Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Blaðsíða 3
^Dagur-íiImrám Fimmtudagur 19. september 1996 - 3 F R É T T I R Akureyri Hörður Blöndal fær boð um yerkefni við H val í) arðargön g s ágústmánuði fékk ég boð um áhugavert verkefni á sviði vega- gerðar við Ilvalíjarðargöng- in“ segir Hörður Blöndal framkvæmdastjóri Dags- prents. „Þar sem ég er vegaverkfræðingur að mennt og verkefnið spenn- andi fyrir mig tók ég þessu boði með fyrirvara. Ég leit- aði til stjórnar Dagsprents um það hvort ég gæti fengið að sinna þessu verki. Stjórnin kom saman í gær, miðvikudag, og þar var samþykkt að ég fengi að taka að mér tæknilega ráð- gjöf við verkið. Það skilyrði var þó sett að ég sinnti áfram hluta af starfl mínu sem framkvæmdastjóri Dagsprents enda mikið um að vera þessa dagana við nýja blaðið. Augljóslega mun hluti af mínu starfi flytjast á aðra starfsmenn í fjarveru minni. Ég er ekki á förum úr bænum og fregnir um að ég sé að kveðja fyrir- tækið eru úr lausu lofti gripnar." Hörður hefur áður tekið að sér ráðgjöf við vegagerð fyrir Ræktunar- samband Flóa- og Skeiða, en hann vann fyrir það fyr- irtæki áður en hann kom til starfa hjá Dagsprenti hf. Akureyri Pólitíska stefnu- mótun Er eðlilegt að starfs- fólk Tónlistarskólans sé sjálft að fram- kvæma útttekt á rekstri skólans, spyr Guðmundur Stefáns- son, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Skólanefnd Tónlistarskólans hefur samþykkt að gera úttekt á rekstri Tónlistar- skólans á Akureyri, en skólinn hefur fengið aukið húsnæði í Hafnarstræti eftir að Akureyr- arsetur Náttúrufræðistofnunar fór þaðan. M.a. hefur verið rætt um þátttöku skólanefndar í út- tektinni og þörf á að samtímis verði unnið að fleiri þáttum. Á fundi Bæjarstjórnar Akur- eyrar sl. þriðjudag taldi Val- gerður Hrólfsdóttir (D) það orð- ið fyllilega tímabært að ráðast í stefnumótun fyrir Tónlistar- skólann á Akureyri. Guðmund- ur Stefánsson (B) taldi þörf orðna á því að framkvæma útt- vantar tekt á tónlistarkennslu á Akur- eyri en varpaði fram þeirri spurningu, sem og fleiri bæjar- fulltrúar, hvort það væri eðlilegt að starfsfólk Tónlistarskólans væri sjálft að gera útttekt á rekstri skólans. Full ástæða væri hins vegar til þess að lýsa yfir fullu trausti á hendur starfsfólkinu. Jakob Björnsson, bæjarstjóri, sagði að engin pólitísk stefnu- mótun væri til staðar um rekst- ur Tónlistarskólans og hún yrði ekki framkvæmd fyrr en úttekt á rekstri skólans hefði verið lokið og hún borist bæjarstjórn. Rekstur Skíðastaða kom einnig til umræðu og m.a. hefur íþrótta- og tómstundaráð ákveðið að skoða kosti og galla þess að bjóða út irekstur Skíðahótelsins í Hlíöarfjalli. Einnig var rætt um að bjóða all- an reksturinn út eða tengja hann með einhverjum hætti öðrum rekstri íþróttamann- virkja Akureyrarbæjar. Heimir Ingimarsson (G) sagði m.a. að of mikið væri ilagt að Skíða- staðir væru starfsvettvangur fjölda fólks frá hausti til vors, burtséð hvort nokkur snjór væri á svæðinu. GG Evrópusamkeppni íslendingar fá gull- og silfurverðlaun ngibjörg Haraldsdóttir, kennari við Lundarskóla á Akureyri, fékk gullverðiaur og Ágústa Unnur Gunnars- dóttir, kennslustjóri við Menntaskólann i Hamrahlíð, fékk siifurverðlaun í Evrópu- samkeppni um bestu verkefni til aðstoðar fötluðum. Þessi samkeppni var á vegum HELI- OS 2, sem er heiti á víðtækri samstarfsáætlun á sviði mál- efna fatlaðra innan ESB og EFTA- ríkjanna. „Við getum í hvorugan fót- inn stigið af stolti," sagði Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær þegar þessi árangur Ingibjargar og Ágústu var kynntur. Hann sagði jafnframt að þessi úrslit væru vitnisburður um að menn væru á réttri leið hérlendis í málefn- um fatlaðra. Þá er viðbúið að hróður þeirra Ingibjargar og Ágústu fari víða því verðlauna- verkefni þeirra eru talin geta orðið fyrirmyndir annarra Evr- ópuþjóða í málefnum fatlaðra. Ingibjörg fékk sín gullverð- Páll Pétursson félagsmálaráð- herra: Við getum í hvorugan fótinn stigið af stolti. Úrslitin vitnisburður um að við séu á rétti leið í málefn- um fatlaða. laun fyrir verkefni sem fjallar um nýjar leiðir og aðferðir til kennslu og aðlögunar fatlaðs nemenda í almennum grunn- skóla. í umsögn dómnefndar segir m.a. að verkefnið sé fram- úrskarandi dæmi um góð vinnubrögð og öll aðstaða inn- an skólans og kennslugögn séu til fyrirmyndar. Þar er einnig lögð mikil áhersla á hversu samvinna kennara sé mikil svo og samstarf við foreldra. Síðast en ekki síst er verkefnið vitnis- burður um góðan árangur um blöndun fatlaðra barna í al- mennum skólum. í umsögn dómnefndar um verkefni Ágústu Unnar segir m.a. að verkefnið sýni framúr- skarandi vinnubrögð í menntun og aðlögun heyrnarlausra og heyrnarskertra í almennum framhaldsskóla með heyrandi nemendum. Þá vekur dómnefnd sérstaka athygli á þeirri ein- stakhngsbundnu stuðningsþjón- ustu sem veitt er í MH. Alls tóku 17 Evrópuþjóðir þátt í samkeppninni og hafði hvert ríki heimild til að senda sex verkefni. Hinsvegar komu aðeins fjögur verkefni frá ís- landi og hlutu tvö þeirra verð- laun. Af einstökum þjóðum var Finnland í efsta sæti en ísland og Svíþjóð í öðru sæti. -grh Fyrsti fundur þingflokks jafnaðarmanna var haldinn í gær. í ályktun áréttar þingflokkurinn þann vilja sinn að laða til samstarfs alla þá sem aðhyllast jafnaðarstefnuna og vilja vinna að nýsköpun íslenskra stjórnmála. Jafnframt óskar þingflokkurinn eftir góðu samstarfi við aðra þingflokka stjórnarandstöðunnar um málflutning á Aiþingi og minnir á að fleira sameinar en sundrar. Mynd:pöK Herra Island Ég er með hreint sakavottorð Herra ísland fær að heyra Ijófar sögur um sjálfan sig eftir kjörið. Herra ísland, Þór Jóseps- son, segist þreyttur á ljótum kjaftasögum sem gangi um sig staflaust í Reykja- vík. Sögurnar ganga út á ýmis- legt misjafnt sem Þór á að hafa aðhafst. „Ég er með hreint sakavott- orð, það má útvega það, ég hef ekki brotið lögin. Þið ættuð að kanna lögregluskýrslur og þá kemur í ljós að ég átti engan hlut í árásarmáli sem var í blöð- unum fyrir tveimur árum,“ sagði Þór. Meðal þess sem Þór er borið á brýn er landabrugg og sala, hrottaleg árás á ungan stúdent vorið 1994 og jafnvel kókaín- sala. Þór hafnar þessu og segir ekkert hæft í þessum sögum. Ungi maðurinn sem varð fyr- ir árásinni er metinn 75% ör- yrki eftir árásina en beðið er eftir endanlegu örkumati frá Tryggingastofnun. Þór segist viðurkenna að hafa verið á staðnum, en ekki átt þátt í mis- þyrmingunni á unga mannin- um. ..Ég var að vísu í bílnum þegar þetta skeði, en ég barði ekki einn eða neinn, og keyrði ekki yfir neinn,“ sagði Þór í gær. Ungi maðurinn sem ráðist var á, Viðar Þór Guðmundsson, háskólanemi, sagði í gær að hann hefði að kvöldi stúdents- dagsins vorið 1994 brugðið sér út í garðinn við heimili sitt þar sem fjölskylduboð var í gangi. Veitti hann þá eftirtekt manni sem var að sniglast við hús ná- grannans. Fyrr en varði leit sá við, gekk í átt að unga mannin- um. Viðar segist hafa þekkt mann þennan í sjón en ekki raun, og hann hafi beðið hann að fara burtu, sem fór illa í manninn. Maðurinn gekk þó burtu. í sama mund kom hvítur Subaru akandi, ökumaðurinn vippaði sér út og sló Viðar í jörðina. Frændi Viðars sem var með lionum kallaði á hjálp. Árásarmennirnir flýttu sér í bflinn, hann var ræstur og gefið í. Fjölskyldan kom áður að bflif- um en Viðar lá þar skammt frá. Viðar segist hafa lent uppi á húddinu og rúðunni og var fast- ur framan á bflnum alllangan spöl upp húsagötuna. Þar féll hann af bflnum, lenti á höfðinu af miklu afli og slasaðist mikið. „Það er rétt hjá Þór. Hann kom ekki nálægt þessu sjálfur. En samkvæmt lögum tel ég að hann sé samsekur, auðvitað átti hann að skerast í leikinn," sagði Viðar í gær. -JBP

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.