eir
prestur
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
prestur í Þykkvabœ, segist gefa
kost á sér í embœtti biskups
íslands, ef hún fái til þess
stuðning.
Ólafur Skúlason, biskup, tilkynnti í
sumar á Prestastefnu að hann hyggð-
ist láta af embœtti í lok árs 1997 og
ástœðan vœri meðal annars ásakanir
um kynferðislega áreitni og umfjöllun-
in um þœr. Auður Eir var fyrsta konan
sem hlaut prestvígslu hér á landi árið
1974, en hvers vegna vill hún verða
biskup?
„Það er vegna þess að það er sífellt
verið að spyrja að því hvort að konur
muni ekki leita eftir þessu embætti og
styðja hver aðra til þess. Almennt
kirkjufólk er að velta þessu fyrir sér.
Það eru mjög fáar konur í þeim stöð-
um innan kirkjunnar, þar sem hinar
miklu ákvarðanir eru teknar. Kven-
prestar er um 30, en sárafáar í stjórn-
unarstöðum. Ég held að konur þurfi að
komast þar að, en það er miklu nauð-
synlegra að konur hafi áhrif til þess
að breyta hugmyndum kirkjunnar um
vald. Ég held að það sé nauðsynlegt
að allar konur og allir karlar fái ein-
hver völd, frekar en að ein kona fái
mikil völd. Ég vil sjá breytingar á
valdastruktur kirkjunnar. Það er auð-
vitað auðveldara um að tala en í að
komast, en ég tel að virðingarstiginn
eða valdaröðin hafi verið að lengjast
innan kirkjunnar.
Ólafur Skúlason, biskup, œtlar að
hœtta eftir 1 og '/2 ár og það hafa
heyrst vangaveltur um líklegan eftir-
mann. Þitt nafn hefur ekki verið þar
ofarlega á blaði. Telur þú líklegt að þú
getir orðið sá leiðtogi og sameiningar-
tákn, sem kirkja þarfnast?
„Ég held að ég væri alveg eins góð-
ur möguleiki og þeir sem hafa verið
nefndir. Og ég spyr af hverju er ég ekki
einu sinni nefnd. Ég held að ein skýr-
ingin sé, að það sé af því ég er kona.
Og ég uni því ekki.“
Eiga konur mjög erfitt uppdráttar
innan kirkjunnar?
„Við sjáum það á því að karlar skipa
allar þessar stjórnunarstöður. Þetta
hefur afskaplega lítið breyst frá því ég
hlaut prestvígslu fyrir 22 árum. Kirkj-
an vill ekki horfast í augu við stöðu
kvenna og vill ekki ræða hana. En ég
held að við verðum að gera það. Al-
kirkjuráðið ákvað á sínum tíma að
1988 til 1998 ætti að vera kvennaár-
tugur og markmiðið var að skoða
hvaða misrétti konur eru beittar og
grafast fyrir um orsakirnar. fslenska
þjóðkirkjan hefur afskaplega lítið sinnt
þessu, sem hún hefur þó skuldbundið
sig til með aðild sinni að alkirkjuráð-
inu.
Ertu byrjuð að leita fyrir þér með
stuðning í biskupsembœttið?
„Nei, en ég fer að kanna málið fljót-
lega, enda ekki ráð nema í tíma sé
tekið. Og ég mun byrja á að ræða þetta
við kynsystur mínar í kirkjunni.“